Ekki tekist að opna fjölda plássa á legudeildum eftir sumarlokanir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. september 2019 19:00 Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp. „Það eru jafnvel þrjátíu sjúklingar á bráðamóttökunni sem eru að bíða eftir að komast til innlagnar á sérhæfðum legudeildum. Þetta er verra ástand en var á sama tíma í fyrra og þetta er ástand sem við höfum ekki séð áður nema þegar það hafa verið inflúensufaraldrar,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu rúm eftir sumarlokanir. „Eftir sumarlokanir þá geta ekki allar deildir opnað pláss sem voru opin fyrir sumarið. þannig vandinn í raun bara eykst hjá okkur,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku. Jón Magnús segir að sjúklingar bíði allt of lengi á bráðamóttökunni. „Við erum að sjá að þessir einstaklingar eru að bíða að meðaltali í fimmtán til tuttugu klukkustundir hver eftir því að komast upp á deildirnar ,“ segir Jón Magnús og bætir við að það skapi mikil þrengsl. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru aldraðir og fjölveikir. Ef að einstaklingar eru orðnir aldraðir og eru byrjaðir að fá minnisglöp þá er veruleg hætta á að þeir ruglist við þessar aðstæður,“ segir Jón Magnús. Framkvæmdastjórn Landspítalans ákvað á dögunum að fresta því að afnema svokallaðan vaktaálagsauka um þrjá mánuði en í sumar hafði verið tekin ákvörðun um að framlengja hann ekki í hagræðingarskyni. Ragna segir að ástandið muni versna til muna, verði vaktaálagsaukinn afnumin. „Við fáum kvartanir frá sjúklingum og aðstandendum sem við skiljum mjög vel. Þetta er ekki það ástand sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Magnús. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hefur aldrei verið eins slæmt á þessum árstíma og það er nú að sögn yfirlæknis. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu pláss á legudeildum spítalans eftir sumarlokanir. Þetta bitni verst á gömlu fólki með elliglöp. „Það eru jafnvel þrjátíu sjúklingar á bráðamóttökunni sem eru að bíða eftir að komast til innlagnar á sérhæfðum legudeildum. Þetta er verra ástand en var á sama tíma í fyrra og þetta er ástand sem við höfum ekki séð áður nema þegar það hafa verið inflúensufaraldrar,“ segir Jón Magnús Kristinsson, yfirlæknir á bráðamóttökunni. Ekki hefur tekist að opna ríflega tíu rúm eftir sumarlokanir. „Eftir sumarlokanir þá geta ekki allar deildir opnað pláss sem voru opin fyrir sumarið. þannig vandinn í raun bara eykst hjá okkur,“ segir Ragna Gústafsdóttir, deildarstjóri á bráðamóttöku. Jón Magnús segir að sjúklingar bíði allt of lengi á bráðamóttökunni. „Við erum að sjá að þessir einstaklingar eru að bíða að meðaltali í fimmtán til tuttugu klukkustundir hver eftir því að komast upp á deildirnar ,“ segir Jón Magnús og bætir við að það skapi mikil þrengsl. „Þetta bitnar verst á þeim sem eru aldraðir og fjölveikir. Ef að einstaklingar eru orðnir aldraðir og eru byrjaðir að fá minnisglöp þá er veruleg hætta á að þeir ruglist við þessar aðstæður,“ segir Jón Magnús. Framkvæmdastjórn Landspítalans ákvað á dögunum að fresta því að afnema svokallaðan vaktaálagsauka um þrjá mánuði en í sumar hafði verið tekin ákvörðun um að framlengja hann ekki í hagræðingarskyni. Ragna segir að ástandið muni versna til muna, verði vaktaálagsaukinn afnumin. „Við fáum kvartanir frá sjúklingum og aðstandendum sem við skiljum mjög vel. Þetta er ekki það ástand sem við viljum bjóða upp á,“ segir Jón Magnús.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Fleiri fréttir Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent