Hættir í sveitarstjórn og ætlar í skaðabótamál við bæinn Sveinn Arnarsson skrifar 30. ágúst 2019 07:30 Örlygur hefur rekið Hotel Cape á Húsavík ásamt fjölskyldu sinni í mörg ár. Norcidphotos/Getty Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA. Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Sjá meira
Örlygur Hnefill Örlygsson, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Norðurþings, er hættur í sveitarstjórn sveitarfélagsins og hefur beðist lausnar frá setu í öllum þeim ráðum og nefndum á vegum Norðurþings sem hann situr í. Örlygur Hnefill undirbýr skaðabótamál á hendur sveitarfélaginu vegna framkvæmda sumarið 2018 sem gerðu honum erfitt fyrir við rekstur fyrirtækis hans. Eftir sumarið í fyrra fór Örlygur Hnefill í leyfi vegna óviðeigandi samskipta við framkvæmdaaðila á vegum sveitarfélagsins vegna framkvæmda í götunni sem gistiheimili hans stendur við. Örlygur Hnefill hefur ásamt fjölskyldu sinni rekið Hótel Cape á Húsavík í mörg ár.Örlygur Hnefill Örlygsson forseti sveitarstjórnar Norðurþings„Við uppbyggingu sjóbaðanna á Húsavíkurhöfða þurfti að fara í framkvæmdir í götunni þar sem ég rek gistiheimili. Framkvæmdir sem áttu að taka tiltölulega stuttan tíma tóku hins vegar fimm mánuði þar sem allt var sundurgrafið fyrir framan gistiheimilið. Ég hef síðan þá þurft að berjast við það að halda fyrirtækinu gangandi og þessir drættir á lokum framkvæmda höfðu mikil áhrif á reksturinn,“ segir Örlygur Hnefill, sem setið hefur í sveitarstjórn Norðurþings frá árinu 2014. „Ég kveð starf sveitarstjórnarfulltrúa með söknuði því þetta hefur verið afar skemmtilegur tími þar sem ég hef unnið með frábæru fólki að góðum verkefnum fyrir Norðurþing,“ bætir Örlygur Hnefill við en segist ekki hafa hugsað um það lengi hvort hann þyrfti að segja af sér sem sveitarstjórnarmaður. Miklar deilur spunnust í tengslum við framkvæmdirnar á sínum tíma og urðu að nokkru hitamáli. „Það hvarflaði ekki að mér að fara í leyfi eða eitthvað slíkt. Þegar ljóst var að við myndum fara í skaðabótamál þá er þetta hreinlegast, það er að segja af sér alfarið,“ segir hann. Ásamt því að reka gistiheimili og sitja í sveitarstjórn Norðurþings hefur Örlygur Hnefill unnið ötullega að uppsetningu á Könnunarsögusafninu. Það safn er aðallega helgað geimferðum og æfingu bandarískra geimfara sem komu til Íslands á 7. áratugnum vegna tunglferða NASA.
Birtist í Fréttablaðinu Norðurþing Tengdar fréttir Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30 Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Sjá meira
Forljótur vandræðaveggur á Húsavík vekur upp deilur Forseti bæjarstjórnar segist ekki hafa beðið um þennan vegg. 24. janúar 2019 10:30
Foreldrar krefjast þess að óbólusett börn fái ekki leikskólapláss Fjölskylduráði Norðurþings barst listi með 80 undirskriftum á dögunum þar sem farið var fram á að börn sem ekki hafa hafið bólusetningaferli séu ekki tekin inn á leikskóla sveitafélagsins. 10. maí 2019 07:45