Utanríkisráðuneytið greiddi KOM mest Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. september 2019 10:33 Starfsmenn utanríkisráðuneytisins við Rauðárstíg hafa aðgang að um 70 tíma- og vefritum. Vísir/VG Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM. Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira
Utanríkisráðuneytið greiddi rúmlega 7,5 milljónir króna á síðasta ári í hvers kyns áskriftir að dagblöðum, tímaritum og miðlum. Hæsta greiðslan var til almannatengslaskrifstofunnar KOM vegna fréttarits þess, Iceland News Brief, eða 1,6 milljónir króna. Þetta er meðal þess kemur fram í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Björns Levís Gunnarssonar. Þar má sjá að áskriftir ráðuneytisins voru alls 70 talsins og eru þær jafnt að alþjóðlegum stórtímaritum; á borð við Washington Post, Le Monde, Der Spiegel og Fiskeribladet, sem og vefritum og orðabókavefjum á borð við Snöru. Í útskýringu ráðuneytisins segir að oft er um nokkrar áskriftir að ræða, eins og í tilfelli Snöru þar sem þær eru 55 talsins.Friðjón Friðjónsson er framkvæmdastjóri og eigandi KOM.Í mörgum tilvikum sé einnig um að ræða rafrænan aðgang að miðlum og áskriftir „sem veita fjölmörgum aðilum, t.d. ræðisskrifstofum vegna landkynningarmála og öllum starfsmönnum utanríkisþjónustunnar vegna aðgengis að gögnum, upplýsingum og greiningum.“ Ætla má að ráðuneytið sé þar m.a. að vísa til fyrrnefnds fréttabréfs KOM, sem sagt er ætlað þeim sem sem starfa í alþjóðlegu umhverfi og vilja fylgjast með gangi mála á Íslandi. Fréttabréfið er gefið út tvisvar í viku og inniheldur stutta samantekt frétta af íslenskum stjórnmálum og efnahagslífi. Ráðuneytið er með eina áskrift að fréttabréfinu og hefur greitt fyrir hana 1,6 milljónir á ári sem fyrr segir. „Áskrifendur eru stjórnendur erlendra fyrirtækja með starfsemi á Íslandi, íslensk sendiráð erlendis, sendiráð erlendra ríkja í stjórnmálasambandi við Ísland auk ræðismanna Íslands um allan heim og stjórnenda erlendra fjármálafyrirtækja,“ segir í útskýringu almannatengslastofunnar og bætt við að fréttabréfið er sent til áskrifenda á rafrænu formi. Samkvæmt upplýsingum frá KOM fá um 200 starfsmenn utanríkisþjónustunnar fréttabréfið sent til sín með tölvupósti tvisvar í viku. Árleg áskrift að fréttabréfinu kostar 100 þúsund krónur og því ættu 200 móttakendur að greiða um 20 milljónir fyrir áskriftina. Ráðuneytið fær því „vænan afslátt“ að sögn KOM. Fyrirspurn Björns Levís og svar ráðuneytisins má nálgast hér.Fréttin var uppfærð kl. 11:45 eftir að nánari upplýsingar bárust frá KOM.
Fjölmiðlar Stjórnsýsla Utanríkismál Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Fleiri fréttir Vilja heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Sjá meira