Lögleidd fórnarlömb Arnar Sverrisson skrifar 2. september 2019 10:12 Segja má, að skipulögð og markviss kvenfrelsunarbarátta hafi hafist árið 1848 með ráðstefnu um málefni kvenna í smábænum Seneca Falls, í Nýju-Jórvíkurríki, Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA). Eitt hundrað þátttakendur, sextíu og átta konur og þrjátíu og tveir karlar, skrifuðu undir merkilega yfirlýsingu, sem sniðin var eftir sjálfstæðisyfirlýsingu BNA. Sú var færð var í letur af Thomas Jefferson (1743-1826), sem síðar varð þriðji forseti hins nýja lýðveldis. Í þeirri örlagaríku yfirlýsingu er hvorki hreyft við misrétti kynþátta eða kynja. Í Seneca Falls hélt Elizbeth Cady Stanton (1814-1902) á grifli. Aðrir áberandi forystumenn voru; Susan B. Anthony (1820-1906) og Lucretia Coffin Mott (1793-1880). Plaggið er þekkt sem „yfirlýsing viðhorfa eða sjónarmiða,“ (Declaration of Sentiments) eða „yfirlýsing réttinda og sjónarmiða (Declaration of Rights and Sentiments). Yfirleitt er hún stuttlega nefnd Seneca Falls yfirlýsingin. Hinn þeldökki baráttumaður fyrir lýðfrelsi, Frederick Douglass (1818-1895), sagði í blaði sínu, Norðurstjörnunni (North Star), að með umræddu skjali hefði fæðst „mikilfengleg [baráttu-]hreyfing fyrir borgaralegum, félagslegum og trúarlegum réttindum kvenna.“ Hann reyndist svo sannarlega sannspár. Í aðfaraorðum yfirlýsingarinnar má lesa: „Að okkar dómi er sá sannleikur sjálfgefinn, að [bæði kyn], allir karlar og [allar]konur, séu sköpuð jafnrétthá; að skaparinn hafi fært þeim ákveðin óafsalanleg réttindi; að þar á meðal sé [rétturinn til] lífs, frelsis og leitarinnar að hamingju; að til stjórnvalda sé stofnað í umboði þeirra, er stjórninni lúta, til að tryggja þessi réttindi.“ Sami skapari er greinilega ábyrgur fyrir sköpun beggja kynja. En honum hafa greinilega verið mislagðar hendur, því „[s]aga mannkyns er saga um rangindi og valdarán af karla hálfu gagnvart konunni í þeim beina tilgangi að stofna til fullkominnar ógnarstjórnar yfir henni.“ Í langri ákæruskrá á hendur körlum stendur m.a.: „Hann hefur aldreii leyft henni [konunni] að neyta kosningaréttar.“ Það var vissulega hárrétt, en „hann“ var reyndar örsmátt úrval karla í skötulíkislýðveldum. Langflestir karla höfðu heldur ekki kosningarétt. Þegar hér var komið sögu var umræðan um eðli, hlutverk og völd kynjanna, orðin veruleg að vöxtum, en nokkrir menntamenn og skáld af báðum kynjum höfðu þráttað um málið frá örófi alda. Á miðöldum var umræðan orðin að eigin fræða- og bókmenntagrein. Trúlega lögðu höfundar á mála hjá öflugum, menntuðum kvendrottnurum Evrópu, mest af mörkum í fjölmörgum lofgjörðum um konur. En það voru fráleitt allar konur sammála Stanton. T.d. bar enski vísindamaðurinn og skáldið, Margaret Lucas Cavendish (1623-1673) skaparann alls ekki sömu sökum: „[K]onur hafa enga ástæðu til að kvarta yfir náttúrunni eða guði hennar. Því þó að þær þiggi ekki sömu gjafir og karlar, eru gjafir þeirra miklu betri. Konur eru nefnilega skör ofar en karlar í vegsemd náttúrunnar. Okkur fellur í skaut slík fegurð, lögun, drættir og fágun í framkomu, sem, ásamt ómótstæðilegum og lævíslegum töfrum, valda því, að karlar eru nauðbeygðir til að dást að okkur, elska okkur og þrá, að því marki, að fremur en vera án okkar aðnjótandi, velja þeir að veita okkur völd sín til að fara með, fela sjálfa sig og líf sitt okkur á vald. [Þar að auki] gerast [þeir] þrælar vilja vors og unaðar. Við erum einnig englar, sem þeir dá og dýrka. Og hvers skyldum við fremur óska, en að vera harðstjórar þeirra, gyðjur og örlög?“ Þrátt fyrir frómleikann í aðfaraorðum Seneca Falls yfirlýsingarinnar um jafnan rétt fyrir augliti skaparans, var hvíti kynstofninn í augum margra kvenfrelsara rétthærri öðrum. Kynþáttahatur var áberandi, m.a. í málflutningi Stanton. „Til dæmis hélt hún því fram að Bandaríkin þyrftu á kvenkjósendum að halda, konum sem hefðu þann „auð, menntun og fágun“ til að vega upp á móti nýjum kjósendum, hvort sem þeir væru fyrrverandi þrælar eða innflytjendur, sem kæmu úr „fátækt, fáfræði og niðurlægingu“. Kynþáttahatrið og hrokinn átti eftir að setja svip sinn á sögu hreyfingarinnar. Á ráðstefnu um kvenréttindi fjórum árum síðar, gerðu hvítar konur, kynþáttahatarar, aðsúg að blökkukonunni, Sojourner Truth/Isabella Baumfree (1797-1883) og reyndu að þagga niður í henni á ráðstefnu um kvenréttindi. Truth beitti sér fyrir réttindum kvenna, afnámi þrælahalds og hermennsku, þ.e. hvatti blökkumenn til að skrá sig til herþjónustu í borgarastríði BNA. Öfgar, ofbeldi, afbrot, hroki, hatur, þöggun og aðdáun á hermennsku hafa fylgt kvenfrelsunarhreyfingunni um langan aldur. Susan B. Anthony, einn aðalhvatamanna að Seneca Falls yfirlýsingunni, var t.d. bæði dæmd fyrir kosningasvindl og vanvirðingu við réttinn. En í þessu efni kastaði verulega tólfunum á hinu evrópska sjónarsviði. Hinar kunnu Pankhurst mæðgur, sér í lagi Emmeline Pankhurst (1858-1928), voru þekktar að árásum, skemmdarverkum og íkveikjum. Emmeline var einnig ákafur talsmaður þess, að ungir karlar yrðu leiddir til slátrunar á vígvelli fyrri heimsstyrjaldar. Systirin, Christabel Harriet Pankhurst (1880-1958), var ekki síður hrokafull en ákveðnar baráttusystur frá BNA: „Auðvitað eru það mistök að beita hinum veikburða [alþýðukonum] í baráttunni. Við þurfum úrvalskonur, hinar öflugustu og gáfuðustu.“ Hroki hennar í garð karla var ekki síðri. Karlmenn „eru varla meira en smitleið fyrir kynsjúkdóma.“ Kvenfrelsarar samtímans hafa tekið sér Christabel til fyrirmyndar um munnsöfnuð. Kvenfrelsararnir, Norah Elam (1878-1916) og Mary Richardson (1882-1961), störfuðu með breska fasistaflokknum. Sú síðarnefnda tætti í sundur málverk af nakinni konu á British Museum til að mótmæla „karllægri“ hlutgervingu kvenlíkamans. (Svo langt hafa þó kvenfrelsararnir í Seðlabankanum ekki gengið.) Hinum megin við sundið gengu kvenfrelsarar erinda Hitlers eins og t.d. Gertrud Bäumer (1873-1954). Þegar gengið hafði verið að réttmætri kröfu um kosningarétt án teljandi átaka, hófst hatursstríð gegn körlum á alþjóðvettvangi – ekki síst innan vébanda Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þar sem stórveldin ráða lögum og lofum. (Reyndar höfðu Nicolas de Caritet Marquis de Condorcet (1743-1794) og Olympe de Gouges/Marie Gouzze (1748-1793) gert kröfu um kosningarétt handa konum í frönsku byltingunni árið 1789.) Hver ásakanaherferðin rak aðra; heimilisofbeldi (ofbeldi gegn eigin- og sambúðarkonum) kynferðislegt ofbeldi gegn stúlkum, kynferðisofbeldi gegn konum yfirleitt og nú síðast „ég-líka-bylting“ eins og æðið heitir í RÚV. Nú er það hatursglæpur gegn kvenkyni talinn, renni piltur hýru auga til stúlku (að hennar eigin dómi). Fimm ára drengir eru nú sakaðir um kynferðislega áreitni við jafnaldra kynsystur og konur. Hin fráleita söguskoðun eða fórnarlambshugmyndafræði Stanton og félaga í Seneca Falls er nú tekin upp í samningi á vettvangi SÞ og undirstofnunar um „kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna“ (UN Women) og í samvinnu Evrópuríkja. (UN Men hefur enn ekki séð dagsins ljós.) Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum var samþykktur af SÞ árið 1979, oftlega kallaður kvennasáttmálinn. Beijing (Peking) aðgerðaáætlunin sá dagsins ljós 1995. „[F]yrir konum og femínistum er Peking aðgerðaráætlunin ein sú merkasta sem tuttugasta öldin gaf af sér,“ segir Jafnréttisstofa. Félags- og jafnréttismálaráðherra segir í árskýrslu sinni 2018 um samninginn: „Hann er fyrsti lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að sinna forvörnum gegn ofbeldi, veita vernd og aðstoða konur sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila og bjóða ofbeldismönnum úrræði og meðferð. Fullgilding samningsins af Íslands hálfu er í samræmi við efni stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og áherslur hennar í jafnréttismálum þar sem sérstaklega er fjallað um aðgerðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi.“ Í téðum samningi stendur eitt og annað fróðlegt um ofbeldi karla gegn konum eða „kynbundið ofbeldi“ í skýrslu ráðherrans. „Hugtakið „ofbeldi gegn konum“ merkir hvers konar ofbeldisverknað sem á rætur í kynferði og veldur konum líkamlegum, kynferðislegum og/eða andlegum skaða eða þjáningu eða gæti gert það.“ ... „Ofbeldi gegn konum er eitthvert áhrifamesta tæki í samfélaginu til þess að knýja konur til undirgefni við karla og þar með skipa þeim skör lægra en körlum.“ ... „Ofbeldi gegn konum er raunverulegur vottur um hin ójöfnu valdahlutföll milli karla og kvenna í aldanna rás sem hafa valdið því að karlar drottna yfir konum og viðhalda mismun kynjanna.“ Evrópuráðssamningurinn (Istanbúl samningurinn) um ofbeldi gegn konum var samþykktur 2011. Samningsaðiljar „gera sér grein fyrir að ofbeldi gegn konum er birtingarform sögulegs ójafnvægis í valdahlutföllum milli kvenna og karla sem leitt hefur til drottnunar karla yfir og mismununar gegn konum og kemur í veg fyrir fullan framgang þeirra [og] viðurkenna að ofbeldi gegn konum er í eðli sínu kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn þeim er eitt helsta félagslega tækið til að neyða konur til að skipa lægri sess í samfélaginu en karlar, ...“ „[K]ynbundið ofbeldi gegn konum“ merkir ofbeldi sem er beint að konu vegna þess að hún er kona eða ofbeldi sem konur verða hlutfallslega meira fyrir,...“ Það kveður við svipaðan fórnarlambstón í öðrum ámóta samningum, sem Alþingi Íslendinga og ríkistjórnir hafa ýmist skuldbundið sig til að fylgja eða lögleitt. Nær aldrei er minnst á, að það kynni að halla á karla, hvað réttindi, hlutverk, stöðu, heilsu, ofbeldi og ábyrgð varðar fyrr og nú. Rétttrúnaður ræður orði og æði. Stundum er reynt að fela misrétti gagnvart körlum með fjálglegu jafnréttistali, enda þótt nær ævinlega sé átt við aukin réttindi og fríðindi kvenna. Það er grátbroslegt, að jafnréttissáttmáli sá, er íslenska ríkisstjórnin skrifaði undir fyrir fimm árum síðan, sé saminn af UN Women. „Sáttmálinn er um aukið jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á vinnustöðum og í samfélaginu almennt,“ segir í umsögn útbúsins á Íslandi. Hugtakið „aukið jafnrétti“ er ekki útskýrt. Það virðist engum vafa undirorpið. Alþingi Íslendinga hefur samþykkt, að konur séu fórnarlömb karla – í samræmi við hundrað og sjötíu ára gamla yfirlýsingu frá Seneca Falls. Með hinni sorglegu samþykkt hefur þó deilunni um föður- og móðurveldi verið leidd til lykta. Við búum nefnilega við fórnarlambsveldi.Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru höfundar, nema þegar um opinbera sáttmála eða tilvitnun í Wikipedia er að ræða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arnar Sverrisson Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Skoðun Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Sjá meira
Segja má, að skipulögð og markviss kvenfrelsunarbarátta hafi hafist árið 1848 með ráðstefnu um málefni kvenna í smábænum Seneca Falls, í Nýju-Jórvíkurríki, Bandaríkjum Norður-Ameríku (BNA). Eitt hundrað þátttakendur, sextíu og átta konur og þrjátíu og tveir karlar, skrifuðu undir merkilega yfirlýsingu, sem sniðin var eftir sjálfstæðisyfirlýsingu BNA. Sú var færð var í letur af Thomas Jefferson (1743-1826), sem síðar varð þriðji forseti hins nýja lýðveldis. Í þeirri örlagaríku yfirlýsingu er hvorki hreyft við misrétti kynþátta eða kynja. Í Seneca Falls hélt Elizbeth Cady Stanton (1814-1902) á grifli. Aðrir áberandi forystumenn voru; Susan B. Anthony (1820-1906) og Lucretia Coffin Mott (1793-1880). Plaggið er þekkt sem „yfirlýsing viðhorfa eða sjónarmiða,“ (Declaration of Sentiments) eða „yfirlýsing réttinda og sjónarmiða (Declaration of Rights and Sentiments). Yfirleitt er hún stuttlega nefnd Seneca Falls yfirlýsingin. Hinn þeldökki baráttumaður fyrir lýðfrelsi, Frederick Douglass (1818-1895), sagði í blaði sínu, Norðurstjörnunni (North Star), að með umræddu skjali hefði fæðst „mikilfengleg [baráttu-]hreyfing fyrir borgaralegum, félagslegum og trúarlegum réttindum kvenna.“ Hann reyndist svo sannarlega sannspár. Í aðfaraorðum yfirlýsingarinnar má lesa: „Að okkar dómi er sá sannleikur sjálfgefinn, að [bæði kyn], allir karlar og [allar]konur, séu sköpuð jafnrétthá; að skaparinn hafi fært þeim ákveðin óafsalanleg réttindi; að þar á meðal sé [rétturinn til] lífs, frelsis og leitarinnar að hamingju; að til stjórnvalda sé stofnað í umboði þeirra, er stjórninni lúta, til að tryggja þessi réttindi.“ Sami skapari er greinilega ábyrgur fyrir sköpun beggja kynja. En honum hafa greinilega verið mislagðar hendur, því „[s]aga mannkyns er saga um rangindi og valdarán af karla hálfu gagnvart konunni í þeim beina tilgangi að stofna til fullkominnar ógnarstjórnar yfir henni.“ Í langri ákæruskrá á hendur körlum stendur m.a.: „Hann hefur aldreii leyft henni [konunni] að neyta kosningaréttar.“ Það var vissulega hárrétt, en „hann“ var reyndar örsmátt úrval karla í skötulíkislýðveldum. Langflestir karla höfðu heldur ekki kosningarétt. Þegar hér var komið sögu var umræðan um eðli, hlutverk og völd kynjanna, orðin veruleg að vöxtum, en nokkrir menntamenn og skáld af báðum kynjum höfðu þráttað um málið frá örófi alda. Á miðöldum var umræðan orðin að eigin fræða- og bókmenntagrein. Trúlega lögðu höfundar á mála hjá öflugum, menntuðum kvendrottnurum Evrópu, mest af mörkum í fjölmörgum lofgjörðum um konur. En það voru fráleitt allar konur sammála Stanton. T.d. bar enski vísindamaðurinn og skáldið, Margaret Lucas Cavendish (1623-1673) skaparann alls ekki sömu sökum: „[K]onur hafa enga ástæðu til að kvarta yfir náttúrunni eða guði hennar. Því þó að þær þiggi ekki sömu gjafir og karlar, eru gjafir þeirra miklu betri. Konur eru nefnilega skör ofar en karlar í vegsemd náttúrunnar. Okkur fellur í skaut slík fegurð, lögun, drættir og fágun í framkomu, sem, ásamt ómótstæðilegum og lævíslegum töfrum, valda því, að karlar eru nauðbeygðir til að dást að okkur, elska okkur og þrá, að því marki, að fremur en vera án okkar aðnjótandi, velja þeir að veita okkur völd sín til að fara með, fela sjálfa sig og líf sitt okkur á vald. [Þar að auki] gerast [þeir] þrælar vilja vors og unaðar. Við erum einnig englar, sem þeir dá og dýrka. Og hvers skyldum við fremur óska, en að vera harðstjórar þeirra, gyðjur og örlög?“ Þrátt fyrir frómleikann í aðfaraorðum Seneca Falls yfirlýsingarinnar um jafnan rétt fyrir augliti skaparans, var hvíti kynstofninn í augum margra kvenfrelsara rétthærri öðrum. Kynþáttahatur var áberandi, m.a. í málflutningi Stanton. „Til dæmis hélt hún því fram að Bandaríkin þyrftu á kvenkjósendum að halda, konum sem hefðu þann „auð, menntun og fágun“ til að vega upp á móti nýjum kjósendum, hvort sem þeir væru fyrrverandi þrælar eða innflytjendur, sem kæmu úr „fátækt, fáfræði og niðurlægingu“. Kynþáttahatrið og hrokinn átti eftir að setja svip sinn á sögu hreyfingarinnar. Á ráðstefnu um kvenréttindi fjórum árum síðar, gerðu hvítar konur, kynþáttahatarar, aðsúg að blökkukonunni, Sojourner Truth/Isabella Baumfree (1797-1883) og reyndu að þagga niður í henni á ráðstefnu um kvenréttindi. Truth beitti sér fyrir réttindum kvenna, afnámi þrælahalds og hermennsku, þ.e. hvatti blökkumenn til að skrá sig til herþjónustu í borgarastríði BNA. Öfgar, ofbeldi, afbrot, hroki, hatur, þöggun og aðdáun á hermennsku hafa fylgt kvenfrelsunarhreyfingunni um langan aldur. Susan B. Anthony, einn aðalhvatamanna að Seneca Falls yfirlýsingunni, var t.d. bæði dæmd fyrir kosningasvindl og vanvirðingu við réttinn. En í þessu efni kastaði verulega tólfunum á hinu evrópska sjónarsviði. Hinar kunnu Pankhurst mæðgur, sér í lagi Emmeline Pankhurst (1858-1928), voru þekktar að árásum, skemmdarverkum og íkveikjum. Emmeline var einnig ákafur talsmaður þess, að ungir karlar yrðu leiddir til slátrunar á vígvelli fyrri heimsstyrjaldar. Systirin, Christabel Harriet Pankhurst (1880-1958), var ekki síður hrokafull en ákveðnar baráttusystur frá BNA: „Auðvitað eru það mistök að beita hinum veikburða [alþýðukonum] í baráttunni. Við þurfum úrvalskonur, hinar öflugustu og gáfuðustu.“ Hroki hennar í garð karla var ekki síðri. Karlmenn „eru varla meira en smitleið fyrir kynsjúkdóma.“ Kvenfrelsarar samtímans hafa tekið sér Christabel til fyrirmyndar um munnsöfnuð. Kvenfrelsararnir, Norah Elam (1878-1916) og Mary Richardson (1882-1961), störfuðu með breska fasistaflokknum. Sú síðarnefnda tætti í sundur málverk af nakinni konu á British Museum til að mótmæla „karllægri“ hlutgervingu kvenlíkamans. (Svo langt hafa þó kvenfrelsararnir í Seðlabankanum ekki gengið.) Hinum megin við sundið gengu kvenfrelsarar erinda Hitlers eins og t.d. Gertrud Bäumer (1873-1954). Þegar gengið hafði verið að réttmætri kröfu um kosningarétt án teljandi átaka, hófst hatursstríð gegn körlum á alþjóðvettvangi – ekki síst innan vébanda Sameinuðu þjóðanna (SÞ), þar sem stórveldin ráða lögum og lofum. (Reyndar höfðu Nicolas de Caritet Marquis de Condorcet (1743-1794) og Olympe de Gouges/Marie Gouzze (1748-1793) gert kröfu um kosningarétt handa konum í frönsku byltingunni árið 1789.) Hver ásakanaherferðin rak aðra; heimilisofbeldi (ofbeldi gegn eigin- og sambúðarkonum) kynferðislegt ofbeldi gegn stúlkum, kynferðisofbeldi gegn konum yfirleitt og nú síðast „ég-líka-bylting“ eins og æðið heitir í RÚV. Nú er það hatursglæpur gegn kvenkyni talinn, renni piltur hýru auga til stúlku (að hennar eigin dómi). Fimm ára drengir eru nú sakaðir um kynferðislega áreitni við jafnaldra kynsystur og konur. Hin fráleita söguskoðun eða fórnarlambshugmyndafræði Stanton og félaga í Seneca Falls er nú tekin upp í samningi á vettvangi SÞ og undirstofnunar um „kynjajafnrétti og valdeflingu kvenna“ (UN Women) og í samvinnu Evrópuríkja. (UN Men hefur enn ekki séð dagsins ljós.) Samningur um afnám allrar mismununar gagnvart konum var samþykktur af SÞ árið 1979, oftlega kallaður kvennasáttmálinn. Beijing (Peking) aðgerðaáætlunin sá dagsins ljós 1995. „[F]yrir konum og femínistum er Peking aðgerðaráætlunin ein sú merkasta sem tuttugasta öldin gaf af sér,“ segir Jafnréttisstofa. Félags- og jafnréttismálaráðherra segir í árskýrslu sinni 2018 um samninginn: „Hann er fyrsti lagalega bindandi alþjóðasamningurinn sem tekur heildstætt á baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og kveður á um réttindi brotaþola og skyldur opinberra aðila til að sinna forvörnum gegn ofbeldi, veita vernd og aðstoða konur sem verða fyrir ofbeldi, fræða almenning, stjórnvöld og fagaðila og bjóða ofbeldismönnum úrræði og meðferð. Fullgilding samningsins af Íslands hálfu er í samræmi við efni stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og áherslur hennar í jafnréttismálum þar sem sérstaklega er fjallað um aðgerðir til að útrýma kynbundnu ofbeldi.“ Í téðum samningi stendur eitt og annað fróðlegt um ofbeldi karla gegn konum eða „kynbundið ofbeldi“ í skýrslu ráðherrans. „Hugtakið „ofbeldi gegn konum“ merkir hvers konar ofbeldisverknað sem á rætur í kynferði og veldur konum líkamlegum, kynferðislegum og/eða andlegum skaða eða þjáningu eða gæti gert það.“ ... „Ofbeldi gegn konum er eitthvert áhrifamesta tæki í samfélaginu til þess að knýja konur til undirgefni við karla og þar með skipa þeim skör lægra en körlum.“ ... „Ofbeldi gegn konum er raunverulegur vottur um hin ójöfnu valdahlutföll milli karla og kvenna í aldanna rás sem hafa valdið því að karlar drottna yfir konum og viðhalda mismun kynjanna.“ Evrópuráðssamningurinn (Istanbúl samningurinn) um ofbeldi gegn konum var samþykktur 2011. Samningsaðiljar „gera sér grein fyrir að ofbeldi gegn konum er birtingarform sögulegs ójafnvægis í valdahlutföllum milli kvenna og karla sem leitt hefur til drottnunar karla yfir og mismununar gegn konum og kemur í veg fyrir fullan framgang þeirra [og] viðurkenna að ofbeldi gegn konum er í eðli sínu kynbundið ofbeldi og ofbeldi gegn þeim er eitt helsta félagslega tækið til að neyða konur til að skipa lægri sess í samfélaginu en karlar, ...“ „[K]ynbundið ofbeldi gegn konum“ merkir ofbeldi sem er beint að konu vegna þess að hún er kona eða ofbeldi sem konur verða hlutfallslega meira fyrir,...“ Það kveður við svipaðan fórnarlambstón í öðrum ámóta samningum, sem Alþingi Íslendinga og ríkistjórnir hafa ýmist skuldbundið sig til að fylgja eða lögleitt. Nær aldrei er minnst á, að það kynni að halla á karla, hvað réttindi, hlutverk, stöðu, heilsu, ofbeldi og ábyrgð varðar fyrr og nú. Rétttrúnaður ræður orði og æði. Stundum er reynt að fela misrétti gagnvart körlum með fjálglegu jafnréttistali, enda þótt nær ævinlega sé átt við aukin réttindi og fríðindi kvenna. Það er grátbroslegt, að jafnréttissáttmáli sá, er íslenska ríkisstjórnin skrifaði undir fyrir fimm árum síðan, sé saminn af UN Women. „Sáttmálinn er um aukið jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna á vinnustöðum og í samfélaginu almennt,“ segir í umsögn útbúsins á Íslandi. Hugtakið „aukið jafnrétti“ er ekki útskýrt. Það virðist engum vafa undirorpið. Alþingi Íslendinga hefur samþykkt, að konur séu fórnarlömb karla – í samræmi við hundrað og sjötíu ára gamla yfirlýsingu frá Seneca Falls. Með hinni sorglegu samþykkt hefur þó deilunni um föður- og móðurveldi verið leidd til lykta. Við búum nefnilega við fórnarlambsveldi.Höfundur er ellilífeyrisþegi. Þýðingar eru höfundar, nema þegar um opinbera sáttmála eða tilvitnun í Wikipedia er að ræða.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun