Mun styttri ferðalög hjá Liverpool en hjá Manchester City í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. ágúst 2019 15:00 Rodrigo og Mohamed Salah í baráttu um bolta í leik Manchester City og Liverpool um Samfélagsskjöldinn. Getty/Action Foto Sport/NurPhoto Liverpool sleppur mun betur út úr ferðalögum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur en höfuðandstæðingar þeirra í ensku úrvalsdeildinni, Manchester City. Liverpool lenti í riðli með Napoli, FC Salzburg og Genk sem þýðir ferðalög til Ítalíu, Austurríkis og Belgíu. Manchester City lenti í riðli með Shakhtar Donetsk, Dinamo Zagreb og Atalanta sem þýða ferðalög til Úkraínu, Króatíu og Ítalíu.Our fixture schedule for the 2019/20 #UCL group stage has now been confirmed — Liverpool FC (@LFC) August 29, 2019 Liverpool byrjar Meistaradeildina á útivelli á móti Napoli 17. september en eftir hann spilar liðið þrjá útileiki heima á Englandi á móti Chelsea (Úrvalsdeildin), MK Dons (Deildabikarinn) og Sheffield United (Úrvalsdeildin). Fyrsti heimaleikur Liverpool í Meistaradeildinni er á móti FC Salzburg 2. október. Liverpool spilar síðan tvo Meistaradeildarleiki í röð við Genk. Manchester City byrjar á lengsta ferðalagi sínu því fyrsti leikur liðsins er á móti Shakhtar Donetsk á útivelli 18. september. Fyrsti heimaleikurinn í Meistaradeildinni er á móti Dinamo Zagreb 1. október. Manchester City spilar síðan tvo Meistaradeildarleiki í röð við ítalska félagið Atalanta.#UCL Group C fixtures...#mancitypic.twitter.com/1qbQW7ePUV — Manchester City (@ManCity) August 29, 2019 Menn hafa nú reiknað það út að Liverpool bíður miklu styttri ferðalög í Meistaradeildinni en hjá kollegum þeirra í Manchester City. Liverpool ferðast 4.760 mílur eða 7.660 kílómetra. Lið Manchester City þarf hins vegar að ferðast 6.740 mílur eða 10.846 kílómetra. Hérna munar 1.980 mílum eða meira en þrjú þúsund kílómetrum. Liverpool tekur á móti Manchester City á Anfield 9. nóvember. Á þriðjudeginum 5. nóvember tekur Liverpool á móti Genk á Anfeld en miðvikudeginum 6. nóvember ferðast City til Atalanta á Ítalíu. Liverpool fær því bæði heimaleik og einum degi meira til að undirbúa sig fyrir slaginn á móti City en svo gæti farið að deildarleikur Liverpool og Manchester City verði færður yfir á sunnudaginn. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira
Liverpool sleppur mun betur út úr ferðalögum sínum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar heldur en höfuðandstæðingar þeirra í ensku úrvalsdeildinni, Manchester City. Liverpool lenti í riðli með Napoli, FC Salzburg og Genk sem þýðir ferðalög til Ítalíu, Austurríkis og Belgíu. Manchester City lenti í riðli með Shakhtar Donetsk, Dinamo Zagreb og Atalanta sem þýða ferðalög til Úkraínu, Króatíu og Ítalíu.Our fixture schedule for the 2019/20 #UCL group stage has now been confirmed — Liverpool FC (@LFC) August 29, 2019 Liverpool byrjar Meistaradeildina á útivelli á móti Napoli 17. september en eftir hann spilar liðið þrjá útileiki heima á Englandi á móti Chelsea (Úrvalsdeildin), MK Dons (Deildabikarinn) og Sheffield United (Úrvalsdeildin). Fyrsti heimaleikur Liverpool í Meistaradeildinni er á móti FC Salzburg 2. október. Liverpool spilar síðan tvo Meistaradeildarleiki í röð við Genk. Manchester City byrjar á lengsta ferðalagi sínu því fyrsti leikur liðsins er á móti Shakhtar Donetsk á útivelli 18. september. Fyrsti heimaleikurinn í Meistaradeildinni er á móti Dinamo Zagreb 1. október. Manchester City spilar síðan tvo Meistaradeildarleiki í röð við ítalska félagið Atalanta.#UCL Group C fixtures...#mancitypic.twitter.com/1qbQW7ePUV — Manchester City (@ManCity) August 29, 2019 Menn hafa nú reiknað það út að Liverpool bíður miklu styttri ferðalög í Meistaradeildinni en hjá kollegum þeirra í Manchester City. Liverpool ferðast 4.760 mílur eða 7.660 kílómetra. Lið Manchester City þarf hins vegar að ferðast 6.740 mílur eða 10.846 kílómetra. Hérna munar 1.980 mílum eða meira en þrjú þúsund kílómetrum. Liverpool tekur á móti Manchester City á Anfield 9. nóvember. Á þriðjudeginum 5. nóvember tekur Liverpool á móti Genk á Anfeld en miðvikudeginum 6. nóvember ferðast City til Atalanta á Ítalíu. Liverpool fær því bæði heimaleik og einum degi meira til að undirbúa sig fyrir slaginn á móti City en svo gæti farið að deildarleikur Liverpool og Manchester City verði færður yfir á sunnudaginn.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Sjá meira