Framlög hafi hækkað mikið Ari Brynjólfsson skrifar 30. ágúst 2019 07:15 Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Fréttablaðið/Anton Brink „Skýrslan dregur vel fram hvar við getum gert betur í málefnum grunnskólanna en það sem skýrslan sýnir ekki er að framlög til grunnskóla borgarinnar hafa hækkað verulega undanfarin ár, eða um 46 prósent frá árinu 2013, og þau eru hæst í Reykjavík af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hafa framlög til viðhalds skóla tvöfaldast á síðustu tveimur árum,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Í nýrri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, IE, segir að skólar standi almennt frammi fyrir því að nánast allir rekstrarliðir fái of knappt fjármagn. Skýrslan var ekki tekin fyrir á fundi borgarráðs í gær, heldur verður hún tekin fyrir á fundi á fimmtudag í næstu viku. „Innri endurskoðun er með góðar ábendingar og við erum sammála mörgu sem þar kemur fram til dæmis um mikilvægi þess að nýta vinnu sérfræðinga þjónustumiðstöðvanna innan veggja grunnskólanna. Þá vantar meira fjármagn til ákveðinna liða, þá sérstaklega sérkennslu, kennslu barna af erlendum uppruna og framlög til að mæta öðrum rekstrarkostnaði en launum og húsnæði,“ segir Skúli. Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir skýrsluna staðfesta málflutning Sjálfstæðismanna um að of naumt sé úthlutað til skólanna. „Þessi skýrsla er áfellisdómur yfir þeim sem stjórna skólamálum í borginni. Þeir verða að bera ábyrgð og koma með einhver svör,“ segir hún. „Það er rosalegt að ekkert sé hlustað á faglegt mat, eins og í tilviki sérkennslu þar sem einungis er úthlutað broti af því sem beðið er um.“ Valgerður er ekki sátt við að eina lausnin sé að loka skólum, eins og mælt er með í tilviki Korpuskóla. „Við eigum frekar að gefa í,“ segir hún. Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla, er ánægð með skýrsluna og segir hana staðfesta það sem hún og aðrir hafi reynt að koma á framfæri borgarstjórnar í áraraðir. „Við sem störfum í stjórnum foreldrafélaga grunnskóla í Breiðholti höfum allt frá árinu 2015 talað fyrir frekar daufum eyrum borgarfulltrúa og borgarstjórnar,“ segir Anna Sif. „Við teljum ekki rétt gefið til skólanna. Við fórum í mikla greiningu á þessu árið 2015, fengum úthlutunarlíkanið og fund með borginni til að fara yfir það. Í kjölfarið, eða í febrúar 2016, sendum við áskorun til borgaryfirvalda þar sem farið var fram á að hagræðingarkrafa á grunnskólana yrði dregin til baka.“ Þörf sé á meiri sveigjanleika í úthlutun fjármuna, í núverandi kerfi sé ekki tekið mið af sérkennslu, uppruna nemenda eða öðrum þáttum. Nefnir Anna Sif sérstaklega viðhaldsþörf eldri skóla og kaup á búnaði. „Nýr skóli, með nýjar tölvur, fær jafn mikinn pening og skóli með úreltan búnað.“ Anna Sif staðfestir sögusagnir um að gardínur Seljaskóla séu frá því að skólinn var byggður á áttunda áratugnum. „Ég á myndir af þessum gardínum, það gæti þó verið að þær hafi farist í eldsvoðanum nýverið,“ segir Anna Sif. „Ég á einnig helling af vondum myndum úr Breiðholtsskóla sem ég hef oft sent á borgaryfirvöld. Foreldrafélag Breiðholtsskóla byrjaði að senda erindi um viðhalds- og endurbótaþörf í skólanum þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.“ Ólafur Gylfason, varaformaður foreldraráðs Seljaskóla, tekur í sama streng, en Seljaskóli er einn af níu skólum sem teknir eru fyrir í skýrslu IE. „Þetta sýnir kannski hvað kosnir fulltrúar okkar hafa verið sofandi þegar kemur að því að vaka yfir velferð barnanna okkar,“ segir Ólafur. „Þeir hafa margir hverjir gert lítið úr málflutningi okkar, síðast á kosningafundi í Breiðholtsskóla fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.“ Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
„Skýrslan dregur vel fram hvar við getum gert betur í málefnum grunnskólanna en það sem skýrslan sýnir ekki er að framlög til grunnskóla borgarinnar hafa hækkað verulega undanfarin ár, eða um 46 prósent frá árinu 2013, og þau eru hæst í Reykjavík af öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Einnig hafa framlög til viðhalds skóla tvöfaldast á síðustu tveimur árum,“ segir Skúli Helgason, formaður skóla- og frístundaráðs Reykjavíkurborgar. Í nýrri skýrslu Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar, IE, segir að skólar standi almennt frammi fyrir því að nánast allir rekstrarliðir fái of knappt fjármagn. Skýrslan var ekki tekin fyrir á fundi borgarráðs í gær, heldur verður hún tekin fyrir á fundi á fimmtudag í næstu viku. „Innri endurskoðun er með góðar ábendingar og við erum sammála mörgu sem þar kemur fram til dæmis um mikilvægi þess að nýta vinnu sérfræðinga þjónustumiðstöðvanna innan veggja grunnskólanna. Þá vantar meira fjármagn til ákveðinna liða, þá sérstaklega sérkennslu, kennslu barna af erlendum uppruna og framlög til að mæta öðrum rekstrarkostnaði en launum og húsnæði,“ segir Skúli. Valgerður Sigurðardóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í ráðinu, segir skýrsluna staðfesta málflutning Sjálfstæðismanna um að of naumt sé úthlutað til skólanna. „Þessi skýrsla er áfellisdómur yfir þeim sem stjórna skólamálum í borginni. Þeir verða að bera ábyrgð og koma með einhver svör,“ segir hún. „Það er rosalegt að ekkert sé hlustað á faglegt mat, eins og í tilviki sérkennslu þar sem einungis er úthlutað broti af því sem beðið er um.“ Valgerður er ekki sátt við að eina lausnin sé að loka skólum, eins og mælt er með í tilviki Korpuskóla. „Við eigum frekar að gefa í,“ segir hún. Anna Sif Jónsdóttir, formaður foreldrafélags Breiðholtsskóla, er ánægð með skýrsluna og segir hana staðfesta það sem hún og aðrir hafi reynt að koma á framfæri borgarstjórnar í áraraðir. „Við sem störfum í stjórnum foreldrafélaga grunnskóla í Breiðholti höfum allt frá árinu 2015 talað fyrir frekar daufum eyrum borgarfulltrúa og borgarstjórnar,“ segir Anna Sif. „Við teljum ekki rétt gefið til skólanna. Við fórum í mikla greiningu á þessu árið 2015, fengum úthlutunarlíkanið og fund með borginni til að fara yfir það. Í kjölfarið, eða í febrúar 2016, sendum við áskorun til borgaryfirvalda þar sem farið var fram á að hagræðingarkrafa á grunnskólana yrði dregin til baka.“ Þörf sé á meiri sveigjanleika í úthlutun fjármuna, í núverandi kerfi sé ekki tekið mið af sérkennslu, uppruna nemenda eða öðrum þáttum. Nefnir Anna Sif sérstaklega viðhaldsþörf eldri skóla og kaup á búnaði. „Nýr skóli, með nýjar tölvur, fær jafn mikinn pening og skóli með úreltan búnað.“ Anna Sif staðfestir sögusagnir um að gardínur Seljaskóla séu frá því að skólinn var byggður á áttunda áratugnum. „Ég á myndir af þessum gardínum, það gæti þó verið að þær hafi farist í eldsvoðanum nýverið,“ segir Anna Sif. „Ég á einnig helling af vondum myndum úr Breiðholtsskóla sem ég hef oft sent á borgaryfirvöld. Foreldrafélag Breiðholtsskóla byrjaði að senda erindi um viðhalds- og endurbótaþörf í skólanum þegar Jón Gnarr var borgarstjóri.“ Ólafur Gylfason, varaformaður foreldraráðs Seljaskóla, tekur í sama streng, en Seljaskóli er einn af níu skólum sem teknir eru fyrir í skýrslu IE. „Þetta sýnir kannski hvað kosnir fulltrúar okkar hafa verið sofandi þegar kemur að því að vaka yfir velferð barnanna okkar,“ segir Ólafur. „Þeir hafa margir hverjir gert lítið úr málflutningi okkar, síðast á kosningafundi í Breiðholtsskóla fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar.“
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Reykjavík Stjórnsýsla Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira