Féllu frá fimm milljóna evra kröfum Helgi Vífill Júlíusson skrifar 4. september 2019 07:30 Lykilstjórnendur Marorku keyptu félagið af þrotabúi í fyrra. Gunnar Stefánsson, Darri Gunnarsson framkvæmdastjóri og Haraldur Orri Björnsson. Þrotabú Marorku International og dótturfélög féllu frá kröfum að fjárhæð 5,2 milljónir evra, jafnvirði tæplega 730 milljóna króna, gagnvart Marorku ehf. en það selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip. Niðurfelling krafna var gerð samhliða kaupum lykilstjórnenda á félaginu. Þeir keyptu einnig Marorku Singapore PTE. Þetta kemur fram í ársreikningi Marorku ehf. fyrir árið 2018. Kaupin má rekja til þess að í febrúar 2018 varð móðurfyrirtækið Marorka International úrskurðað gjaldþrota. Í kjölfar þess sömdu lykilstarfsmenn Marorku ehf. um kaup á fyrirtækinu. Á sama tíma féll Marorka ehf. frá kröfum gagnvart Markroku Singapore PTE að fjárhæð 394 þúsund evrur. Hlutafé Marorku ehf. var jafnframt aukið um 34,3 þúsund evrur eða tæplega fimm milljónir króna. Starfsmönnum fækkaði um 25 eftir gjaldþrot móðurfélagsins og voru starfsmenn Marorku níu við árslok 2018. Eftir endurskipulagningu á fjárhag félagsins var eigið fé 1,1 milljón evra og eiginfjárhlutfallið 34 prósent við árslok 2018. Tekjur fyrirtækisins drógust saman um þriðjung á milli ára og voru 2,2 milljónir evra árið 2018, jafnvirði 314 milljóna króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 111 þúsund evrur en árið áður var tapið um milljón evra. Fram kom í ársreikningi 2017 að rekstrarkostnaður á fyrstu fimm mánuðum ársins 2018 hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Stjórnendur horfi því bjartir fram á veginn. Fréttin hefur verið leiðrétt en eigið fé Marorku var rangt í fyrri útgáfu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Þrotabú Marorku International og dótturfélög féllu frá kröfum að fjárhæð 5,2 milljónir evra, jafnvirði tæplega 730 milljóna króna, gagnvart Marorku ehf. en það selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip. Niðurfelling krafna var gerð samhliða kaupum lykilstjórnenda á félaginu. Þeir keyptu einnig Marorku Singapore PTE. Þetta kemur fram í ársreikningi Marorku ehf. fyrir árið 2018. Kaupin má rekja til þess að í febrúar 2018 varð móðurfyrirtækið Marorka International úrskurðað gjaldþrota. Í kjölfar þess sömdu lykilstarfsmenn Marorku ehf. um kaup á fyrirtækinu. Á sama tíma féll Marorka ehf. frá kröfum gagnvart Markroku Singapore PTE að fjárhæð 394 þúsund evrur. Hlutafé Marorku ehf. var jafnframt aukið um 34,3 þúsund evrur eða tæplega fimm milljónir króna. Starfsmönnum fækkaði um 25 eftir gjaldþrot móðurfélagsins og voru starfsmenn Marorku níu við árslok 2018. Eftir endurskipulagningu á fjárhag félagsins var eigið fé 1,1 milljón evra og eiginfjárhlutfallið 34 prósent við árslok 2018. Tekjur fyrirtækisins drógust saman um þriðjung á milli ára og voru 2,2 milljónir evra árið 2018, jafnvirði 314 milljóna króna. Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 111 þúsund evrur en árið áður var tapið um milljón evra. Fram kom í ársreikningi 2017 að rekstrarkostnaður á fyrstu fimm mánuðum ársins 2018 hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Stjórnendur horfi því bjartir fram á veginn. Fréttin hefur verið leiðrétt en eigið fé Marorku var rangt í fyrri útgáfu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira