Þorði ekki á veiðar vegna lífvarða Pence Jakob Bjarnar skrifar 4. september 2019 15:14 Sigtryggur Ari þorði ekki að fara með byssur sínar út í bíl vegna lífvarða Pence og þurfti því að fresta för sinni austur á land. fbl/Sigtryggur Ari „Já, það er óþarfi að espa þessa kalla,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu. Allt þjóðfélagið er meira og minna í uppnámi nú þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er hér að hitta mann og annan. Mikill viðbúnaður er, þyrlur og leyniskyttur gráar fyrir járnum. Sem svo varð til þess að Sigtryggur Ari þurfti að fresta för sinni. Hann er á leið austur á land, á hreindýraveiðar og þarf vitaskuld að fara með byssur sínar út í bíl. „Ég bý í Laugarnesi. Pence er á fundi í næstu götu. Það hangir þyrla yfir húsinu mínu og ekki glæta að ég setji vopnin út í bíl fyrr en þetta er liðið hjá. Ekki séns,“ segir Sigtryggur Ari á Facebook og hefur þetta öðrum þræði í flimtingum. „Mér var um og ó,“ segir Sigtryggur Ari í samtali við Vísi. Hann lét sig samt hafa það að beina myndavél sinni að þyrlunni. „Ég veit alveg hvað til míns friðar heyrir. Ég er þaulreyndur í svona prjáli og hef starfað lengi á hliðarlínunni með myndavélina,“ segir ljósmyndarinn og telur ekki vert að storka lífvörðum Pence. En, þetta varð til að fresta för hans austur um klukkutíma. Þegar Vísir ræddi við Sigtrygg Ara var hann kominn út á hlað, búinn að koma búnaði sínum fyrir í farartækinu og þess albúinn að aka af stað austur á bóginn. Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
„Já, það er óþarfi að espa þessa kalla,“ segir Sigtryggur Ari Jóhannsson ljósmyndari á Fréttablaðinu. Allt þjóðfélagið er meira og minna í uppnámi nú þegar varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, er hér að hitta mann og annan. Mikill viðbúnaður er, þyrlur og leyniskyttur gráar fyrir járnum. Sem svo varð til þess að Sigtryggur Ari þurfti að fresta för sinni. Hann er á leið austur á land, á hreindýraveiðar og þarf vitaskuld að fara með byssur sínar út í bíl. „Ég bý í Laugarnesi. Pence er á fundi í næstu götu. Það hangir þyrla yfir húsinu mínu og ekki glæta að ég setji vopnin út í bíl fyrr en þetta er liðið hjá. Ekki séns,“ segir Sigtryggur Ari á Facebook og hefur þetta öðrum þræði í flimtingum. „Mér var um og ó,“ segir Sigtryggur Ari í samtali við Vísi. Hann lét sig samt hafa það að beina myndavél sinni að þyrlunni. „Ég veit alveg hvað til míns friðar heyrir. Ég er þaulreyndur í svona prjáli og hef starfað lengi á hliðarlínunni með myndavélina,“ segir ljósmyndarinn og telur ekki vert að storka lífvörðum Pence. En, þetta varð til að fresta för hans austur um klukkutíma. Þegar Vísir ræddi við Sigtrygg Ara var hann kominn út á hlað, búinn að koma búnaði sínum fyrir í farartækinu og þess albúinn að aka af stað austur á bóginn.
Heimsókn Mike Pence Tengdar fréttir Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Sjá meira
Vaktin: Íslandsheimsókn Mike Pence Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, er væntanlegur til landsins í dag ásamt eiginkonu sinni, Karen Pence. 4. september 2019 09:00