Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Kristinn Haukur Guðnason skrifar 21. ágúst 2019 07:15 Sumarliði Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun Fréttablaðið/Ernir Sumarliði Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun, segir að krafa Íslands hafi tengst sjálfstæðisbaráttunni. „Með endurreisn landsins litu menn til fornaldar og að Íslandi bæri að taka yfir Grænland,“ segir hann. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að rökin hafi verið sú að á miðöldum hafi verið byggð norrænna manna á Grænlandi. En sú byggð var löngu horfin þegar krafan kom upp. „Þetta var hliðstætt þeirri umræðu sem nú hefur verið í gangi um að Bandaríkjamenn vilji kaupa landið af Dönum. Þetta er gamaldags nýlenduhugsunarháttur,“ segir hann. Í kringum aldamótin 1900 skrifaði Einar Benediktsson skáld fjölda blaðagreina um tilkall Íslendinga til Grænlands. Árið 1924 stóðu stúdentar fyrir borgarafundi þar sem Einar talaði ásamt Benedikt Sveinssyni, fyrrverandi þingforseta, og fleirum. Skorað var á ríkisstjórnina að halda kröfunni um „hina fornu nýlendu Íslendinga“ á lofti. Var „Grænlandsmálið“ tekið fyrir á Alþingi ári síðar. Á þessum árum deildu Danir og Norðmenn um Austur-Grænland og fór deilan fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag árið 1931. Íslensk stjórnvöld fylgdust með og héldu sinni eigin kröfu fram. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti þingsályktunartillögu um að gæta hagsmuna Íslands. Íslendingar hefðu rétt og hagsmuni af landnytjum á Grænlandi. Var tillagan samþykkt einróma af utanríkismálanefnd þar sem meðal annars sátu Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors. Hagfræðingurinn Jón Dúason skrifaði fræðirit um tilkallið til Grænlands með fjárstuðningi frá Alþingi og var það þýtt á ensku. Ekki fór mikið fyrir stuðningi við tilkallið erlendis. Sumarliði segir að margir hafi haldið kröfunni til streitu fram yfir 1960. Þá hafi fiskveiðihagsmunir ráðið ferðinni. Jafnframt segir hann að sumir hafi verið helteknir af þessu í áratugi, til dæmis Pétur Ottesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Krafan hafi hins vegar ávallt verið byggð á órum. „Íslendingar höfðu varla burði til að stjórna sjálfum sér á þessum tíma. Erlendis hefur ábyggilega flestum fundist þetta broslegt,“ segir Sumarliði. Guðmundur segir að Íslendingar hafi ekki mikið hugsað út í Grænlendinga sjálfa. „Að eiga nýlendu snerist fyrst og fremst um að hafa tekjur af henni en ekki leggja út í mikinn kostnað. Almennt viðhorf Íslendinga til Grænlendinga á þessum tíma var að þeir væru einhverjir skrælingjar, á lægra menningarstigi og óæðra fólk. Íslendingum var líka mjög mikið í mun að greina sig frá þeim,“ segir hann. Sumarliði segir að þetta viðhorf Íslendinga hafi breyst þegar ’68 kynslóðin kom fram. Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Grænland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Sumarliði Ísleifsson, lektor í hagnýtri menningarmiðlun, segir að krafa Íslands hafi tengst sjálfstæðisbaráttunni. „Með endurreisn landsins litu menn til fornaldar og að Íslandi bæri að taka yfir Grænland,“ segir hann. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði, segir að rökin hafi verið sú að á miðöldum hafi verið byggð norrænna manna á Grænlandi. En sú byggð var löngu horfin þegar krafan kom upp. „Þetta var hliðstætt þeirri umræðu sem nú hefur verið í gangi um að Bandaríkjamenn vilji kaupa landið af Dönum. Þetta er gamaldags nýlenduhugsunarháttur,“ segir hann. Í kringum aldamótin 1900 skrifaði Einar Benediktsson skáld fjölda blaðagreina um tilkall Íslendinga til Grænlands. Árið 1924 stóðu stúdentar fyrir borgarafundi þar sem Einar talaði ásamt Benedikt Sveinssyni, fyrrverandi þingforseta, og fleirum. Skorað var á ríkisstjórnina að halda kröfunni um „hina fornu nýlendu Íslendinga“ á lofti. Var „Grænlandsmálið“ tekið fyrir á Alþingi ári síðar. Á þessum árum deildu Danir og Norðmenn um Austur-Grænland og fór deilan fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag árið 1931. Íslensk stjórnvöld fylgdust með og héldu sinni eigin kröfu fram. Jón Þorláksson, fyrsti formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti þingsályktunartillögu um að gæta hagsmuna Íslands. Íslendingar hefðu rétt og hagsmuni af landnytjum á Grænlandi. Var tillagan samþykkt einróma af utanríkismálanefnd þar sem meðal annars sátu Ásgeir Ásgeirsson og Ólafur Thors. Hagfræðingurinn Jón Dúason skrifaði fræðirit um tilkallið til Grænlands með fjárstuðningi frá Alþingi og var það þýtt á ensku. Ekki fór mikið fyrir stuðningi við tilkallið erlendis. Sumarliði segir að margir hafi haldið kröfunni til streitu fram yfir 1960. Þá hafi fiskveiðihagsmunir ráðið ferðinni. Jafnframt segir hann að sumir hafi verið helteknir af þessu í áratugi, til dæmis Pétur Ottesen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Krafan hafi hins vegar ávallt verið byggð á órum. „Íslendingar höfðu varla burði til að stjórna sjálfum sér á þessum tíma. Erlendis hefur ábyggilega flestum fundist þetta broslegt,“ segir Sumarliði. Guðmundur segir að Íslendingar hafi ekki mikið hugsað út í Grænlendinga sjálfa. „Að eiga nýlendu snerist fyrst og fremst um að hafa tekjur af henni en ekki leggja út í mikinn kostnað. Almennt viðhorf Íslendinga til Grænlendinga á þessum tíma var að þeir væru einhverjir skrælingjar, á lægra menningarstigi og óæðra fólk. Íslendingum var líka mjög mikið í mun að greina sig frá þeim,“ segir hann. Sumarliði segir að þetta viðhorf Íslendinga hafi breyst þegar ’68 kynslóðin kom fram.
Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Grænland Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira