Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 20:00 Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt." Fréttir af flugi Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Fleiri fréttir Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Sjá meira
Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt."
Fréttir af flugi Mest lesið Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Erlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Fleiri fréttir Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Sjá meira