Fordæmalaust hamfaraveður Jóhann K. Jóhannsson skrifar 2. september 2019 19:15 Fellibylurinn Dorian hefur gert mikinn usla á Bahamaeyjum AP/Gerald Herbert Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Átta ára gamall drengur drukknaði þegar fellibylurinn Dorian gekk yfir Bahamaeyjar í nótt. Gríðarleg eyðilegging blasir við og segja yfirvöld að tala látinna og slasaðra muni hækka. Fellibylurinn nær ströndum Flórída í kvöld. Hægt og rólega hefur hinn ógnarsterki fellibylur Dorian færst yfir eyjar Bahama og skilur hann eftir sig gríðarlega eyðileggingu. Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. Fellibyljamiðstöðin í Bandaríkjunum greindi frá því í nótt að ástandið á eyjunum væri grafalvarlegt en meðal vindhraði hefur náð áttatíu metrum á sekúndu. Fellibylurinn er sá öflugasti sem hefur gengið yfir Bahama frá upphafi mælinga. Dorian nær líklega að Flórídaskaga í kvöld og eru íbúar þar viðbúnir því versta þó svo að fellibylurinn hafi breytt af leið á síðustu dögum. Gert er ráð fyrir að veðurhamurinn nái svo til Suður-Karólínu á miðvikudag og hefur íbúum verið skylt að yfirgefa svæðið.AP/Ramon EspinosaÍbúar í Suður-Karólínu skylt að yfirgefa svæðið þar sem Dorian mun fara um „Þetta er mjög skæður fellibylur, vindhraðinn er um 80 m/sek með kviðum allt að 100 m/sek. Þetta er sá öflugasti og stærsti á sögulegum tíma. Hann ver vissulega sá öflugasti sem núlifandi fólk hefur séð. Við vitum að það er ekkert gleðiefni að tilkynna þetta en við trúum því að allir muni lifa þetta af,“ sagði Henry McMaster, ríkisstjóri í Suður-Karólínu á blaðamannafundi í dag.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna á fundi með yfirvöldumAP/Jacquelyn Martin Veit ekki hvort ég hafi heyrt um fellibyl af stærðinni 5 „Bandaríkjamenn eru sterkir, ákveðnir og þrautseigir og við munum styðja hvert annað. Við munum vinna hörðum höndum við að draga úr áhrifum stormsins. Við vitum ekki hvað bíður okkar. Það eina sem við vitum er að þessi er líklega sá stærsti. Ég veit ekki einu sinni hvort ég hef heyrt um fellibyl að styrkleika 5. Ég hef upplifað nokkra af styrkleika 4. Þeir eru jafnvel sjaldgæfir. Ég er ekki viss um að ég hafi heyrt talað um fellibyl af styrkleika 5. Veit bara að hann er þarna úti. Hann er stærstur, því miður,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna við blaðamenn í dag. Um þúsund flugferðum hefur verið aflýst til og frá Flórída, meðal annars flugi Icelandair sem átti að fara síðdegis í dag.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Veður Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00