Trump heldur Grænlandi í kastljósi heimspressunnar Kristján Már Unnarsson skrifar 20. ágúst 2019 20:10 Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, umkringdur fréttamönnum á leiðtogafundi Norðurlandanna í Hörpu í dag. Hér svarar hann spurningum fréttamanns Stöðvar 2. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Grænland baðar sig nú í kastljósi heimsfjölmiðlanna en Donald Trump Bandaríkjaforseti grínaðist með það í tísti að hann hygðist ekki reisa þar risastóran Trump-turn. Kim Kielsen, leiðtogi Grænlendinga, ítrekaði það hins vegar í viðtali við Stöð 2 í Reykjavík í dag að Grænland væri ekki til sölu. Þetta mátti sjá í fréttum Stöðvar 2.Tíst forseta Bandaríkjanna þar sem hann heitir því að reisa ekki Trump-turn á GrænlandiDonald Trump heldur áfram að halda Grænlandi í heimspressunni, nú síðast með þessu tísti þar sem búið er að setja Trump-turn inn í grænlenskt þorp og segist hann lofa því að gera þetta ekki á Grænlandi. Leiðtogi Grænlendinga fundaði í Reykjavík í dag með öðrum forsætisráðherrum Norðurlanda og hans skilaboð til Trumps eru skýr: „Ég hef sagt það margoft: Grænland er ekki til sölu. Grænland er ekki til sölu.“ -Útrætt mál? „Grænland er ekki til sölu,“ endurtók Kim Kielsen í samtali við fréttamann Stöðvar 2.Nokkur dæmi um fyrirsagnir heimsfjölmiðla síðustu daga um Trump og Grænland,Grafík/Hafsteinn Þórðarson.Sjaldan eða aldrei hefur Grænland fengið jafnmikla athygli og undanfarna viku en allir stærstu fjölmiðlar heims hafa ítarlega fjallað um Grænland og Trump. „Ég hef sagt að við séum opin fyrir viðskiptum, það er að segja, það eru möguleikar á annars konar samvinnu. Við getum tekið á móti fleiri ferðamönnum frá Bandaríkjunum og Bandaríkjamenn geta komið inn og tekið meiri þátt í hráefnisvinnslu. Og það er hægt að fjárfesta í fleiru á Grænlandi, þar eru möguleikar. En þetta er okkar ákvörðun, það er ríkisstjórn okkar og þingið okkar sem ákveður hvaða kröfur verða settar fram,“ sagði Kim Kielsen.Kim Kielsen á spjalli við Mette Frederiksen og Katrínu Jakobsdóttur í Hörpu í dag.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Kim fundar með Trump í Kaupmannahöfn eftir tvær vikur ásamt Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur. Þegar hann var spurður hvaða boðskap hann hyggðist færa Trump frá Grænlendingum sagði hann að vinnuhópur grænlenskra stjórnvalda væri nú að fara yfir það hvaða mál yrðu borin upp. „Það verður að sjálfsögðu það sem er gott fyrir Grænland. Það er markmið okkar og við munum vinna það með dönsku nefndinni,“ svaraði forsætisráðherra Grænlands. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bandaríkin Danmörk Donald Trump Grænland Tengdar fréttir Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30 Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38 Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32 Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30 Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Bæði fáránlegt og heimskulegt Grænlendingar bregðast við hugmyndum Trump Bandaríkjaforseta um að eignast eyjuna. 17. ágúst 2019 07:30
Fær einstakt tækifæri með Trump til að kynna hagsmuni Grænlands Kim Kielsen, formaður landsstjórnar Grænlands, segist fá einstakt tækifæri til að kynna hagsmuni Grænlands á fundi sínum með Donald Trump Bandaríkjaforseta í Kaupmannahöfn í byrjun september. 5. ágúst 2019 10:38
Forsætisráðherra Dana segir Grænland vera Grænlendinga Donald Trump Bandaríkjaforseti líkir því við stóran fasteignasamning að kaupa Grænland af Dönum. Forsætisráðherra Danmerkur segir umræðuna vera fáránlega. 19. ágúst 2019 20:32
Trump-fundur beinir kastljósi umheimsins að norðurslóðum Væntanlegur fundur Donalds Trumps Bandaríkjaforseta með leiðtogum Grænlands og Færeyja sýnir aukinn áhuga stórveldanna á Norðurskautinu og Norður-Atlantshafi, að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra. 6. ágúst 2019 19:30
Trump staðfestir áhuga á Grænlandskaupum Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur staðfest fregnir þess efnis að hann hafi áhuga á því að Bandaríkin festi kaup á Grænlandi. Hann segir þó að möguleg kaup séu ekki í forgangi hjá ríkisstjórn hans. 19. ágúst 2019 07:42