Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Sylvía Hall skrifar 1. september 2019 13:00 Fellibylurinn er orðinn fimmta stigs. Skjáskot Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. Búið er að rýma svæðin á þeirri leið sem áætlað er að fellibylurinn fari yfir eyjarnar. Dorian er nú orðin fimmta stigs fellibylur og hefur hámarksvindhraði hans náð 260 kílómetrum á klukkustund. Fimmta stiginu er náð þegar hámarksvindhraði fer yfir 252 kílómetra á klukkustund. Íbúar hafa verið varaðir við því að fellibylurinn sé gífurlega hættulegur. Áætlað er að fellibylurinn nái að austurströnd Bandaríkjanna á morgun en útlit er fyrir að hann muni ekki hafa jafn skelfilegar afleiðingar og áður var búist við eftir að skyndileg breyting var á stefnu fellibyljarins. Fyrst um sinn leit út fyrir að hann myndi fara af fullum þunga yfir svæði Flórídaríkis.Íbúar hafa verið í óða önn að birgja sig upp af ýmsum nauðsynjum.Vísir/GettyDorian stefnir í að vera hættulegasti fellibylurinn sem nær landi í Bandaríkjunum síðan fellibylurinn Andrew reið yfir árið 1992. Þá létust 65 íbúar Miami og 63 þúsund heimili voru lögð í rúst. Ríkisstjóri Flórída, Rob DeSantis, lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum. Í mörgum verslunum hefur verið gripið til þeirra ráða að setja takmörk á hversu mikið fólk getur keypt til þess að tryggja að allir geti verið öruggir með einhverjar birgðir. Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Íbúar í Flórída búa sig undir stórhættulegan fjórða stigs fellibyl Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag. 29. ágúst 2019 20:12 Trump segir Dorian stefna í að verða algjört „skrímsli“ Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir fellibylinn Dorian sem skellur á um helgina. Óttast er að hann verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann nær landi. 30. ágúst 2019 07:22 Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. 30. ágúst 2019 22:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. Búið er að rýma svæðin á þeirri leið sem áætlað er að fellibylurinn fari yfir eyjarnar. Dorian er nú orðin fimmta stigs fellibylur og hefur hámarksvindhraði hans náð 260 kílómetrum á klukkustund. Fimmta stiginu er náð þegar hámarksvindhraði fer yfir 252 kílómetra á klukkustund. Íbúar hafa verið varaðir við því að fellibylurinn sé gífurlega hættulegur. Áætlað er að fellibylurinn nái að austurströnd Bandaríkjanna á morgun en útlit er fyrir að hann muni ekki hafa jafn skelfilegar afleiðingar og áður var búist við eftir að skyndileg breyting var á stefnu fellibyljarins. Fyrst um sinn leit út fyrir að hann myndi fara af fullum þunga yfir svæði Flórídaríkis.Íbúar hafa verið í óða önn að birgja sig upp af ýmsum nauðsynjum.Vísir/GettyDorian stefnir í að vera hættulegasti fellibylurinn sem nær landi í Bandaríkjunum síðan fellibylurinn Andrew reið yfir árið 1992. Þá létust 65 íbúar Miami og 63 þúsund heimili voru lögð í rúst. Ríkisstjóri Flórída, Rob DeSantis, lýsti á dögunum yfir neyðarástandi í Flórída en íbúar ríkisins hafa undanfarna daga verið að birgja sig upp af matvælum, vatni og lyfjum. Í mörgum verslunum hefur verið gripið til þeirra ráða að setja takmörk á hversu mikið fólk getur keypt til þess að tryggja að allir geti verið öruggir með einhverjar birgðir.
Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Íbúar í Flórída búa sig undir stórhættulegan fjórða stigs fellibyl Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag. 29. ágúst 2019 20:12 Trump segir Dorian stefna í að verða algjört „skrímsli“ Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir fellibylinn Dorian sem skellur á um helgina. Óttast er að hann verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann nær landi. 30. ágúst 2019 07:22 Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. 30. ágúst 2019 22:29 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Sjá meira
Íbúar í Flórída búa sig undir stórhættulegan fjórða stigs fellibyl Því er spáð að hann muni eflast að hraða og vætu á næstu dögum við að fara yfir hlýtt Karíbahafið á leið sinni að Flórída og verði orðinn að fjórða stigs fellibyl fyrir mánudag. 29. ágúst 2019 20:12
Trump segir Dorian stefna í að verða algjört „skrímsli“ Íbúar á austurströnd Bandaríkjanna búa sig nú undir fellibylinn Dorian sem skellur á um helgina. Óttast er að hann verði orðinn að fjórða stigs fellibyl þegar hann nær landi. 30. ágúst 2019 07:22
Dorian nálgast: „Hægfara fellibylur er ekki vinur okkar“ Gangi spár eftir verður Dorian fyrsti fjórða stigs fellibylur sem skellur á austurströnd Flórída síðan árið 1992 þegar fellibylurinn Andrew, sem var fimmta stigs fellibylur, rústaði öllu sem á vegi hans varð á Miami og varð 65 manns að bana. 30. ágúst 2019 22:29