Fjöldi öryrkja tvöfaldast: Stór ástæða kulnun og streita Sunna Sæmundsdóttir skrifar 7. september 2019 19:30 Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum. Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sjá meira
Fjöldi öryrkja hefur ríflega tvöfaldast frá aldamótum og bregðast gæti þurft við með aðgerðum í ríkisfjármálum haldi þróunin áfram með sama hætti. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir streitu og kulnun á vinnumarkaði stóra ástæðu og telur að stytta þurfi vinnuvikuna. Umdeilt frumvarp um starfsgetumat verður líklega lagt fram í vor. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að útgjöld til öryrkja og málefna fatlaðs fólks aukast um 3,4 milljarða króna milli ára og er það meðal annars sagt skýrast af fjölgun örorkulífeyrisþega. Vísað er til þess að bæði öryrkjum og ellilífeyrisþegum hafi fjölgað og bætur hækkað. Haldi þróunin áfram með sama hætti þurfi að óbreyttu að fjármagna það með skattheimtu eða lækkun framlaga til annarra mála. Samkvæmt tölum Tryggingastofnunar hefur fjöldi öryrkja tvöfaldast frá aldamótum og taldi hópurinn tæplega 22 þúsund manns í janúar. Þar af um átta þúsund manns vegna geðraskana og hefur sá fjöldi ríflega tvöfaldast á sama tíma. Formaður velferðarnefndar Alþingis telur skorta forvarnir. Halldóra Mogensen, formaður velferðarnefndar Alþingis. „Það þarf að minnka álag og streitu í lífi fólks. Mikið af þessari aukningu er bara fólk sem er í kulnun vegna þessa vinnumarkaðar. Við þurufm að skoða það að stytta vinnuvikuna," segir Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar. Frumvarp sem felur í sér umfangsmiklar breytingar á almennatryggingakerfinu er í vinnslu í velferðarráðuneytinu en samkvæmt því stendur til að taka upp starfsgetumat í stað örorkumats. „Mér skilst að það eigi að koma í vor. Ég veit að fólk er ekki sátt, Öryrkjabandalagið er ekki sátt við þessa nálgun," segir Halldóra. Öryrkjabandalagið hefur gagnrýnt frumvarpið harðlega og bent á að starfsgetumat hafi reynst mörgum öryrkjum erlendis illa. Vinnumarkaðurinn hafi ekki fylgt með störf fyrir fólk með skerta starfsgetu. Halldóra segir að fyrsta skrefið ætti að vera að afnema krónu á móti krónu skerðingu. „Það er skref í átt að því að auka þetta nauðsynlega traust sem þarf til þess að öryrkjar og fleiri geti treyst því að starfsgetumatið verði þeim í hag en ekki bara til að spara einhvern pening fyrir ríkið," segir Halldóra.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Bylgja Dís er látin Innlent Fleiri fréttir Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Sjá meira