Ekkert hámhorf á nýju streymisveitunni hjá Disney Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 31. ágúst 2019 11:00 Disney+ er ný streymisveita. Nordicphotos/Getty Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. Þetta sagði í greiningu The Verge á markaðnum í gær. Eitt helsta merkið um að Disney+, nýja streymisveitan, ætli að reyna að skera sig úr felst í þeirri ákvörðun að nýir þættir verða ekki birtir allir á sama tíma. Þess í stað verður haldið í þá áratugagömlu venju að birta einn og einn þátt á sama tíma í hverri viku. Þetta er reyndar nákvæmlega það sama og Hulu gerir, utan þess að Hulu birtir fyrstu þrjá þættina á sama tíma, og HBO Now sömuleiðis. Þá er búist við því að Apple fylgi í þessi fótspor þegar Apple TV Plus fer í loftið í haust. Með því að gefa þætti út einn í einu vonast Disney væntanlega til þess að halda áskrifendum lengur. Þeir horfi ekki á heila seríu á einum mánuði og segi svo upp áskrift. Ágætishliðarverkun er svo að umræðan um höskuldarviðvaranir verður vonandi örlítið minna hávær þar sem fólk mun væntanlega frekar horfa á þættina á svipuðum hraða og aðrir. Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Ný streymisveita Disney er fremst í röð þeirra keppinauta sem leitast við að steypa Netflix af stóli. Þetta sagði í greiningu The Verge á markaðnum í gær. Eitt helsta merkið um að Disney+, nýja streymisveitan, ætli að reyna að skera sig úr felst í þeirri ákvörðun að nýir þættir verða ekki birtir allir á sama tíma. Þess í stað verður haldið í þá áratugagömlu venju að birta einn og einn þátt á sama tíma í hverri viku. Þetta er reyndar nákvæmlega það sama og Hulu gerir, utan þess að Hulu birtir fyrstu þrjá þættina á sama tíma, og HBO Now sömuleiðis. Þá er búist við því að Apple fylgi í þessi fótspor þegar Apple TV Plus fer í loftið í haust. Með því að gefa þætti út einn í einu vonast Disney væntanlega til þess að halda áskrifendum lengur. Þeir horfi ekki á heila seríu á einum mánuði og segi svo upp áskrift. Ágætishliðarverkun er svo að umræðan um höskuldarviðvaranir verður vonandi örlítið minna hávær þar sem fólk mun væntanlega frekar horfa á þættina á svipuðum hraða og aðrir.
Birtist í Fréttablaðinu Disney Netflix Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira