Líklega hávær umræða um orkupakkann fram undan Ari Brynjólfsson skrifar 20. ágúst 2019 06:45 Utanríkismálanefnd fékk fleiri gesti til sín í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Fréttablaðið/Stefán „Ef samkomulagið við Miðflokkinn heldur þá verður kosið um þriðja orkupakkann á þingi í byrjun september, þá er málinu lokið. Það er skýr þingmeirihluti fyrir málinu, það veltur þó allt á því hvort samkomulagið haldi,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Það verður líklega mjög hávær umræða fram að því.“ Fundir utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann héldu áfram í gær. Á fundinn, sem var opinn fjölmiðlum, mættu meðal annars fulltrúar frá samtökunum Orkan okkar, sem hefur gagnrýnt orkupakkann harðlega og segja að ef hann verði samþykktur þá greiði það leiðina fyrir þá sem vilji leggja hingað sæstreng. Var þá upplýst að 16 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur mættu einnig fyrir nefndina. Í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd eftir fundinn svöruðu þeir spurningum sem vöknuðu um fyrirvara stjórnvalda. „Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga,“ segir í bréfi Stefáns Más og Friðriks Árna. Miðflokkurinn hélt uppi málþófi í byrjun sumars vegna málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni standa við samkomulagið sem gert var við þinglok um að klára málið á þinginu. Bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum. Eiríkur segir málið geta reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt, nú þegar hafi Miðflokkurinn töluvert náð að mála Framsóknarflokkinn út í horn. Hann segir að það sé ekki endilega gjá milli flokksforystu og grasrótar í Sjálfstæðisflokknum, frekar sé um að ræða fylkingar innan flokksins. „Þetta eru sömu fylkingar og hafa tekist á lengi, það eru hin frjálslyndu öfl sem styðja alþjóðasamstarf og hinir íhaldssamari sem leggja meiri áherslu á þjóðleg gildi.“ Það áhugaverða við þriðja orkupakkann sé hvernig víglínan er dregin. „Þetta snýst um svo margt annað en aðeins það sem finna má í þessum lagabálki, þetta snýst að einhverju leyti um EES-samninginn en aðallega almennt um stöðu Íslands í alþjóðamálum. Efnislega er þetta lítið mál, sem sést best á því að þáverandi stjórnvöld kusu að gera ekki athugasemdir við málið þegar það var til umfjöllunar á vettvangi EES fyrir allnokkrum árum.“ Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira
„Ef samkomulagið við Miðflokkinn heldur þá verður kosið um þriðja orkupakkann á þingi í byrjun september, þá er málinu lokið. Það er skýr þingmeirihluti fyrir málinu, það veltur þó allt á því hvort samkomulagið haldi,“ segir Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. „Það verður líklega mjög hávær umræða fram að því.“ Fundir utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann héldu áfram í gær. Á fundinn, sem var opinn fjölmiðlum, mættu meðal annars fulltrúar frá samtökunum Orkan okkar, sem hefur gagnrýnt orkupakkann harðlega og segja að ef hann verði samþykktur þá greiði það leiðina fyrir þá sem vilji leggja hingað sæstreng. Var þá upplýst að 16 þúsund manns hefðu skrifað undir áskorun til Alþingis um að hafna innleiðingu þriðja orkupakkans. Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, og Friðrik Árni Friðriksson Hirst lögfræðingur mættu einnig fyrir nefndina. Í bréfi sem þeir sendu utanríkismálanefnd eftir fundinn svöruðu þeir spurningum sem vöknuðu um fyrirvara stjórnvalda. „Séu fyrirliggjandi skjöl lesin saman, þ.e.a.s. þingsályktunartillaga utanríkisráðherra og þingsályktunartillaga ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, auk lagafrumvarpa hins síðarnefnda, ásamt greinargerðum og öðrum gögnum, teljum við að fyrirvörunum sé þar réttilega haldið til haga,“ segir í bréfi Stefáns Más og Friðriks Árna. Miðflokkurinn hélt uppi málþófi í byrjun sumars vegna málsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sagt að flokkurinn muni standa við samkomulagið sem gert var við þinglok um að klára málið á þinginu. Bindur hann vonir við að einhverjir þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafni orkupakkanum. Eiríkur segir málið geta reynst Sjálfstæðisflokknum erfitt, nú þegar hafi Miðflokkurinn töluvert náð að mála Framsóknarflokkinn út í horn. Hann segir að það sé ekki endilega gjá milli flokksforystu og grasrótar í Sjálfstæðisflokknum, frekar sé um að ræða fylkingar innan flokksins. „Þetta eru sömu fylkingar og hafa tekist á lengi, það eru hin frjálslyndu öfl sem styðja alþjóðasamstarf og hinir íhaldssamari sem leggja meiri áherslu á þjóðleg gildi.“ Það áhugaverða við þriðja orkupakkann sé hvernig víglínan er dregin. „Þetta snýst um svo margt annað en aðeins það sem finna má í þessum lagabálki, þetta snýst að einhverju leyti um EES-samninginn en aðallega almennt um stöðu Íslands í alþjóðamálum. Efnislega er þetta lítið mál, sem sést best á því að þáverandi stjórnvöld kusu að gera ekki athugasemdir við málið þegar það var til umfjöllunar á vettvangi EES fyrir allnokkrum árum.“
Birtist í Fréttablaðinu Þriðji orkupakkinn Mest lesið Best að sleppa áfenginu alveg Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Innlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Innlent Fleiri fréttir „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Sjá meira