Fyrstur til að fljúga gírókopter umhverfis heiminn Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. september 2019 20:00 Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt." Fréttir af flugi Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Heimsmet gæti fallið á næstu dögum þegar Breti, sem nú er staddur hér á landi, verður fyrsti maðurinn til að ferðast umhverfis hnöttinn á gírókopter. Á morgun flýgur hann frá Íslandi til Færeyja, áður en hann heldur til Bretlands og lokar þar hringnum. Þyrlan er opin og hann segist margoft hafa lent í vonskuveðri. James Ketchell lagði af stað frá Bretlandi í mars og á nú að baki 3.300 kílómetra leið, eða nánast umhverfis hnöttinn. „Á morgun hyggst ég fljúga þyrlunni til baka til Færeyja en þá mun ég eiga eftir einn fluglegg til Bretlands. Þá verður hringflugi mínu umhverfis jörðina lokið," segir Ketchell spenntur. Ketchell er mikill ævintýramaður, hefur klifið Everest-fjall, hjólað umhverfis heiminn og róið yfir Atlantshafið. Ef þetta tekst verður hann einnig fyrsti maðurinn til að fljúga umhverfis heiminn í þessu farartæki.Ketchell á flugi yfir San Fransisco í Bandaríkjunum„Eins og þið sjáið er stjórnklefinn opinn og því er maður mjög berskjaldaður fyrir náttúruöflum og rigningu. Því get ég í rauninni aðeins flogið í góðu veðri. Ég hef samt oft lent í mjög slæmu veðri. Í Kanada þurfti ég til dæmis að nauðlenda vegna eldinga sem laust óvænt niður," segir hann. Ketchell er einn á ferð en fólk fylgist þó með ferðinni í gegnum staðsetningarbúnað, tilbúið að bregðast við í neyðartilvikum. Hann segir gírókopter vera örugga þrátt fyrir smæðina. „Flugfarið er stanslaust á sjálfvirkum snúningi og því fellur maður aldrei til jarðar, jafnvel þótt vélin stöðvist. Maður svífur bara til jarðar." Á leið sinni hefur hann safnað áheitum fyrir barnasamtök og vill sýna fram á að allt sé hægt. „En það opnast engin tækifæri bara sjálfkrafa, þú þarft að leggja metnað í þau. En þegar þú gerir það er mögulegt."
Fréttir af flugi Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira