Komdu í (loftslags)verkfall! Eyrún Baldursdóttir skrifar 19. september 2019 15:47 Á morgun munu ungmenni um allan heim fara í allsherjarverkfall fyrir loftslagið. Rúmt ár er liðið síðan Greta Thunberg fór í fyrsta verkfallið og hafa þúsundir ungmenna fylgt fordæmi hennar síðan þá. Hér á landi hafa íslensk ungmenni, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, mætt á Austurvöll alla föstudaga síðan í febrúar og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í málaflokknum. Nú er komin tími til að eldri kynslóðin hætti að fylgjast með á hliðarlínunni og styðji baráttu þeirra yngri í verki og taki þátt í verkfallinu á morgun. Það er ákall allsherjarverkfallsins að þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvána. Það dugir ansi skammt að hrósa unga fólkinu fyrir eldmóðinn og segja það veita sér innblástur ef orðunum fylgja engar aðgerðir. Þau okkar sem fullorðin erum höfum nefnilega fleiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og knýja fram breytingar í samfélaginu en það eitt að fara í verkfall. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp til þess að berjast fyrir betri framtíð en þeirrar sem við sjáum fram á ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Ef þú styður ungt fólk í baráttunni þá hvet ég þig til þess að mæta á verkföllin, ræða loftslagsmál við vini og vinnufélaga, þrýsta á kjörna fulltrúa og nýta þinn lýðræðislega rétt til þess að kjósa breytingar í þágu loftslagsins og framtíðarinnar! Ég verð á Austurvelli kl. 12 á morgun og við Hallgrímskirkju kl. 17. Hvar verður þú?Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyrún Baldursdóttir Loftslagsmál Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Á morgun munu ungmenni um allan heim fara í allsherjarverkfall fyrir loftslagið. Rúmt ár er liðið síðan Greta Thunberg fór í fyrsta verkfallið og hafa þúsundir ungmenna fylgt fordæmi hennar síðan þá. Hér á landi hafa íslensk ungmenni, allt frá grunnskólabörnum til háskólastúdenta, mætt á Austurvöll alla föstudaga síðan í febrúar og mótmælt aðgerðaleysi stjórnvalda í málaflokknum. Nú er komin tími til að eldri kynslóðin hætti að fylgjast með á hliðarlínunni og styðji baráttu þeirra yngri í verki og taki þátt í verkfallinu á morgun. Það er ákall allsherjarverkfallsins að þau sem eldri eru láti sig málið varða, mæti á verkfallið og taki undir kröfuna um áhrifameiri aðgerðir stjórnvalda í baráttunni við loftslagsvána. Það dugir ansi skammt að hrósa unga fólkinu fyrir eldmóðinn og segja það veita sér innblástur ef orðunum fylgja engar aðgerðir. Þau okkar sem fullorðin erum höfum nefnilega fleiri möguleika til þess að hafa áhrif á stefnu stjórnvalda og knýja fram breytingar í samfélaginu en það eitt að fara í verkfall. Þess vegna þurfum við ykkar hjálp til þess að berjast fyrir betri framtíð en þeirrar sem við sjáum fram á ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða af hálfu stjórnvalda. Ef þú styður ungt fólk í baráttunni þá hvet ég þig til þess að mæta á verkföllin, ræða loftslagsmál við vini og vinnufélaga, þrýsta á kjörna fulltrúa og nýta þinn lýðræðislega rétt til þess að kjósa breytingar í þágu loftslagsins og framtíðarinnar! Ég verð á Austurvelli kl. 12 á morgun og við Hallgrímskirkju kl. 17. Hvar verður þú?Höfundur er oddviti Röskvu í Stúdentaráði.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar