Sextíu heimilislausir bíða úrræða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 3. september 2019 12:30 Efnt hefur verið til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg. Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira
Móðir manns sem lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra hefur efnt til samstöðufundar fyrir utan ráðhúsið í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Stefnt er að því að ná saman þrjú hundruð manns, eða jafn stórum hóp og talinn er vera á götunni í dag. Formaður velferðarráðs borgarinnar segir ganga erfiðlega að finna lóðir fyrir smáhýsi en markmiðið sé að koma öllum í skjól fyrir veturinn. Aðstandendur Minningarsjóðs Þorbjörn Hauks, sem nefnist Öruggt skjól, hafa efnt til þöguls samstöðufundar fyrir utan Ráðhús Reykjavíkur klukkan þrjú í dag til að vekja athygli á stöðu heimilislausra. Þorbjörn lést í gistiskýlinu við Lindargötu í október í fyrra. Hann þróaði með sér alkóhólisma fyrir um þrjátíu árum eftir að hafa lent í mótorhjólaslysi og hafði búið á götunni um langa hríð. Guðrún Hauksdóttir Schmidt, móðir Þorbjörns stofnaði sjóðinn. Markmiðið er að ná um þrjú hundruð manns á fundinn, eða jafn stórum hóp og er á götunni í dag.Þorbjörn Haukur og móðir hans Guðrún Hauksdóttir Schmidt. Haukur lést í gistiskýlinu við Lindargötu í fyrra.„Fólkið sem býr á götunni hefur aldrei haft neina rödd. Þannig að við stóðum upp og við ætlum að vera rödd þeirra," segir Guðrún. Hún telur yfirvöld hafa verið aðgerðarlaus of lengi. „Þau hafa verið allt of róleg í tíðinni. Það er fyrst núna sem eitthvað er að gerast. Og ég held að Öruggt skjól eigi þátt í því, ásamt öðrum hópum sem eru að starfa að sömu málefnum," segir hún. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, segir heildarfjölda þeirra sem eiga við mikinn vanda að stríða og þurfa fjölþætta þjónustu telja um þrjú hundruð manns. Flestir séu hins vegar með einhverns konar þak yfir höfuðið, ýmist á vegum borgarinnar eða ríkisins „En við erum með sextíu einstaklinga sem eru á bið eftir húsnæði hjá okkur, fyrir fólk sem er heimilislaust og með miklar þjónustuþarfir," segir Heiða.Erfitt að finna lóðir fyrir smáhýsi Reykjavíkurborg hefur unnið að því að fjölga plássum í neyðarskýlum. Í lok september verður opnað nýtt skýli fyrir unga fíkniefnaneytendur þar sem fimmtán pláss verða. Undanfarin ár hafa heimilislausir leitað á tjaldsvæðið í Laugardal og segir Heiða að sá kostur verði í boði í vetur og ekki á að vísa neinum þaðan. Markmiðið er hins vegar að koma upp varanlegri úrræðum. Í lok október verður opnað húsnæði fyrir tvígreindar konur með geð- og fíknivanda. Erfiðlega gengur hins vegar að finna lóðir fyrir smáhýsi fyrir heimilislausa. „Við erum búin að fá átta smáhýsi sem bíða eftir því að vera sett niður á lóðir. Það hefur reynst okkur erfiðlega að finna lóðir sem sótt er um og ég eiginlega biðla svolítið til Reykvíkinga um að sýna því skilning að við þurfum að finna þessum húsum lóðir í okkar umhverfi. Þetta eru einstaklingar sem búa í Reykjavík, eru Reykvíkingar, og vantar bara heimili. Og við hljótum að geta unnið að því saman að finna lóðir fyrir þessi hús," segir Heiða Björg.
Borgarstjórn Félagsmál Reykjavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Fleiri fréttir „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Sjá meira