Milos: Það er ekki hægt að gera alla ánægða í þjálfarastarfinu Anton Ingi Leifsson skrifar 3. september 2019 20:00 Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“ Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira
Serbneski knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic hefur slegið í gegn í Svíþjóð með liði sínu Mjallby sem gæti verið á leiðinni upp í sænsku úrvalsdeildina. Milos er 36 ára gamall en hann þjálfaði hjá Víkingum og Breiðablik áður en hann hélt til Svíþjóðar og tók við Mjallby. Mjallby leiðir í sænsku B-deildinni eftir 22 umferðir en þeir komu upp úr C-deildinni á síðustu leiktíð. „Við erum með lægsta fjármagnið í B-deildinni. Veltan hjá félaginu er 15 til 16 milljónir sænskrar króna,“ sagði Milos í samtali við Hörð Magnússon en hann segir að forráðamennirnir séu hissa. „Þetta kom þeim líka á óvart. Skipulagið hjá félaginu er ekki tilbúið að fara upp í úrvalsdeildina á næsta ári en ég vil alls ekki stoppa.“ Milos starfaði hér lengi; fyrst sem leikmaður, svo aðstoðarþjálfari og að lokum þjálfari, eins og áður segir hjá Víkingi og Breiðabliki. „Ég held að ég sé betri þjálfari í dag en þegar ég var hjá Víkingi. Það er ekki hægt þegar þú ert í þjálfarastarfi að gera alla ánægða og það er ekki mín pæling.“ Milos telur sig eiga sinn hlut í Víkingsliðinu sem er komið í bikarúrslit í dag. „Ég held að ég hafi skilað góðri vinnu hjá Víkingi. Ég vil ekki taka neitt af Arnari því hann er búinn að gera frábæra hluti og allir í kringum liðið sem og stjórnarmenn.“ „En ef þú horfir á leikmennina eru kannski Guðmundur Atli, Kári og Sölvi þeir einu sem ég hef ekki þjálfað, spilað eða lyft upp í meistaraflokk. Það er ekki slæmt.“ Það gustaði aðeins um Milos er hann var hér heima en hann segir að hann sé rólegri nú en áður enda búinn að þroskast. „Ég er aðeins auðmýkri núna en ég var áður. Ég þarf ekkert að sanna eitt fyrir einum né neinum. Ég þarf bara að sanna fyrir sjálfum mér að ég sé betri þjálfari á hverjum degi sem líður.“ En er sænska B-deildin betri en sú íslenska? „Deildin er með meiri ákefð og meiri styrk. Þú færð minni tíma. Gæðin eru hér og hugarfarið er frábært. Það er kannski synd að Óttar og Gísli komu heim því þeir settu sér sjálfir of há markmið,“ en Óttar Magnús Karlsson og Gísli Eyjólfsson voru á mála hjá Mjallby en eru komnir heim. „Ég var ekki óánægður með þá en þeir vildu nota Mjallby sem stökkpall og fara lengra. Þegar það byrjar ekki vel ertu ekki með sjálfstraust og þá er erfiðara að komast í liðið. Þú þarft að velja rétt verkefni þegar þú ferð út.“
Pepsi Max-deild karla Sænski boltinn Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Hörður undir feldinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Enski boltinn Dagskráin í dag: Nágrannaslagir í Bestu karla og Bónus kvenna Sport „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Olmo hetja Börsunga Dramatík í Manchester Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Maður leiksins fékk lifandi lamb í verðlaun Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Þjálfari Nóels Atla rekinn eftir tapið gegn Íslendingaliði Sönderjyske „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Sjá meira