Ummæli Pence um Belti og braut „ekki alveg nákvæm“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 4. september 2019 19:45 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan. Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir Íslendinga ekki hafa hafnað Belti og braut, líkt og Mike Pence varaforseti Bandaríkjanna tjáði fjölmiðlum fyrir utan Höfða í dag. Guðlaugur Þór segir að Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kína og vilji efla viðskipti við landið. Forseti Kína kynnti verkefnið Belti og braut fyrir um sex árum. Verkefnið er byggt á hinni fornu Silkileið en belti stendur fyrir landleiðir og braut fyrir sjóleiðir. Sendiherra Kína á Íslandi, Jin Zhijian, sagði í viðtali við fréttastofu í byrjun september að verkefnið snúist í grófum dráttum um að ríki gangist undir tvíhliða samkomulag um aðkomu Kínverja að innviðauppbyggingu. Hann sagði Ísland passa fullkomlega inn í verkefnið. „Það er kannski ekki alveg nákvæmt,“ segir Guðlaugur Þór um ummæli Pence, sem þakkaði Íslendingum í dag fyrir að hafa ekki tekið þátt í Belti og braut. Ummælin komu mörgum á óvart, þar sem ekkert slíkt hafði fengið staðfest. „Við höfum ekki samþykkt það en við erum bara eins og margar aðrar þjóðir að skoða þau mál,“ segir Guðlaugur Þór. Guðlaugur segir að Íslendingar hafi lagt áherslu á að klára ýmsa samninga um útflutning á vörum. Íslendingar séu í miklum samskiptum við Kínverja og vilji efla viðskipti við landið.Hér að neðan má horfa á Pence svara spurningum fyrir utan Höfða í dag.Þá segir Guðlaugur að stefna Íslendinga sé skýr varðandi öryggis- og varnarmál á norðurslóðum. Lögð sé áhersla á frið og sjálfbærni, ekki aðeins í umhverfismálum heldur einnig í efnahags- og félagsmálum. Í aðdraganda heimsóknar Pence hingað til lands voru fréttir fluttar af því að Bandaríkin sæju Ísland jafnvel fyrir sér sem útstöð fyrir sprengjuvélar og kjarnorkuvopn. Guðlaugur Þór segir að þetta hafi ekki verið til umræðu á fundi sínum með Pence í Höfða. Þar hafi viðskiptamál verið rædd, Bandaríkjunum sé jafnframt fullkunnt um stefnu Íslands í kjarnorkumálum. „Það stendur ekki til að breyta henni,“ segir Guðlaugur Þór. Þá standi ekki til að opna hér bandaríska herstöð á ný og ekkert slíkt hafi verið rætt á fundinum. „Ég held það sé engin ástæða til að velta sér upp úr slíku og þó að herstöðinni hafi verið lokað þá er viðveran enn til staðar og ég hef ekki heyrt neinar hugmyndir um neitt annað.“Viðtal Elínar Margrétar Böðvarsdóttur fréttamanns við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Höfða í kvöld má sjá í spilaranum hér að neðan.
Bandaríkin Kína Utanríkismál Tengdar fréttir Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14 Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43 Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Koma varaforseta Bandaríkjanna hefur margar mismerkilegar afleiðingar í för með sér. 4. september 2019 15:14
Hvatti Íslendinga til að hafna Huawei Mike Pence segir að í ljósi aukins áhuga Rússa og Kínverja á norðurslóðum hafi aldrei verið mikilvægara fyrir Bandaríkin að tryggja góð samskipti við Ísland. 4. september 2019 16:43
Pence hafður að háði og spotti og hann atyrtur á samfélagsmiðlum Aðstoðarforseti Bandaríkjanna fær það óþvegið á samfélagsmiðlum. 4. september 2019 12:17