Leitar uppi stolin hjól Björn Þorfinnsson skrifar 4. september 2019 06:15 Andri Már Sigurðsson endurheimti hjólið sitt í gær með aðstoð Bjartmars sem má með sanni segja að sé hjólahvíslari Reykjavíkur. Fréttablaðið/ERNIR Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í sumar varaði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuðborgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipulagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mánuðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir tilviljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hugboð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjartmars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýsingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á ritstjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlendum hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullulása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég einhver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélagsmiðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is
Birtist í Fréttablaðinu Lögreglumál Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels