Grimmur Bjarki Ómarsson tilbúinn fyrir bardaga í Finnlandi Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 12:30 Bjarki Ómarsson á æfingu fyrr í vikunni. Mjölnir/Ásgeir Marteinsson. Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér. MMA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira
Bjarki Ómarsson berst MMA bardaga í Finnlandi í dag. Bjarki er tilbúinn fyrir hörku bardaga á heimavelli andstæðingsins. Mjölnismaðurinn Bjarki Ómarsson (1-1 sem atvinnumaður) er einn efnilegasti bardagamaður okkar Íslendinga. Eftir 11 áhugamannabardaga tók hann sinn fyrsta atvinnubardaga í desember 2017. Þá átti hann frábæra frammistöðu gegn sterkum andstæðingi en síðan þá hefur hann glímt við meiðsli og tapaði illa síðast þegar hann barðist. Nú fær Bjarki tækifæri á að minna á sig en hann berst á CAGE MMA bardagakvöldinu í Finnlandi í dag kl. 15:00. Bjarki mætir hinum finnska Joel Arolainen (1-0 sem atvinnumaður) í 66 kg fjaðurvigt. Arolainen er nokkuð efnilegur bardagamaður en hann nældi sér í silfur á Heimsmeistaramóti áhugamanna í MMA árið 2017. Þá barðist hann fimm bardaga á jafn mörgum dögum en tapaði úrslitabardaganum með minnsta mögulega mun. Það er því ljóst að Arolainen er hörku andstæðingur. Bjarki er staðráðinn í að gera betur en síðast og segist ætla að koma grimmur til leiks. „Ég er grimmari núna að keppa. Ég horfi ekki eins mikið á þetta sem bara íþrótt núna heldur alvöru bardaga, þetta er fight! Við erum að fara að slást og ég er bara að fara að rústa honum,“ sagði Bjarki við MMA Fréttir um bardagann. Bjarki hélt til Finnlands á fimmtudag ásamt Hrólfi Ólafssyni og Valentin Fels en þeir verða í horninu hjá honum í bardaganum. Bjarki er meira en tilbúinn í bardagann. „Ég er mjög tilbúinn í þetta eftir góðar æfingabúðir. Niðurskurðurinn gekk mjög vel og var auðveldur. Ég ætla bara að klára þetta, það er bara þannig.“ Bjarki er í fyrsta bardaga kvöldsins á CAGE 48 bardagakvöldinu en nánari upplýsingar um tímasetningu bardagans og streymi má finna hér.
MMA Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Tiger syrgir móður sína Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Aron Sig nýr fyrirliði KR Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Ármann áfram ósigrað eftir háspennuleik í Vesturbæ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum Tryggvi Snær skilaði sínu þegar Bilbao komst áfram ÍBV vann í Grafarvogi Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Allt sem þú þarft að vita um stærstu skipti síðari ára Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Álftnesingar sóttu stóra skyttu Tekur Pavel við Keflavík? Sjá meira