FISK kaupir hlut Gildis í Brimi Hörður Ægisson og Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 20. ágúst 2019 06:15 Markaðsvirði útgerðarrisans er 64 milljarðar. Viðskipti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, keypti í gær nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. Sala Gildis kemur í kjölfar kaupa Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína. Seljandinn var ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir sjóðinn ekki eiga samleið með Brimi enda hafi hann haft áhyggjur af stjórnarháttum í útgerðarfélaginu. „Það hefur verið aðdragandi að þessari ákvörðun og við höfum haft auknar áhyggjur af stjórnarháttum í félaginu og þeirri vegferð sem stjórn og stjórnendur hafa verið á að undanförnu. Samþjöppun eignarhalds í félaginu vegna viðskiptanna olli okkur einnig áhyggjum.“ Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, fagnar því að í hluthafahóp sé kominn þátttakandi í iðnaðinum með reynslu og þekkingu á rekstri í sjávarútvegi. „Það er gott að viðskipti eigi sér stað á markaði með bréf í félaginu. Það sýnir lífsmark. [...] Stjórn Brims virðir að sjálfsögðu ákvörðun Gildis og hún er skiljanleg í ljósi forsögunnar,“ segir Kristján. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
Viðskipti FISK-Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, keypti í gær nær allan 8,5 prósenta hlut Gildis lífeyrissjóðs í Brimi, áður HB Grandi, fyrir um fimm milljarða. Fyrir eignarhlutinn í Brim fékk Gildi meðal annars afhent hluta af bréfum FISK-Seafood í Högum, en fyrirtækið átti samanlagt tæplega 4,6 prósenta hlut í smásölurisanum. Sala Gildis kemur í kjölfar kaupa Brims á sölufélögum í Japan, Hong Kong og Kína. Seljandinn var ÚR sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, stærsta hluthafa Brims. Davíð Rúdólfsson, forstöðumaður eignastýringar hjá Gildi, segir sjóðinn ekki eiga samleið með Brimi enda hafi hann haft áhyggjur af stjórnarháttum í útgerðarfélaginu. „Það hefur verið aðdragandi að þessari ákvörðun og við höfum haft auknar áhyggjur af stjórnarháttum í félaginu og þeirri vegferð sem stjórn og stjórnendur hafa verið á að undanförnu. Samþjöppun eignarhalds í félaginu vegna viðskiptanna olli okkur einnig áhyggjum.“ Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims, fagnar því að í hluthafahóp sé kominn þátttakandi í iðnaðinum með reynslu og þekkingu á rekstri í sjávarútvegi. „Það er gott að viðskipti eigi sér stað á markaði með bréf í félaginu. Það sýnir lífsmark. [...] Stjórn Brims virðir að sjálfsögðu ákvörðun Gildis og hún er skiljanleg í ljósi forsögunnar,“ segir Kristján.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Tengdar fréttir HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20 Mest lesið Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Viðskipti innlent Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Viðskipti innlent Verðlag lægst í Prís á átta algengum jólavörum Neytendur Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Viðskipti innlent Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Viðskipti innlent Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Viðskipti innlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Sjá meira
HB Grandi verður Brim og samþykkti umdeild kaup Kaup HB Granda á sölufélögum ÚR, sem er stærsti hluthafi í HB Granda, hafa verið umdeild. 15. ágúst 2019 21:20