Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir sigur á Matteo Berrettini í undanúrslitum.
Þetta er í 27. sinn sem Nadal kemst í úrslitaleik á risamóti.
Spánverjinn mætir Daniil Medvedev frá Rússlandi í úrslitaleiknum. Medvedev vann Búlgarann Grigor Dimitrov í undanúrslitunum. Þetta er í fyrsta sinn sem Medvedev kemst í úrslit á risamóti.
Nadal hefur unnið 18 risatitla á ferlinum og sigri hann Medvedev í úrslitaleik Opna bandaríska vantar vann aðeins einn risatitil til að jafna met Rogers Federer.
Nadal hefur þrisvar sinnum hrósað sigri á Opna bandaríska; 2010, 2013 og 2017.
Nadal í úrslit og getur unnið nítjánda risatitilinn
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið


Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ
Handbolti



„Ég er 100% pirraður“
Enski boltinn

Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti?
Íslenski boltinn



„Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“
Íslenski boltinn
