Segir starfsfólk aldrei hafa séð jafnslæmt ástand á bráðamóttöku Landspítala Eiður Þór Árnason skrifar 19. september 2019 18:35 Helga Vala Helgadóttir telur að skortur á starfsfólki sé lykilvandi bráðamóttökunnar og segir nauðsynlegt að komið verði til móts við vanda spítalans. visir/vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hafi aldrei verið verra. Hún fór ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, fulltrúa Viðreisnar í velferðarnefnd, á Landspítalann í gær til að kynna sér aðstæður í kjölfar mikillar umræðu um bagalegt ástand á bráðamóttökunni. Helga, sem starfaði áður sem lögmaður á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis, segir að starfsfólk spítalans hafi tjáð þeim að staðan hafi aldrei verið jafn slæm.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda„Ég held að ég geti fullyrt, og ég heyri að starfsfólkið segir að ástandið hafi aldrei verið jafnslæmt og núna,“ sagði Helga Vala í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Helga Vala telur að skortur á starfsfólki sé lykilvandi bráðamóttökunnar og segir nauðsynlegt að komið verði til móts við vanda spítalans. Um sé að ræða áður umtalaðan fráflæðisvanda. 25% sjúklinga sem komi inn á bráðamóttökuna eigi að flytja yfir á aðrar deildir spítalans en þær deildir séu oft fullar og geti ekki tekið við sjúklingunum.Telur ólíklegt að deildir verði opnaðar aftur Helga telur að þeim deildum sem hafi verið lokað víða á spítalanum í sumar sökum manneklu verði ekki opnaðar aftur á næstunni þar sem erfitt reynist að manna deildirnar með hjúkrunarfræðingum. „Af hverju er það? Það er af því að hjúkrunarfræðingar eru bara mjög ósáttir með sín kjör, og það sem er að gerast núna er að vegna aðhaldskröfu fjármálaráðherra á spítalann, það er aðhaldskrafa um hálfan milljarð, þá þarf spítalinn núna að taka þá ákvörðun að hætta með vaktaálag.“ Umrætt vaktaálag hafi verið neyðaraðgerð á sínum tíma til að reyna að fá hjúkrunarfræðinga til starfa við spítalann. „Sem þýðir bara það að þeir koma ekkert til starfa. Þeir bara yfir í önnur störf sem eru betur metin og betur launuð og þar sem að aðstæðurnar eru einhvern veginn betri. Þar sem þú þarft ekki að vera í 100% vinnu í vaktavinnu, því að rannsóknir sýna að það er gríðarlegt álag sem fylgir því,“ bætti Helga við.Starfsmannavandinn spili veigameiri þátt en aðstaða spítalansVandinn lýtur semsagt í þínum huga eftir þessa heimsókn að þetta sé starfsmannavandkvæði sem að þarna um ræðir en ekki húsnæði eða rými?„Já, ef maður horfir á bráðamóttökuna þá er það þannig að vandinn er hvað fólk er að stoppa lengi þar inni, af því að deildin getur ekki útskrifað fólkið.“ Fulltrúar velferðarnefndar heyrðu af því í heimsókn sinni að einstaklingur á bráðamóttökunni hafi verið þar í 55 klukkustundir þó að lengi hafi staðið til að útskrifa hann þaðan. „Fólkið þarna er að vinna undir ómennsku álagi, og hjúkrunarfræðingar og aðrir eru að koma hlaupandi inn á vaktir þegar það á að vera í vaktafrí og þess háttar, bara til þess að liðka til,“ sagði Helga.Erfitt fyrir sérfræðinga að athafna sig við endurlífgun Hún segir mikla hættu geta verið á ferðum þegar alvarleg slys eigi sér stað á borð við bílslysið í Borgarfirði um helgina. „Það verður svo mikil hætta á ferð, því að það er verið að reyna endurlífgun og þess háttar þegar að sjúkrabílinn er að koma inn.“ Að slíkri aðgerð komi fjöldi fólks og sérfræðinga sem eigi erfitt með að athafna sig. „Þeir komast ekki leiðar sinnar því að gangarnir eru fullir af bekkjum. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Helga Vala sagði þetta ekki vera eðlilegt ástand og kallar eftir aðgerðum. „Við verðum bara einhvern veginn að taka höndum saman og græja þetta. […] Við verðum að gera betur, það er bara þannig. Við höfum ekki val.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Völu Helgadóttur í heild sinni. Heilbrigðismál Landspítalinn Samfylkingin Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. 19. september 2019 12:55 Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. 29. ágúst 2019 20:00 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis, segir að ástandið á bráðamóttöku Landspítalans hafi aldrei verið verra. Hún fór ásamt Hönnu Katrínu Friðriksson, fulltrúa Viðreisnar í velferðarnefnd, á Landspítalann í gær til að kynna sér aðstæður í kjölfar mikillar umræðu um bagalegt ástand á bráðamóttökunni. Helga, sem starfaði áður sem lögmaður á neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðis- og heimilisofbeldis, segir að starfsfólk spítalans hafi tjáð þeim að staðan hafi aldrei verið jafn slæm.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda„Ég held að ég geti fullyrt, og ég heyri að starfsfólkið segir að ástandið hafi aldrei verið jafnslæmt og núna,“ sagði Helga Vala í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Helga Vala telur að skortur á starfsfólki sé lykilvandi bráðamóttökunnar og segir nauðsynlegt að komið verði til móts við vanda spítalans. Um sé að ræða áður umtalaðan fráflæðisvanda. 25% sjúklinga sem komi inn á bráðamóttökuna eigi að flytja yfir á aðrar deildir spítalans en þær deildir séu oft fullar og geti ekki tekið við sjúklingunum.Telur ólíklegt að deildir verði opnaðar aftur Helga telur að þeim deildum sem hafi verið lokað víða á spítalanum í sumar sökum manneklu verði ekki opnaðar aftur á næstunni þar sem erfitt reynist að manna deildirnar með hjúkrunarfræðingum. „Af hverju er það? Það er af því að hjúkrunarfræðingar eru bara mjög ósáttir með sín kjör, og það sem er að gerast núna er að vegna aðhaldskröfu fjármálaráðherra á spítalann, það er aðhaldskrafa um hálfan milljarð, þá þarf spítalinn núna að taka þá ákvörðun að hætta með vaktaálag.“ Umrætt vaktaálag hafi verið neyðaraðgerð á sínum tíma til að reyna að fá hjúkrunarfræðinga til starfa við spítalann. „Sem þýðir bara það að þeir koma ekkert til starfa. Þeir bara yfir í önnur störf sem eru betur metin og betur launuð og þar sem að aðstæðurnar eru einhvern veginn betri. Þar sem þú þarft ekki að vera í 100% vinnu í vaktavinnu, því að rannsóknir sýna að það er gríðarlegt álag sem fylgir því,“ bætti Helga við.Starfsmannavandinn spili veigameiri þátt en aðstaða spítalansVandinn lýtur semsagt í þínum huga eftir þessa heimsókn að þetta sé starfsmannavandkvæði sem að þarna um ræðir en ekki húsnæði eða rými?„Já, ef maður horfir á bráðamóttökuna þá er það þannig að vandinn er hvað fólk er að stoppa lengi þar inni, af því að deildin getur ekki útskrifað fólkið.“ Fulltrúar velferðarnefndar heyrðu af því í heimsókn sinni að einstaklingur á bráðamóttökunni hafi verið þar í 55 klukkustundir þó að lengi hafi staðið til að útskrifa hann þaðan. „Fólkið þarna er að vinna undir ómennsku álagi, og hjúkrunarfræðingar og aðrir eru að koma hlaupandi inn á vaktir þegar það á að vera í vaktafrí og þess háttar, bara til þess að liðka til,“ sagði Helga.Erfitt fyrir sérfræðinga að athafna sig við endurlífgun Hún segir mikla hættu geta verið á ferðum þegar alvarleg slys eigi sér stað á borð við bílslysið í Borgarfirði um helgina. „Það verður svo mikil hætta á ferð, því að það er verið að reyna endurlífgun og þess háttar þegar að sjúkrabílinn er að koma inn.“ Að slíkri aðgerð komi fjöldi fólks og sérfræðinga sem eigi erfitt með að athafna sig. „Þeir komast ekki leiðar sinnar því að gangarnir eru fullir af bekkjum. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Helga Vala sagði þetta ekki vera eðlilegt ástand og kallar eftir aðgerðum. „Við verðum bara einhvern veginn að taka höndum saman og græja þetta. […] Við verðum að gera betur, það er bara þannig. Við höfum ekki val.“Hér fyrir neðan má hlusta á viðtalið við Helgu Völu Helgadóttur í heild sinni.
Heilbrigðismál Landspítalinn Samfylkingin Tengdar fréttir Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. 19. september 2019 12:55 Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. 29. ágúst 2019 20:00 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00 Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Sjá meira
Fjármálaráðherra vísar til ábyrgðar stjórnenda Landspítala og heilbrigðisráðuneytis Fjármálaráðherra segir að stjórnendur Landspítalans eigi að bera ábyrgð á rekstri hans og leita til heilbrigðisráðuneytisins vegna vanda bráðadeildar spítalans en ekki til fjármálaráðuneytisins. 19. september 2019 12:55
Segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart Heilbrigðisráðherra segir hallarekstur Landspítalans hafa komið á óvart. Hún segir aðþað sé alvarlegt þegar stofnanir fari fram úr fjárheimildum en að hún beri þó fullt traust til forstjóra spítalans. 29. ágúst 2019 20:00
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43
Ekki sjálfsagt að rekstrarhalli Landspítala verði strikaður út Formaður fjárlaganefndar segir Landspítala þurfa að bregðast við hallarekstri með hagræðingu. Ekki sé sjálfgefið að hallinn verði strikaður út. Nefndin fjallar um málið í næstu viku. 24. ágúst 2019 09:00