Áslaug Arna nýr dómsmálaráðherra Heimir Már Pétursson, Kjartan Kjartansson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 5. september 2019 17:26 Áslaug Arna í þingsal í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira
Nýr dómsmálaráðherra er Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra, tilkynnti um valið eftir fund þingflokks sjálfstæðismanna í Valhöll nú síðdegis. Áslaug Arna verður þar með næstyngsti ráðherrann í sögu Íslands, tæplega 29 ára gömul. Hún segist þakklát fyrir traustið sem henni er sýnt. Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra 13. mars í kjölfar þess að Mannréttindadómstóll Evrópu komst að þeirri niðurstöðu að skipan hennar á dómurum við Landsrétt hefði stangast á við mannréttindasáttmála Evrópu. Sjálf orðaði Sigríður það sem svo að hún hefði ákveðið að „stíga til hliðar“ í einhverjar vikur. Við embættinu tók tímabundið Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadótir. Áslaug Arna er 28 ára gömul, fædd 30. nóvember árið 1990. Hún er fimmti þingmaður Reykjavíkurkjördæmis norður og hefur verið varaformaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins og formaður utanríkismálanefndar. Þá er hún ritari flokksins. Hún settist fyrst á Alþingi árið 2016.Sjá einnig:Áslaug Arna um stjórnmálin: „Ég vil fara langt“ Þegar Bjarni greindi fjölmiðlum frá ákvörðuninni sagði hann Sjálfstæðisflokkinn treysta ungu fólki til að gegna áhrifastöðum í íslenskum stjórnmálum. „Áslaug er einn efnilegasti stjórnmálamaður Íslands. Hún hefur komið af miklum krafti inn í þingið og stýrt af öryggi og festu stórri nefnd í þinginu. Það er þess vegna vel hægt að treysta henni fyrir embætti dómsmálaráðherra,“ sagði Bjarni. Áslaug Arna var sjálf ekki viðstödd fundinn en hún var á þingmannaráðstefnu um sameiginlega utanríkis- og öryggistefnu Evrópusambandsins í Helsinki. „Ég er afskaplega þakklát fyrir þetta tækifæri að fá að gegna þessu mikilvæga tækifæri og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessu,“ sagði Áslaug Arna í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Áslaug Arna lauk stúdentsprófi frá Verslunarskóla Íslands árið 2010 og meistaraprófi í lögfræði frá Háskóla Íslands fyrir tveimur árum. Áður en hún settist á þing starfaði Áslaug Arna hjá jafningafræðslu Hins hússins árið 2010, sem blaðamaður á Morgunblaðinu frá 2011 til 2013, sem lögreglumaður hjá lögreglunni á Suðurlandi frá 2014 til 2015 og sem laganemi á lögmannsstofunni Juris árið 2016. Hún er nokkrum mánuðum yngri en Þórdís Kolbrún var þegar hún varð ráðherra. Eysteinn Jónsson var yngri þegar hann tók við embætti fjármálaráðherra árið 1934.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fleiri fréttir Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sjá meira