Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. ágúst 2019 22:29 Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Vísir/epa Veðurfræðingar í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Dorian muni ganga á land einhvers staðar á austurströnd Flórída um hádegisbilið á þriðjudag þótt erfitt sé að segja til um hvar nákvæmlega óveðrið skellur á. Sumir veðurfræðingar telja afar líklegt að Dorian gangi á land fyrir miðju ríkisins á meðan aðrir gera fremur ráð fyrir því að hann lendi ýmist norðan við miðju eða sunnan. „Það veltur allt á þessum dansi háþrýsti- og lágþrýstisvæða,“ segir Hugh Willoughby, veðurfræðingur við háskólann í Flórída á Miami í samtali við New York Times.Íbúar í Flórída eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komu Dorians.Vísir/epaGangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Í kvöld efldist Dorian að styrk. Hann flokkast sem þriðja stigs fellibylur en meðalvindhraði í bylnum er 51 metri á sekúndu „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar,“ segir Dennis Feltgen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Því hægfara sem Dorian verður eftir helgi þeim mun verri verða afleiðingarnar fyrir íbúa Flórída segir Feltgen sem varar við tilheyrandi aftakaroki og flóðahættu. Ron DeSantis lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna tvo daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.“Mar-a-Lago can handle itself. That's a very powerful place,” Trump says as Hurricane Dorian approaches Florida https://t.co/vRgN1QYf0t pic.twitter.com/T2E8w2yynO— CBS News (@CBSNews) August 30, 2019 Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira
Veðurfræðingar í Bandaríkjunum gera nú ráð fyrir að fellibylurinn Dorian muni ganga á land einhvers staðar á austurströnd Flórída um hádegisbilið á þriðjudag þótt erfitt sé að segja til um hvar nákvæmlega óveðrið skellur á. Sumir veðurfræðingar telja afar líklegt að Dorian gangi á land fyrir miðju ríkisins á meðan aðrir gera fremur ráð fyrir því að hann lendi ýmist norðan við miðju eða sunnan. „Það veltur allt á þessum dansi háþrýsti- og lágþrýstisvæða,“ segir Hugh Willoughby, veðurfræðingur við háskólann í Flórída á Miami í samtali við New York Times.Íbúar í Flórída eru í óða önn að undirbúa sig fyrir komu Dorians.Vísir/epaGangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. Í kvöld efldist Dorian að styrk. Hann flokkast sem þriðja stigs fellibylur en meðalvindhraði í bylnum er 51 metri á sekúndu „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar,“ segir Dennis Feltgen, sérfræðingur hjá fellibyljamiðstöð Bandaríkjanna. Því hægfara sem Dorian verður eftir helgi þeim mun verri verða afleiðingarnar fyrir íbúa Flórída segir Feltgen sem varar við tilheyrandi aftakaroki og flóðahættu. Ron DeSantis lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna tvo daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum.“Mar-a-Lago can handle itself. That's a very powerful place,” Trump says as Hurricane Dorian approaches Florida https://t.co/vRgN1QYf0t pic.twitter.com/T2E8w2yynO— CBS News (@CBSNews) August 30, 2019
Bandaríkin Donald Trump Fellibylurinn Dorian Veður Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Fleiri fréttir Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Sjá meira