Telur eðlilegt að dómararnir sem sitja enn fái tækifæri til að meta stöðuna Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 9. september 2019 18:30 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu um að taka Landsréttarmálið fyrir. Hún segir eðlilegt að þeir dómarar sem málið nær til og starfa enn við réttinn fái tækifæri til að meta málið í ljósi þessarar ákvörðunar. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Málið á upphaf sitt í kæru manns gegn Íslandi. Maðurinn hafði verið dæmdur í héraðsdómi í 17 mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Málinu var áfrýjaði til Landsréttar og gerði lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, athugasemd við það að einn af þeim sem dæmi átti í málinu hefði verið ólöglega skipaður við réttinn. Þá var farið fram á að dómarinn segði sig frá málinu. Því var hafnað og bæði Landsréttur og Hæstiréttur staðfestu dóminn yfir manninum. Maðurinn kærði þá málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögðu áherslu á að málið færi til yfirdeildar Dómur Mannréttindadómstólsins frá því í mars leiddi til afsagnar Sigríðar og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við sæti hennar. Ákveðið var að áfrýja niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins í maí en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við lyklunum að dómsmálaráðuneytinu fyrir helgi. „Við lögðum á það áherslu að málið færi til yfirdeildarinnar og töldum niðurstöðuna ganga of langt. Þannig við fögnum þessu,“ segir Áslaug Arna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur, sem er með þrettán mál af sama grunni fyrir Mannréttindadómstólnum vegna skipan dómara við Landsrétt, segir að ekki liggi ljóst fyrir hvaða þýðingu þessi ákvörðun hefur. „Ég hef hins vegar verið þeirrar skoðunar frá byrjun þessa máls að sú niðurstaða sem undirdeildin komst að sé hin lögfræðilega rétta niðurstaða í málinu og ég ætla að leyfa mér að hafa þá niðurstöðu áfram.“ Önnur mál á bið Hann reiknar með að hin málin verði sett á bið á meðan beðið er eftir niðurstöðu yfirdeildar. Gera má ráð fyrir því að það sé að minnsta kosti ár í hana. „Þetta er yfirgripsmikið og mikilvægt mál sem varðar fleiri heldur en Ísland þannig að ég tel að þetta sé rökrétt niðurstaða.“ Dæma sjálfir sitt hæfi Dómararnir fjórir sem ráðnir voru þvert á álit hæfisnefndar ákváðu að dæma ekki við réttinn eftir dóm Mannréttindadómstólsins í mars. Tveir óskuðu eftir launuðu leyfi til áramóta og voru ráðnir dómarar tímabundið í þeirra stað. Tveir dómaranna hafa ekki óskað eftir leyfi til þessa og hefur því ekki verið ráðið í þeirra stað. „Það er eðlilegt að þeir fái tækifæri að meta stöðuna í ljósi þessarar niðurstöðu. Þeir dæma sjálfir sitt hæfi og hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeir eru löglega skipaðir,“ segir Áslaug Arna. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála við Landsrétt og ætli svo að meta hvað sé best að gera í framhaldinu. „Ég fer í ríkisstjórn á morgun og ræði stöðuna og síðan þarf að setjast niður með ríkislögmanni og ræða hvernig á að standa að málatilbúnaði fyrir Íslands hönd og það eru svona næstu skref.“ Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, nýr dómsmálaráðherra, fagnar niðurstöðu yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu um að taka Landsréttarmálið fyrir. Hún segir eðlilegt að þeir dómarar sem málið nær til og starfa enn við réttinn fái tækifæri til að meta málið í ljósi þessarar ákvörðunar. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í mars síðastliðnum að íslenska ríkið hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu vegna skipan fjögurra dómara við Landsrétt. Sigríður Á. Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, hafði skipað fjóra dómara þvert á álit hæfisnefndar. Stjórnvöld áfrýjuðu dómnum til yfirdeildar Mannréttindadómstólsins og í dag ákváðu fimm dómarar í yfirdeild dómstólsins að málið yrði tekið fyrir. Málið á upphaf sitt í kæru manns gegn Íslandi. Maðurinn hafði verið dæmdur í héraðsdómi í 17 mánaða fangelsi fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Málinu var áfrýjaði til Landsréttar og gerði lögmaður hans, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, athugasemd við það að einn af þeim sem dæmi átti í málinu hefði verið ólöglega skipaður við réttinn. Þá var farið fram á að dómarinn segði sig frá málinu. Því var hafnað og bæði Landsréttur og Hæstiréttur staðfestu dóminn yfir manninum. Maðurinn kærði þá málið til Mannréttindadómstóls Evrópu. Lögðu áherslu á að málið færi til yfirdeildar Dómur Mannréttindadómstólsins frá því í mars leiddi til afsagnar Sigríðar og tók Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir við sæti hennar. Ákveðið var að áfrýja niðurstöðunni til yfirdeildar dómstólsins í maí en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við lyklunum að dómsmálaráðuneytinu fyrir helgi. „Við lögðum á það áherslu að málið færi til yfirdeildarinnar og töldum niðurstöðuna ganga of langt. Þannig við fögnum þessu,“ segir Áslaug Arna. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður.Vísir/Vilhelm Vilhjálmur, sem er með þrettán mál af sama grunni fyrir Mannréttindadómstólnum vegna skipan dómara við Landsrétt, segir að ekki liggi ljóst fyrir hvaða þýðingu þessi ákvörðun hefur. „Ég hef hins vegar verið þeirrar skoðunar frá byrjun þessa máls að sú niðurstaða sem undirdeildin komst að sé hin lögfræðilega rétta niðurstaða í málinu og ég ætla að leyfa mér að hafa þá niðurstöðu áfram.“ Önnur mál á bið Hann reiknar með að hin málin verði sett á bið á meðan beðið er eftir niðurstöðu yfirdeildar. Gera má ráð fyrir því að það sé að minnsta kosti ár í hana. „Þetta er yfirgripsmikið og mikilvægt mál sem varðar fleiri heldur en Ísland þannig að ég tel að þetta sé rökrétt niðurstaða.“ Dæma sjálfir sitt hæfi Dómararnir fjórir sem ráðnir voru þvert á álit hæfisnefndar ákváðu að dæma ekki við réttinn eftir dóm Mannréttindadómstólsins í mars. Tveir óskuðu eftir launuðu leyfi til áramóta og voru ráðnir dómarar tímabundið í þeirra stað. Tveir dómaranna hafa ekki óskað eftir leyfi til þessa og hefur því ekki verið ráðið í þeirra stað. „Það er eðlilegt að þeir fái tækifæri að meta stöðuna í ljósi þessarar niðurstöðu. Þeir dæma sjálfir sitt hæfi og hæstiréttur hefur komist að þeirri niðurstöðu að þeir eru löglega skipaðir,“ segir Áslaug Arna. Hún hafi óskað eftir upplýsingum um stöðu mála við Landsrétt og ætli svo að meta hvað sé best að gera í framhaldinu. „Ég fer í ríkisstjórn á morgun og ræði stöðuna og síðan þarf að setjast niður með ríkislögmanni og ræða hvernig á að standa að málatilbúnaði fyrir Íslands hönd og það eru svona næstu skref.“
Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59 Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Landsréttarmálið fer alla leið til yfirdeildar MDE Landsréttarmálið verður tekið fyrir af Mannréttindadómstól Evrópu. Þetta varð niðurstaða fimm dómara í yfirdeild dómstólsins í dag. 9. september 2019 14:59
Nýs ráðherra bíða krefjandi verkefni Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tekur við dómsmálunum í dag. Aðkallandi verkefni bíða. 6. september 2019 06:00
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent