Ljóst fyrir áramót hvort Icelandair velji Airbus Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. ágúst 2019 18:45 Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá Icelandair verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi. Breytingarnar taka gildi fyrsta desember næstkomandi og standa til fyrsta apríl á næsta ári. Aðgerðirnar ná til um hundrað og fimmtíu flugmanna, en hundrað og ellefu þeirra fá skert starfshlutfall og þrjátíu flugstjórar færast niður í stöðu flugmanns. Kyrrsetning MAX flugvélanna hefur haft mikil áhrif á rekstur Icelandair en upphaflega gerði flugfélagi ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári.Eruð þið að fara sjá fyrir endann á erfiðleikunum vegna Max-vélanna? „Við vonumst til þess og reiknum með því að MAX-vélarnar verði farnar að fljúga í byrjun næsta árs, í janúar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Áttu að hefja þjálfun á MAX vélarnar eftir áramót Kyrrsetningin MAX-vélanna felur einnig í sér óvissu um afhendingu fimm nýrra MAX-véla sem áttu að koma snemma á næsta ári. Hluti þeirra flugmanna sem átti að fljúga þeim átti að hefja æfingar eftir áramót. „Þetta er ekki skemmtilegt að tilkynna okkar starfsfólki um þessar breytingar sem við vorum að gera núna en við áttum fund áðan og hljóðið var bærilegt,“ segir Bogi og bætir við að flugmenn Icelandair hafi sýnt mikla tryggð við félagið þegar verr árar eins og nú og vonast til að missa þá ekki frá sér vegna breytinganna. Bogi segir einnig að ekki sé ljóst hversu háar bætur Boeing muni greiða Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna eða hvenær þær komi til greiðslu. Viðræður þess efnis fara fram þessa daganna. Einnig er það til skoðunar að langtímafloti félagsins verði jafnvel undir merkjum Airbus. „Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir Bogi. Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Starfshlutfall hjá um fimmtungi flugmanna hjá Icelandair verður lækkað niður í fimmtíu prósent í fjóra mánuði. Aðgerðir flugfélagsins koma til vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX flugvélanna. Forstjóri félagsins segir ekki liggja fyrir hvenær eða hversu háar bætur félagið muni fá frá Boeing en að viðræður séu í gangi. Breytingarnar taka gildi fyrsta desember næstkomandi og standa til fyrsta apríl á næsta ári. Aðgerðirnar ná til um hundrað og fimmtíu flugmanna, en hundrað og ellefu þeirra fá skert starfshlutfall og þrjátíu flugstjórar færast niður í stöðu flugmanns. Kyrrsetning MAX flugvélanna hefur haft mikil áhrif á rekstur Icelandair en upphaflega gerði flugfélagi ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári.Eruð þið að fara sjá fyrir endann á erfiðleikunum vegna Max-vélanna? „Við vonumst til þess og reiknum með því að MAX-vélarnar verði farnar að fljúga í byrjun næsta árs, í janúar,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group.Áttu að hefja þjálfun á MAX vélarnar eftir áramót Kyrrsetningin MAX-vélanna felur einnig í sér óvissu um afhendingu fimm nýrra MAX-véla sem áttu að koma snemma á næsta ári. Hluti þeirra flugmanna sem átti að fljúga þeim átti að hefja æfingar eftir áramót. „Þetta er ekki skemmtilegt að tilkynna okkar starfsfólki um þessar breytingar sem við vorum að gera núna en við áttum fund áðan og hljóðið var bærilegt,“ segir Bogi og bætir við að flugmenn Icelandair hafi sýnt mikla tryggð við félagið þegar verr árar eins og nú og vonast til að missa þá ekki frá sér vegna breytinganna. Bogi segir einnig að ekki sé ljóst hversu háar bætur Boeing muni greiða Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna eða hvenær þær komi til greiðslu. Viðræður þess efnis fara fram þessa daganna. Einnig er það til skoðunar að langtímafloti félagsins verði jafnvel undir merkjum Airbus. „Við höfum átt í viðræðum við Airbus og Boeing varðandi langtíma flota félagsins og þær viðræður standa þannig að við stefnum að því að taka ákvörðun fyrir lok þessa ársfjórðungs en auðvitað hefur þetta svokallaða MAX-mál áhrif á þetta verkefni líka,“ segir Bogi.
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15 111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Dráttur á notkun MAX-véla Icelandair helsta ástæða meiri svartsýni en áður Tafir sem orðið hafa á því að Icelandair geti tekið Boeing 737 MAX þoturnar eru stærsta ástæða þess að Seðlabankinn er svartsýnni á það en áður hversu hratt ferðaþjónustan muni vinda ofan af áföllum sem yfir hana dunið að undanförnu. 28. ágúst 2019 12:15
111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að flugfélagið þarf að hátt í 150 flugmenn þurfa ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara út hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. 30. ágúst 2019 13:48