Bræður spila saman í U21-árs landsliðinu: Brynjólfur segist vera betri bróðirinn Anton Ingi Leifsson skrifar 5. september 2019 20:30 Bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Darri Willumssynir eru í leikmannahópnum hjá U21-árs landsliðinu sem mætir Lúxemborg á morgun. Willum Þór er orðinn atvinnumaður og yngri bróðir hans bíður eftir sínu tækifæri en nú eru þeir sameinaðir á nýjan leik í U21-árs landsliðinu. Arnar Björnsson ræddi við bræðurna á æfingu U21-árs landsliðsins í Víkinni í dag. „Það er bara mjög gaman. Það er gott að koma heim og fá að vera með honum,“ sagði Willum áður en Arnar spurði Brynjólf hvort að stóri bróðir væri fyrirmyndin hans: „Það er hægt að líta eitthvað upp til hans en annars einbeiti ég mér bara að sjálfum mér,“ en vill Brynjólfur verða betri bróðirinn? „Já, ég er það,“ sagði kokhraustur Brynjólfur. Willum Þór leikur í Hvíta-Rússlandi með Bate Borisov en hann var seldur þangað eftir að hafa skorað sex mörk í 28 leikjum fyrir Breiðablik. En hvernig er lífið úti? „Það er fínt. Ég er mjög lítið í Borisov þar sem ég bý í Minsk. Það er mjög fínt. Þetta er þægilegt,“ sagði Willum. En væri litli bróðir, Brynjólfur, til í að verða samherji hans þar? „Maður er alltaf til í að skoða eitthvað svoleiðis ef það kemur upp. Ég held að það sé mjög fínt að búa þarna,“ sagði Brynjólfur. Willum segir að bróðir sinn eigi að skoða það gaumgæfilega komi eitthvað gott tilboð eftir leiktíðina í Pepsi Max-deildinni en segir honum annars að bíða. „Ef það kemur eitthvað spennandi eftir tímabilið myndi ég skoða það en annars myndi ég taka eitt tímabil í viðbót og reyna fá enn sterkara lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem bræðurnir ræða meðal annars um leikina sem framundan eru. Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira
Bræðurnir Willum Þór og Brynjólfur Darri Willumssynir eru í leikmannahópnum hjá U21-árs landsliðinu sem mætir Lúxemborg á morgun. Willum Þór er orðinn atvinnumaður og yngri bróðir hans bíður eftir sínu tækifæri en nú eru þeir sameinaðir á nýjan leik í U21-árs landsliðinu. Arnar Björnsson ræddi við bræðurna á æfingu U21-árs landsliðsins í Víkinni í dag. „Það er bara mjög gaman. Það er gott að koma heim og fá að vera með honum,“ sagði Willum áður en Arnar spurði Brynjólf hvort að stóri bróðir væri fyrirmyndin hans: „Það er hægt að líta eitthvað upp til hans en annars einbeiti ég mér bara að sjálfum mér,“ en vill Brynjólfur verða betri bróðirinn? „Já, ég er það,“ sagði kokhraustur Brynjólfur. Willum Þór leikur í Hvíta-Rússlandi með Bate Borisov en hann var seldur þangað eftir að hafa skorað sex mörk í 28 leikjum fyrir Breiðablik. En hvernig er lífið úti? „Það er fínt. Ég er mjög lítið í Borisov þar sem ég bý í Minsk. Það er mjög fínt. Þetta er þægilegt,“ sagði Willum. En væri litli bróðir, Brynjólfur, til í að verða samherji hans þar? „Maður er alltaf til í að skoða eitthvað svoleiðis ef það kemur upp. Ég held að það sé mjög fínt að búa þarna,“ sagði Brynjólfur. Willum segir að bróðir sinn eigi að skoða það gaumgæfilega komi eitthvað gott tilboð eftir leiktíðina í Pepsi Max-deildinni en segir honum annars að bíða. „Ef það kemur eitthvað spennandi eftir tímabilið myndi ég skoða það en annars myndi ég taka eitt tímabil í viðbót og reyna fá enn sterkara lið.“ Innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan þar sem bræðurnir ræða meðal annars um leikina sem framundan eru.
Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Sjá meira