Einkunnir Íslendinga eftir sigurinn á Slóvökum: Elín Metta stóð upp úr Íþróttadeild skrifar 2. september 2019 21:09 Elín Metta fagnar. Hún er komin með þrjú mörk í undankeppni EM. vísir/vilhelm Ísland vann torsóttan 1-0 sigur á Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Líkt og gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn var hún besti leikmaður Íslands. Ísland er með sex stig af sex mögulegum í undankeppninni. Liðið mætir Lettlandi á útivelli í næsta leik sínum í undankeppninni 8. október.Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Hafði nánast ekkert að gera nema verja 2-3 hættulítil langskot Slóvaka. Gerði það litla sem hún þurfti að gera vel.Ásta Eir Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð vaktina í vörninni vel í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. Gerði sig reyndar seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum sem leiddi til besta færis Slóvakíu á 86. mínútu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti stóran þátt í sigurmarkinu. Löng sending hennar fram völlinn rataði á kollinn á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skallaði áfram á Elínu Mettu. Langar sendingar Glódísar fram völlinn voru eitt helsta sóknarvopn Íslands. Átti afar náðugan dag í vörninni.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Réði auðveldlega við máttlausar sóknaraðgerðir Slóvaka. Skilaði boltanum vel frá sér.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Örugg í vörninni og var dugleg að styðja við sóknina. Átti nokkrar afbragðs fyrirgjafir sem samherjar hennar hefðu mátt nýta betur.Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 6 Byrjaði af krafti, var mjög lífleg og bjó til ágætis færi. Gaf verulega eftir eftir því sem leið á leikinn og var tekin af velli skömmu fyrir sigurmarkið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Var aftarlega á miðjunni og ekki mjög áberandi. Að venju vinnusöm og kraftmikil. Brá sér í sóknina og lagði upp markið fyrir Elínu Mettu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Full varfærinn í sendingum og valdi of oft öruggasta kostinn í stöðunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni og dreif íslenska liðið áfram.Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir frábæru innkomu gegn Ungverjalandi en sýndi ekki sitt rétta andlit í kvöld. Fór illa með gott færi í fyrri hálfleik.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 5 Hefði hæglega getað skorað 1-2 mörk. Hefur oftast átt betri landsleiki og spurning hvort hún nýtist landsliðinu best í þessari stöðu.Elín Metta Jensen, framherji 8 Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið róleg í þeim fyrri. Skoraði frábært mark og var alltaf ógnandi. Er greinilega að springa úr sjálfstrausti og hefur eignað sér framherjastöðuna í íslenska liðinu.Varamenn:Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Svövu Rós á 55. mínútu) 7 Átti kröftuga innkomu. Lét reyna á Mariu Korenčiová skömmu áður en sigurmarkið kom. Átti svo annað ágætis skot í uppbótartíma.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 63. mínútu) 6 Var ekki jafn áberandi og Hlín en átti ágæta spretti.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 80. mínútu) Lék of stutt til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Ísland vann torsóttan 1-0 sigur á Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Líkt og gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn var hún besti leikmaður Íslands. Ísland er með sex stig af sex mögulegum í undankeppninni. Liðið mætir Lettlandi á útivelli í næsta leik sínum í undankeppninni 8. október.Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Hafði nánast ekkert að gera nema verja 2-3 hættulítil langskot Slóvaka. Gerði það litla sem hún þurfti að gera vel.Ásta Eir Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð vaktina í vörninni vel í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. Gerði sig reyndar seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum sem leiddi til besta færis Slóvakíu á 86. mínútu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti stóran þátt í sigurmarkinu. Löng sending hennar fram völlinn rataði á kollinn á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skallaði áfram á Elínu Mettu. Langar sendingar Glódísar fram völlinn voru eitt helsta sóknarvopn Íslands. Átti afar náðugan dag í vörninni.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Réði auðveldlega við máttlausar sóknaraðgerðir Slóvaka. Skilaði boltanum vel frá sér.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Örugg í vörninni og var dugleg að styðja við sóknina. Átti nokkrar afbragðs fyrirgjafir sem samherjar hennar hefðu mátt nýta betur.Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 6 Byrjaði af krafti, var mjög lífleg og bjó til ágætis færi. Gaf verulega eftir eftir því sem leið á leikinn og var tekin af velli skömmu fyrir sigurmarkið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Var aftarlega á miðjunni og ekki mjög áberandi. Að venju vinnusöm og kraftmikil. Brá sér í sóknina og lagði upp markið fyrir Elínu Mettu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Full varfærinn í sendingum og valdi of oft öruggasta kostinn í stöðunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni og dreif íslenska liðið áfram.Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir frábæru innkomu gegn Ungverjalandi en sýndi ekki sitt rétta andlit í kvöld. Fór illa með gott færi í fyrri hálfleik.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 5 Hefði hæglega getað skorað 1-2 mörk. Hefur oftast átt betri landsleiki og spurning hvort hún nýtist landsliðinu best í þessari stöðu.Elín Metta Jensen, framherji 8 Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið róleg í þeim fyrri. Skoraði frábært mark og var alltaf ógnandi. Er greinilega að springa úr sjálfstrausti og hefur eignað sér framherjastöðuna í íslenska liðinu.Varamenn:Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Svövu Rós á 55. mínútu) 7 Átti kröftuga innkomu. Lét reyna á Mariu Korenčiová skömmu áður en sigurmarkið kom. Átti svo annað ágætis skot í uppbótartíma.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 63. mínútu) 6 Var ekki jafn áberandi og Hlín en átti ágæta spretti.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 80. mínútu) Lék of stutt til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Fótbolti Sektin hans Messi er leyndarmál Fótbolti Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Fótbolti Fleiri fréttir „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Liverpool rak stjóra kvennaliðsins Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Vilja banna fullorðnum leikmönnum að nota barnalegghlífar Tekinn af velli eftir að hann fékk morðhótanir úr stúkunni Sektin hans Messi er leyndarmál Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Elísabet byrjar á tveimur töpum Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Komnir með þrettán stiga forskot Markalaust í Skírisskógi en Everton heldur áfram að safna stigum Fimm mörk, rautt spjald og kærkominn sigur United Haaland sneri aftur og var hetjan Atli Sigurjóns framlengir við KR Darwin Núnez langt frá efstu mönnum í klúðruðum dauðafærum Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Tannvesen á Mbappé sem spilar ekki í kvöld Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Ótrúlegir taktar á æfingu hjá Pablo Punyed Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR „Fyrr skal ég dauður liggja“ Slot í bann og stýrir Liverpool ekki í kvöld Allt annað en sáttur með Frey FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ „Þær eru skíthræddar við okkur í lokin“ Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45