Komi ekki til opinberra styrkja verði innanlandsflug skert Andri Eysteinsson skrifar 1. september 2019 14:43 Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs. Eigi ekki að skerða þjónustu og tíðni í innanlandsflugi verulega. Samdráttur hefur verið í innanlandsflugi á þessu ári. Farþegum á Reykjavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Air Iceland Connect var á Sprengisandi í morgun. „Það eru óvenju miklar sveiflur í þessum rekstri á þessu ári þannig er samdrátturinn á þessu ári meiri en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir framkvæmdastjórinn. Árni segir að samdrátturinn nú tengist beint afkomunni á landsbyggðinni.„Við höfum í rekstrinum verið að reyna að halda úti áætlun sem er umfangsmeiri en markaðurinn gerir tilefni til. Höfum ekki náð að halda í þessa fækkun.“Hann týnir til ýmsar leiðir til að gera rekstrargrundvöll innanlandsflugs betri. „Það væri hægt að fullfjármagna rekstur Isavia á innanlandsflugvöllunum. Við borgum lendingargjöld, farþegagjöld, og flugleiðsögugjöld sem er um 10%-15% af hverjum farmiða af verðinu.“ Þá bendir hann á að hið opinbera gæti ákveðið að styrkja innanlandsflug til ákveðinn áfangastaða. Loks sé hægt að fara hina svokölluðu skosku leið þar sem íbúar á landsbyggðinni eru styrktir til að fljúga innanlands. Alvarleg staða blasi við verði ekkert gert. „Þróunin getur orðið þannig að það getir orðið mjög skert tíðni og þjónusta ef við höldum áfram á þessari leið sem við erum núna, nema eitthvað komi inn í ef ekkert verður að gert sjáum við fram á verulega skerta þjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Byggðamál Fréttir af flugi Sprengisandur Tengdar fréttir Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Gert er ráð fyrir að innanlandsflug til Egilsstaða og Ísafjarðar dragist saman um 10 til 15 prósent í vetur að sögn forstjóra Air Icelandair Connect. Hann segir að hið opinbera verði að koma að rekstri innanlandsflugs. Eigi ekki að skerða þjónustu og tíðni í innanlandsflugi verulega. Samdráttur hefur verið í innanlandsflugi á þessu ári. Farþegum á Reykjavíkurflugvelli á fyrstu sjö mánuði ársins fækkaði um 12,4 prósent. Á Egilsstaðaflugvelli nam fækkunin 14 prósentum, á Akureyrarflugvelli 6,4 prósentum og 19,6 prósentum á öðrum flugvöllum utan Keflavíkur. Árni Gunnarsson framkvæmdarstjóri Air Iceland Connect var á Sprengisandi í morgun. „Það eru óvenju miklar sveiflur í þessum rekstri á þessu ári þannig er samdrátturinn á þessu ári meiri en við höfum séð á undanförnum árum,“ segir framkvæmdastjórinn. Árni segir að samdrátturinn nú tengist beint afkomunni á landsbyggðinni.„Við höfum í rekstrinum verið að reyna að halda úti áætlun sem er umfangsmeiri en markaðurinn gerir tilefni til. Höfum ekki náð að halda í þessa fækkun.“Hann týnir til ýmsar leiðir til að gera rekstrargrundvöll innanlandsflugs betri. „Það væri hægt að fullfjármagna rekstur Isavia á innanlandsflugvöllunum. Við borgum lendingargjöld, farþegagjöld, og flugleiðsögugjöld sem er um 10%-15% af hverjum farmiða af verðinu.“ Þá bendir hann á að hið opinbera gæti ákveðið að styrkja innanlandsflug til ákveðinn áfangastaða. Loks sé hægt að fara hina svokölluðu skosku leið þar sem íbúar á landsbyggðinni eru styrktir til að fljúga innanlands. Alvarleg staða blasi við verði ekkert gert. „Þróunin getur orðið þannig að það getir orðið mjög skert tíðni og þjónusta ef við höldum áfram á þessari leið sem við erum núna, nema eitthvað komi inn í ef ekkert verður að gert sjáum við fram á verulega skerta þjónustu,“ sagði Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun.
Byggðamál Fréttir af flugi Sprengisandur Tengdar fréttir Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Vill að fólk verði hvatt til að fljúga innanlands Skiptar skoðanir eru á milli þingmannanna Jóns Gunnarssonar, Sjálfstæðisflokki og Hönnu Katrínar Friðriksson, Viðreisn, um hvort ríkið eigi að greiða niður rekstrarkostnað innanlandsflugfélaga með nokkrum hætti. 1. september 2019 13:33