Þriðji orkupakkinn samþykktur: Katrín skorar á Miðflokksmenn að vera samkvæmir sjálfum sér Jakob Bjarnar skrifar 2. september 2019 11:18 Kveikt var á blysi á Austurvelli á meðan atkvæðagreiðslunni stóð. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra er einn þeirra þingmanna sem gerði grein fyrir atkvæði sínu við atkvæðagreiðslu á Alþingi um tillögu Guðlaugs Þórs Þórðarsonar utanríkisráðherra, um innleiðingu á Orkupakka 3. Orkupakkinn var samþykktur rétt í þessu með 46 atkvæðum en 13 sögðu nei.Katrín Jakobsdóttir gerði grein fyrir atkvæði sínu áður en hún sagði já.Vísir/VilhelmHún sagði málið vel undirbúið af hálfu stjórnvalda, það væri fullrætt og að hún styddi málið. Hún beindi þá orðum sínum að þeim sem hafa haft sig helst í frammi í andstöðu við málinu og hét á þá sem lýst hafa yfir áhyggjum af Orkupakkanum að láta sig þá það varða að tekin verði afstaða til nýrrar stjórnarskrár þar sem tryggt er, og kveðið skýrt á um að auðlindir Íslands séu í eigu þjóðarinnar.Óánægjan skein af þessum gesti á þingpalli Alþingis sem valdi miðputtann til að lýsa líðan sinni vegna niðurstöðunnar af þriðja orkupakkanum.Vísir/VilhelmMiðflokksmenn allir gerðu grein fyrir sínu atkvæði, töldu það hið versta. Þorsteinn Sæmundsson, þingflokksformaður flokksins, var til dæmis þungorður vitnaði í Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes frá Kötlum og sagði í framhaldi af því að hann segði nei við því að Ísland yrði ambátt í feigðarsölum. Þingmenn Miðflokksins fullyrtu margir að þjóðin öll væru á móti málinu.Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skar sig úr og greiddi einn Sjálfstæðismanna atkvæði gegn málinu.Vísir/VilhelmÁsmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins vitnaði einnig í ljóð þrungið af ættjarðarást, hann skar sig úr og greiddi atkvæði gegn Orkupakkanum. Hlaut hann klapp fyrir í órólegum gestum á þingpöllum. Flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra, sagði öllum spurningum í málinu svarað. Nema einni, hvers vegna Miðflokkurinn tæki þessa línu frá Miðflokknum í Noregi? Það væri ekki í þágu Íslands.Lögregla þurfti að hafa afskipti af fólki á þingpöllunum sem lét ófriðsamlega.Vísir/VilhelmGunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins sagði þá á móti að hann væri Þjóðrembingur, ef það að vera þjóðrembingur þýddi að vilja standa vörð um hagsmuni Íslands. Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum. 13 sögðu nei.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17 Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Sjá meira
Bein útsending: Atkvæði loks greidd um þriðja orkupakkann Atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann fer fram á Alþingi í dag. Búist er við því að innleiðingin verði samþykkt. 2. september 2019 10:17
Þingmenn sakaðir um landráð Mikill hiti á þingpöllum við afgreiðslu Orkupakkamálsins. 2. september 2019 10:48