Þaulskipulagður þjófnaður og full ástæða til að hafa varann á Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. september 2019 13:10 Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. Fréttablaðið/ANTON BRINK Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. Þrátt fyrir að væntanlega verði hægt að endurheimta þorra upphæðarinnar segir forstjórann fulla ástæðu til að hafa varann á. Starfsfólki HS Orku varð fyrir nokkrum vikum ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og fjármunir sviknir út. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag og jafnframt að nú sé unnið bæði með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis til þess að reyna að endurheimta fjármunina, sem blaðið segir nema á fjórða hundrað milljóna króna. HS Orka rekur tvö jarðvarmaver sem eru annars vegar í Svartsengi og hins vegar á Reykjanesi. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila sem eru bæði íslenskir og útlenskir.Sjá einnig: Hundruðum milljóna stolið af HS OrkuÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku vill lítið upplýsa um það á þessari stundu hvernig þjófarnir athöfnuðu sig við ránið, því um sé að ræða lögreglumál. Það hafi þó verið starfsmenn HS Orku sem hafi áttað sig á svikunum. Hann segir að farið hafi verið yfir verkferla fyrirtækisins til að tryggja að svona geti ekki komið fyrir aftur. Aukinheldur hafi snögg viðbrögð starfsmanna orðið til þess að hægt hefur verið að endurheimta „töluverðan hluta“ fjármunanna. Aðspurður um hvað það þýðir, hvort það geti talist meira en helmingur upphæðarinnar, segir Ásgeir einfaldlega: „Væntanlega“ „Þetta er þaulskipulagt. Mjög útfært og í gegnum þetta ferli höfum við orðið þess áskynja að þetta er mun algengara en maður áður hélt,“ segir Ásgeir Margeirsson. „Það er full ástæða til að hafa varann á og búa um verkferla og kerfi með þeim hætti að svona lagað geti ekki gerst eins og kostur er.“ Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Erlendum tölvuþrjótum tókst nýverið að svíkja tæplega fjögur hundruð milljónir króna út úr HS Orku. Forstjóri fyrirtækisins segir að um þaulskipulagaðan glæp hafi verið að ræða. Þrátt fyrir að væntanlega verði hægt að endurheimta þorra upphæðarinnar segir forstjórann fulla ástæðu til að hafa varann á. Starfsfólki HS Orku varð fyrir nokkrum vikum ljóst að brotist hefði verið inn í tölvukerfi félagsins og fjármunir sviknir út. Greint var frá málinu í Fréttablaðinu í dag og jafnframt að nú sé unnið bæði með lögregluyfirvöldum hér á landi og erlendis til þess að reyna að endurheimta fjármunina, sem blaðið segir nema á fjórða hundrað milljóna króna. HS Orka rekur tvö jarðvarmaver sem eru annars vegar í Svartsengi og hins vegar á Reykjanesi. Fyrirtækið er í eigu einkaaðila sem eru bæði íslenskir og útlenskir.Sjá einnig: Hundruðum milljóna stolið af HS OrkuÁsgeir Margeirsson, forstjóri HS Orku vill lítið upplýsa um það á þessari stundu hvernig þjófarnir athöfnuðu sig við ránið, því um sé að ræða lögreglumál. Það hafi þó verið starfsmenn HS Orku sem hafi áttað sig á svikunum. Hann segir að farið hafi verið yfir verkferla fyrirtækisins til að tryggja að svona geti ekki komið fyrir aftur. Aukinheldur hafi snögg viðbrögð starfsmanna orðið til þess að hægt hefur verið að endurheimta „töluverðan hluta“ fjármunanna. Aðspurður um hvað það þýðir, hvort það geti talist meira en helmingur upphæðarinnar, segir Ásgeir einfaldlega: „Væntanlega“ „Þetta er þaulskipulagt. Mjög útfært og í gegnum þetta ferli höfum við orðið þess áskynja að þetta er mun algengara en maður áður hélt,“ segir Ásgeir Margeirsson. „Það er full ástæða til að hafa varann á og búa um verkferla og kerfi með þeim hætti að svona lagað geti ekki gerst eins og kostur er.“
Lögreglumál Orkumál Tengdar fréttir Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15 Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Hundruðum milljóna stolið af HS Orku Tölvuþrjótar brutust inn í tölvukerfi HS Orku og sviku út greiðslu sem nemur á fjórða hundrað milljóna. Væntingar um að hægt sé að endurheimta stóran hluta. 9. september 2019 06:15