Grimmur Bjarki Ómarsson tilbúinn fyrir bardaga í Finnlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 12:30 Bjarki Ómarsson á æfingu fyrr í vikunni. Mjölnir/Ásgeir Marteinsson. Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér. MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér.
MMA Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira