Hefur heimsótt 70 sveitarfélög gangandi með hjólbörur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 7. september 2019 19:30 Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson Árborg Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira
Hugi Garðarsson, tuttugu og eins árs Reykvíkingur hefur ekki setið auðum höndum síðustu mánuði því hann hefur gengið um landið með hjólbörur og heimsótt sjötíu sveitarfélög. Hugi hefur alltaf verið duglegur að ganga og hann ákvað fyrir löngu að hann vildi ganga til styrktar Krabbameinsfélaginu til minningar um ömmu sína, Guðrúnu Hall, sem lést úr krabbameini fyrir 5 árum. Hugi elskar að vera úti í náttúrunni og það hefur hann svo sannarlega verið í sumar því hann er búin að vera á gangi með hjólbörurnar sínar í þrjá mánuði. „Mér finnst mjög gaman að labba í Reykjavík, í vinnuna, í skóla eða hvað sem er. Mig langað að ýta þessu lengra, fara í næsta bæ, kringum Þingvallavatn og síðan ákvað ég bara að labba einn stóran hring í kringum þjóðveg númer eitt og svo núna þetta sumar ákvað ég að styrkja Krabbameinsfélagið með því að labba á sjötíu bæi, á hvern landshluta . Á Snæfellsnes, alla Vestfirði, Norðausturland, Norðurland, Austfirði, Suðurland og Reykjanes“, segir Hugi. Það er einnig hægt að styrkja Krabbameinsfélagið með því að leggja inn á þennan reikning.Magnús HlynurÞegar Hugi er spurður hvaða sveitarfélög hafi verið skemmtilegast að heimsækja stendur ekki á svarinu. „Ég myndi segja Austfirðirnir, bæirnir þar, Reyðarfjörður og Neskaupstaður. Annars voru Vestfirðirnir líka mjög skemmtilegir, ég hafði aldrei komið þangað, eins og Tálknafjörður, Bíldudalur, Patreksfjörður, þetta er allt svona mjög litlir, sætir og skemmtilegir bæir“. En af hverju er hann með hjólbörur með sér? „Nú til þess að hafa miklu meiri farangur en maður ætti að hafa. Annars er ég með gítar, kodda, helling af mat og kistu fulla af fötum, tölvu og öðru, sem ég þarf á að halda í hjólbörunum“.Hugi sem er landvörður í Skaftafelli stundar klassískan gítarleik og hefur notað tækifærið í göngu sumarsins að fara inn í kirkjur og spila á gítarinn. Hugi hefur nú þegar safnað um hálfri milljón fyrir Krabbameinsfélagið en hann vonast til að hann verði búin að ná mun hærri upphæð þegar göngunni lýkur við Þingvallavatn um miðjan mánuðinn. Hægt er að hringja í símanúmerið 908 – 1001 og styrkja gönguna hans Huga og þar með Krabbameinsfélagið með þúsund króna framlagi. Hugi er líka með Facebook síðuna „70 bæja hjólböruganga“ fyrir þá sem vilja fylgjast með honum. Hér má sjá Íslandskort og þær leiðir sem Hugi hefur gengið í sumar.Hugi Garðarsson
Árborg Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Kona réðst á pizzasendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Sjá meira