Búist við miklum umferðartöfum vegna komu varaforsetans Kjartan Kjartansson skrifar 3. september 2019 17:40 Heimsókn Mike Pence mun hafa mikil áhrif á umferð í höfuðborginni á morgun, sérstaklega í kringum Höfða. Vísir/Vilhelm Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum. Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Sæbraut og Borgartúni verður lokað um tíma á morgun vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að búast megi við miklum töfum á umferð bifreiða vegna lokananna. Höfði við Borgartún hefur verið girtur af vegna heimsóknarinnar. Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir við Vísi að vítækar götulokanir verði vegna heimsóknarinnar á morgun. Þær afmarkist af Snorrabraut, Sæbraut og Kringlumýrarbraut. Byrjað verði að loka einhverjum götum strax í fyrramálið en lokanir taki gildi af fullum þunga undir hádegi. Þannig verði Sæbraut, ein helsta umferðaræð borgarinnar, lokuð frá hádegi og fram eftir degi. Þá segir Ásgeir Þór að gera megi ráð fyrir miklu inngripi í umferð þegar bílalest varaforsetans verður á ferðinni. „Þetta mun hafa víðtæk áhrif á umferðina í Reykjavík á morgun,“ segir hann. Ríkisútvarpið segir að stórt svæði umhverfis Höfða hafi verið girt af í dag en þar fundar Pence með Guðlaugi Þór Þórðarsyni, utanríkisráðherra, á morgun. Búist er við einhverjum mótmælum vegna heimsóknar Pence en hann er meðal annars þekktur fyrir íhaldssamar skoðanir á réttindum hinsegin fólks. Lokað verður fyrir alla umferð á Sæbraut á milli Kringlumýrarbrautar og Snorrabrautar. Lokað verður frá hádegi þar til síðdegis. Öllum akreinum Sæbrautar verður lokað. Þetta kemur fram í tilkynningu lögreglu. Þá má gera ráð fyrir að talsverðar tafir verði á höfuðborgarsvæðinu áálagstímum. Hluta Borgartúns verður einnig lokaðá meðan á heimsókn varaforsetans stendur. Einhverjar breytingar geta orðiðáþessum áætlunum.
Bandaríkin Heimsókn Mike Pence Reykjavík Tengdar fréttir Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37 Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47 Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07 Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23 Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47 Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Flokkur herflugvéla í Keflavík vegna komu Pence Stórum og miklum flutningavélum úr herafla Bandaríkjanna var flogið til Keflavíkur í gærkvöldi og vakti koma þeirra mikla athygli. 3. september 2019 10:37
Ellefu félagasamtök boða til mótmæla vegna „ógeðfelldrar“ stefnu Mike Pence Ellefu félagsmenn hafa tekið höndum saman og boðað til mótmæla vegna heimsóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna. 3. september 2019 11:47
Guðlaugur Þór lét snyrta skeggið sem hafði fengið dræmar undirtektir Gerði þetta í aðdraganda fundar með Mike Pence. 3. september 2019 13:07
Mike Pence hættir við hádegisverð með Guðna vegna breyttrar ferðatilhögunar Pence er væntanlegur til landsins á morgun en hann mun meðal annars funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra en síðar um kvöldið mun hann funda með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra sem einnig er væntanleg til landsins. 3. september 2019 16:23
Íslendingar megi ekki verða undirokaðir skósveinar í valdabrölti heimsveldis Smári sagðist ætla að fylgjast grannt með gangi mála og gera sitt besta til að ekkert fari úr böndunum. Hann virti fyrir sér viðbúnaðinn í morgunn. 3. september 2019 14:47