Óánægja meðal sjúkraþjálfara Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. ágúst 2019 06:00 Formaður Félags sjúkraþjálfara segir óvissu ríkja vegna fyrirhugaðs útboðs á þjónustu þeirra. Vísir/Getty „Við höfum haft veður af því lengi að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi samninga við Sjúkratryggingar væru fyrirhugaðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfum við aldrei fengið nein svör um eitt eða neitt,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Fram til þessa hefur rammasamningur verið í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjúkraþjálfara. Ríkiskaupum hefur hins vegar nú verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup sem samþykkt voru árið 2016. „Í rauninni má segja að við séum algjörlega í myrkrinu í þessu máli. Tilkynning kom bara á heimasíðu SÍ fyrir nokkrum dögum og við vitum í rauninni ekkert,“ segir Unnur. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir lengi hafi legið fyrir að breytt yrði um innkaupaferli frá því sem verið hefur og að breytingarnar hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. „Það eru þrjú ár síðan lögunum var breytt svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé fyrir alla sem stundi viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.„Við birtum fréttatilkynninguna á síðunni okkar ásamt því að við sendum hana í tölvupósti á alla sjúkraþjálfara. Með því að gera þetta svona tryggjum við að allir sem að málinu koma hafi sömu upplýsingar,“ segir María. Rammasamningurinn rann út í febrúar en enn er starfað eftir þeim samningi. „Þetta hefur gengið með ágætum með þessu fyrirkomulagi frá 1973 þannig að maður er eiginlega bara agndofa yfir því að það eigi að fara að kollsteypa hlutunum og samkvæmt því upplýsingaleysi sem snýr að okkur þá hef ég enga sérstaka trú á því að þeir [SÍ] viti hvar þeirra skip kemur að landi með þetta mál,“ segir Unnur. María segir ástæðu breytinganna þríþætta. „Samningar voru lausir svo það var nauðsynlegt að koma þessu í nýjan formlegan farveg. Svo hafa orðið breytingar á lögum um opinber innkaup sem við erum í rauninni að laga þetta kerfi að og í þriðja lagi er það þekkt að kostnaður vegna þessarar þjónustu hefur farið töluvert umfram það sem heimild er til á fjárlögum. Svo þetta er auðvitað líka liður í því að laga kostnaðinn að fjárlögum,“ segir María. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira
„Við höfum haft veður af því lengi að einhverjar breytingar á fyrirkomulagi samninga við Sjúkratryggingar væru fyrirhugaðar en þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir höfum við aldrei fengið nein svör um eitt eða neitt,“ segir Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara. Fram til þessa hefur rammasamningur verið í gildi milli Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) og sjúkraþjálfara. Ríkiskaupum hefur hins vegar nú verið falið að bjóða út sjúkraþjálfun á höfuðborgarsvæðinu í samræmi við lög um opinber innkaup sem samþykkt voru árið 2016. „Í rauninni má segja að við séum algjörlega í myrkrinu í þessu máli. Tilkynning kom bara á heimasíðu SÍ fyrir nokkrum dögum og við vitum í rauninni ekkert,“ segir Unnur. María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, segir lengi hafi legið fyrir að breytt yrði um innkaupaferli frá því sem verið hefur og að breytingarnar hefðu ekki átt að koma neinum á óvart. „Það eru þrjú ár síðan lögunum var breytt svo þetta ætti ekki að koma neinum á óvart,“ segir María og bætir við að mikilvægt sé fyrir alla sem stundi viðskipti að þekkja viðskiptaumhverfi sitt.Unnur Pétursdóttir, formaður Félags sjúkraþjálfara.„Við birtum fréttatilkynninguna á síðunni okkar ásamt því að við sendum hana í tölvupósti á alla sjúkraþjálfara. Með því að gera þetta svona tryggjum við að allir sem að málinu koma hafi sömu upplýsingar,“ segir María. Rammasamningurinn rann út í febrúar en enn er starfað eftir þeim samningi. „Þetta hefur gengið með ágætum með þessu fyrirkomulagi frá 1973 þannig að maður er eiginlega bara agndofa yfir því að það eigi að fara að kollsteypa hlutunum og samkvæmt því upplýsingaleysi sem snýr að okkur þá hef ég enga sérstaka trú á því að þeir [SÍ] viti hvar þeirra skip kemur að landi með þetta mál,“ segir Unnur. María segir ástæðu breytinganna þríþætta. „Samningar voru lausir svo það var nauðsynlegt að koma þessu í nýjan formlegan farveg. Svo hafa orðið breytingar á lögum um opinber innkaup sem við erum í rauninni að laga þetta kerfi að og í þriðja lagi er það þekkt að kostnaður vegna þessarar þjónustu hefur farið töluvert umfram það sem heimild er til á fjárlögum. Svo þetta er auðvitað líka liður í því að laga kostnaðinn að fjárlögum,“ segir María.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Sjá meira