111 flugmenn Icelandair færðir í hálft starf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. ágúst 2019 13:48 Ekkert liggur fyrir um hvenær Boeing 737 MAX vélarnar verða teknar aftur í notkun. Vísir/Vilhelm Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að hátt í 150 flugmenn þurfa yfir fjögurra mánaða tímabil ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara úr hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair í dag. Alls er um að ræða 111 flugmenn Icelandair sem verða færðir í hálft starf og 30 flugstjóra sem færast niður í stöðu flugmanns. Um er að ræða tímabundnar breytingar frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020. „Eins og áður hefur komið fram gerir Icelandair ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flugvélar á ný inn í rekstur félagsins fyrr en í byrjun næsta árs. Upphaflega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári. Kyrrsetningin veldur jafnframt óvissu varðandi afhendingu fimm nýrra MAX véla sem áætlaðar voru til afhendingar snemma á næsta ári. Um er að ræða fordæmalausa stöðu sem hefur umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur félagsins sem og flugáætlun í vetur. Óhjákvæmilega hefur þessi staða áhrif á áhafnaþörf félagsins og þarf félagið að bregðast við með því að aðlaga fjölda áhafnameðlima að flugflota félagsins,“ segir í tilkynningu sem Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, sendi fjölmiðlum.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Þar segir að Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafi á þessu ári unnið saman að því að skapa tækifæri til þess að takast á við sveiflur í áhafnaþörf félagsins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast. Nú þegar hafi störf tæplega 100 flugmanna tekið breytingum yfir veturinn. „Í ljósi áframhaldandi óvissu og til að lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX vélanna á rekstur Icelandair, mun félagið grípa til frekari ráðstafana sem fela í sér tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020. Aðgerðirnar felast í því að 111 flugmenn færast niður í 50% starf og 30 flugstjórar verða færðir tímabundið í starf flugmanns.“ Í dag starfa tæplega 550 flugmenn og flugstjórar hjá félaginu. „Hvað varðar stöðu mála vegna Boeing 737 MAX flugvéla, þá hefur yfirgripsmikið og vandað ferli, sem er í höndum alþjóðaflugmálayfirvalda, staðið yfir síðan vélarnar voru kyrrsettar fyrr á þessu ári. Sú vinna fer fram í samvinnu við Boeing og þau flugfélög sem eru með MAX vélar í rekstri og er það hagsmuna- og forgangsmál allra hlutaðeigandi að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur.“ Icelandair segist munu, hér eftir sem hingað til, leggja höfuðáherslu á að lágmarka tjón félagsins og áhrif kyrrsetningarinnar á farþega og íslenska ferðaþjónustu. Félagið sé þegar í viðræðum við Boeing um að fá það fjárhagslega tjón sem hlotist hefur af kyrrsetningu vélanna bætt. Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira
Kyrrsetning Boeing 737-MAX flugvéla Icelandair veldur því að hátt í 150 flugmenn þurfa yfir fjögurra mánaða tímabil ýmist að fara í hálft starf hjá félaginu eða fara úr hlutverki flugstjóra í starf flugmanns. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair í dag. Alls er um að ræða 111 flugmenn Icelandair sem verða færðir í hálft starf og 30 flugstjóra sem færast niður í stöðu flugmanns. Um er að ræða tímabundnar breytingar frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020. „Eins og áður hefur komið fram gerir Icelandair ekki ráð fyrir því að taka Boeing 737-MAX flugvélar á ný inn í rekstur félagsins fyrr en í byrjun næsta árs. Upphaflega gerði félagið ráð fyrir níu slíkum vélum í flota sínum á þessu ári. Kyrrsetningin veldur jafnframt óvissu varðandi afhendingu fimm nýrra MAX véla sem áætlaðar voru til afhendingar snemma á næsta ári. Um er að ræða fordæmalausa stöðu sem hefur umtalsverð neikvæð áhrif á rekstur félagsins sem og flugáætlun í vetur. Óhjákvæmilega hefur þessi staða áhrif á áhafnaþörf félagsins og þarf félagið að bregðast við með því að aðlaga fjölda áhafnameðlima að flugflota félagsins,“ segir í tilkynningu sem Ásdís Ýr Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi flugfélagsins, sendi fjölmiðlum.Ásdís Pétursdóttir, upplýsingafulltrúi Icelandair.Þar segir að Icelandair og Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hafi á þessu ári unnið saman að því að skapa tækifæri til þess að takast á við sveiflur í áhafnaþörf félagsins með öðrum leiðum en áður hefur tíðkast. Nú þegar hafi störf tæplega 100 flugmanna tekið breytingum yfir veturinn. „Í ljósi áframhaldandi óvissu og til að lágmarka áhrif kyrrsetningar MAX vélanna á rekstur Icelandair, mun félagið grípa til frekari ráðstafana sem fela í sér tímabundnar breytingar hjá hópi flugmanna og flugstjóra á fjögurra mánaða tímabili, frá 1. desember 2019 til 1. apríl 2020. Aðgerðirnar felast í því að 111 flugmenn færast niður í 50% starf og 30 flugstjórar verða færðir tímabundið í starf flugmanns.“ Í dag starfa tæplega 550 flugmenn og flugstjórar hjá félaginu. „Hvað varðar stöðu mála vegna Boeing 737 MAX flugvéla, þá hefur yfirgripsmikið og vandað ferli, sem er í höndum alþjóðaflugmálayfirvalda, staðið yfir síðan vélarnar voru kyrrsettar fyrr á þessu ári. Sú vinna fer fram í samvinnu við Boeing og þau flugfélög sem eru með MAX vélar í rekstri og er það hagsmuna- og forgangsmál allra hlutaðeigandi að tryggja öryggi vélanna og koma þeim aftur í rekstur.“ Icelandair segist munu, hér eftir sem hingað til, leggja höfuðáherslu á að lágmarka tjón félagsins og áhrif kyrrsetningarinnar á farþega og íslenska ferðaþjónustu. Félagið sé þegar í viðræðum við Boeing um að fá það fjárhagslega tjón sem hlotist hefur af kyrrsetningu vélanna bætt.
Fréttir af flugi Icelandair Vinnumarkaður Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Viðskipti innlent Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tölvuárásin til rannsóknar og enn unnið að viðgerð Fá rammasamning ekki virkjaðan og sjúklingar þurfa að greiða úr eigin vasa Oculis rauf 3000 króna múrinn og gott betur Lilja og Steinar nýir forstöðumenn hjá Íslandsbanka Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Sjá meira