Einkunnir Íslendinga eftir sigurinn á Slóvökum: Elín Metta stóð upp úr Íþróttadeild skrifar 2. september 2019 21:09 Elín Metta fagnar. Hún er komin með þrjú mörk í undankeppni EM. vísir/vilhelm Ísland vann torsóttan 1-0 sigur á Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Líkt og gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn var hún besti leikmaður Íslands. Ísland er með sex stig af sex mögulegum í undankeppninni. Liðið mætir Lettlandi á útivelli í næsta leik sínum í undankeppninni 8. október.Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Hafði nánast ekkert að gera nema verja 2-3 hættulítil langskot Slóvaka. Gerði það litla sem hún þurfti að gera vel.Ásta Eir Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð vaktina í vörninni vel í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. Gerði sig reyndar seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum sem leiddi til besta færis Slóvakíu á 86. mínútu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti stóran þátt í sigurmarkinu. Löng sending hennar fram völlinn rataði á kollinn á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skallaði áfram á Elínu Mettu. Langar sendingar Glódísar fram völlinn voru eitt helsta sóknarvopn Íslands. Átti afar náðugan dag í vörninni.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Réði auðveldlega við máttlausar sóknaraðgerðir Slóvaka. Skilaði boltanum vel frá sér.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Örugg í vörninni og var dugleg að styðja við sóknina. Átti nokkrar afbragðs fyrirgjafir sem samherjar hennar hefðu mátt nýta betur.Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 6 Byrjaði af krafti, var mjög lífleg og bjó til ágætis færi. Gaf verulega eftir eftir því sem leið á leikinn og var tekin af velli skömmu fyrir sigurmarkið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Var aftarlega á miðjunni og ekki mjög áberandi. Að venju vinnusöm og kraftmikil. Brá sér í sóknina og lagði upp markið fyrir Elínu Mettu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Full varfærinn í sendingum og valdi of oft öruggasta kostinn í stöðunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni og dreif íslenska liðið áfram.Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir frábæru innkomu gegn Ungverjalandi en sýndi ekki sitt rétta andlit í kvöld. Fór illa með gott færi í fyrri hálfleik.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 5 Hefði hæglega getað skorað 1-2 mörk. Hefur oftast átt betri landsleiki og spurning hvort hún nýtist landsliðinu best í þessari stöðu.Elín Metta Jensen, framherji 8 Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið róleg í þeim fyrri. Skoraði frábært mark og var alltaf ógnandi. Er greinilega að springa úr sjálfstrausti og hefur eignað sér framherjastöðuna í íslenska liðinu.Varamenn:Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Svövu Rós á 55. mínútu) 7 Átti kröftuga innkomu. Lét reyna á Mariu Korenčiová skömmu áður en sigurmarkið kom. Átti svo annað ágætis skot í uppbótartíma.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 63. mínútu) 6 Var ekki jafn áberandi og Hlín en átti ágæta spretti.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 80. mínútu) Lék of stutt til að fá einkunn. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Ísland vann torsóttan 1-0 sigur á Slóvakíu í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2021 á Laugardalsvelli í kvöld. Elín Metta Jensen skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu. Líkt og gegn Ungverjalandi á fimmtudaginn var hún besti leikmaður Íslands. Ísland er með sex stig af sex mögulegum í undankeppninni. Liðið mætir Lettlandi á útivelli í næsta leik sínum í undankeppninni 8. október.Einkunnagjöf Vísis má sjá hér fyrir neðan.Byrjunarliðið:Sandra Sigurðardóttir, markvörður 6 Hafði nánast ekkert að gera nema verja 2-3 hættulítil langskot Slóvaka. Gerði það litla sem hún þurfti að gera vel.Ásta Eir Árnadóttir, hægri bakvörður 6 Stóð vaktina í vörninni vel í sínum fyrsta keppnisleik fyrir íslenska landsliðið. Gerði sig reyndar seka um slæm mistök þegar hún tapaði boltanum sem leiddi til besta færis Slóvakíu á 86. mínútu.Glódís Perla Viggósdóttir, miðvörður 7 Átti stóran þátt í sigurmarkinu. Löng sending hennar fram völlinn rataði á kollinn á Gunnhildi Yrsu Jónsdóttur sem skallaði áfram á Elínu Mettu. Langar sendingar Glódísar fram völlinn voru eitt helsta sóknarvopn Íslands. Átti afar náðugan dag í vörninni.Ingibjörg Sigurðardóttir, miðvörður 6 Réði auðveldlega við máttlausar sóknaraðgerðir Slóvaka. Skilaði boltanum vel frá sér.Hallbera Gísladóttir, vinstri bakvörður 7 Örugg í vörninni og var dugleg að styðja við sóknina. Átti nokkrar afbragðs fyrirgjafir sem samherjar hennar hefðu mátt nýta betur.Fanndís Friðriksdóttir, hægri kantmaður 6 Byrjaði af krafti, var mjög lífleg og bjó til ágætis færi. Gaf verulega eftir eftir því sem leið á leikinn og var tekin af velli skömmu fyrir sigurmarkið.Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, miðjumaður 6 Var aftarlega á miðjunni og ekki mjög áberandi. Að venju vinnusöm og kraftmikil. Brá sér í sóknina og lagði upp markið fyrir Elínu Mettu.Sara Björk Gunnarsdóttir, miðjumaður 6 Full varfærinn í sendingum og valdi of oft öruggasta kostinn í stöðunni, sérstaklega í fyrri hálfleik. Lék betur í þeim seinni og dreif íslenska liðið áfram.Svava Rós Guðmundsdóttir, vinstri kantmaður 5 Fékk tækifæri í byrjunarliðinu eftir frábæru innkomu gegn Ungverjalandi en sýndi ekki sitt rétta andlit í kvöld. Fór illa með gott færi í fyrri hálfleik.Dagný Brynjarsdóttir, sóknarmiðjumaður 5 Hefði hæglega getað skorað 1-2 mörk. Hefur oftast átt betri landsleiki og spurning hvort hún nýtist landsliðinu best í þessari stöðu.Elín Metta Jensen, framherji 8 Tók yfir leikinn í seinni hálfleik eftir að hafa verið róleg í þeim fyrri. Skoraði frábært mark og var alltaf ógnandi. Er greinilega að springa úr sjálfstrausti og hefur eignað sér framherjastöðuna í íslenska liðinu.Varamenn:Hlín Eiríksdóttir - (Kom inn á fyrir Svövu Rós á 55. mínútu) 7 Átti kröftuga innkomu. Lét reyna á Mariu Korenčiová skömmu áður en sigurmarkið kom. Átti svo annað ágætis skot í uppbótartíma.Agla María Albertsdóttir - (Kom inn á fyrir Fanndísi á 63. mínútu) 6 Var ekki jafn áberandi og Hlín en átti ágæta spretti.Berglind Björg Þorvaldsdóttir - (Kom inn á fyrir Dagnýju á 80. mínútu) Lék of stutt til að fá einkunn.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-0 | Elín Metta bjargaði deginum Ísland hefur unnið báða leiki sína í undankeppni EM 2021. 2. september 2019 20:45