Katrín Tanja heldur ræðu á ráðstefnu ESPN Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 14:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir. Instagram/katrintanja Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að vera í sviðsljósinu í bandarísku íþróttalífi en hún hefur átt heldur betur viðburðaríkt haust. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni á heimsleikunum í CrossFit í ágúst, gaf út bókina „Dóttir“ í haust, birtist nakin á síðum ESPN í Body Issue í byrjun september og nú síðast var það gert opinbert að Katrín Tanja mun halda ræðu á ESPN W Women + Sports fundinum í október. ESPN W Women + Sports ráðstefnan um konur í íþróttum fer nú fram í tíunda sinn og má nálgast helstu upplýsingar um hana með því að smella hér. Katrín Tanja verður þar í góðum hópi fyrirlestra eða með öðrum konum sem hafa látið til sín taka í bandarísku íþróttalífi. Meðal þeirra er Julie Foudy, fyrrum heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu, WNBA-meistarinn og formaður leikmannasamtaka WNBA Nneka Ogwumike og Robin Roberts önnur af umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Good Morning America.Katrin Davidsdottir is the first-ever CrossFit specific athlete to be featured in ESPN’s The Magazine annual “The Body Issue!” Learn more about Katrin and her journey to becoming a two-time Crossfit champion in her new book, DOTTIR! https://t.co/mh2nGrbqZ7 — St. Martin's Press (@StMartinsPress) September 4, 2019 Katrín Tanja mun halda fyrirlestur sinn mánudaginn 21. október næstkomandi en ráðstefnan fer fram á Newport Beach í Kaliforníu. Fyrirlestur Katrínar verður á fyrsta degi ráðstefnunnar sem mun alls taka þrjá daga. Katrín Tanja verður síðan á pallborði með Becky Lynch og Monica Puig. Monica Puig varð Ólympíumeistari í tennis í Ríó 2016 en Becky Lynch er mjög þekkt fjölbragðaglímukona og ríkjandi WWE meistari. Katrín er líka búin að gera margra ára samning við NOBULL en hún var eins og flestir vita fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn sem fær að vera með í ESPN’s Body Issue. Frægð hennar eykst því með hverjum degi í Bandaríkjunum og virðist okkar kona vera fremst meðal jafningja þegar kemur að sýnileika bestu CrossFit kvenna heimsins í stærstu fjölmiðlunum Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá kappaksturskonuna Danica Patrick á ESPN Women ráðstefnunni fyrir ári síðan.One of the most recognizable athletes in sports - THE @DanicaPatrick - is now live with @HannahStormESPN from the #espnWsummithttps://t.co/PZdvMl73NJ — espnW (@espnW) October 2, 2018 CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira
Íslenska CrossFit stjarnan Katrín Tanja Davíðsdóttir heldur áfram að vera í sviðsljósinu í bandarísku íþróttalífi en hún hefur átt heldur betur viðburðaríkt haust. Katrín Tanja Davíðsdóttir var í toppbaráttunni á heimsleikunum í CrossFit í ágúst, gaf út bókina „Dóttir“ í haust, birtist nakin á síðum ESPN í Body Issue í byrjun september og nú síðast var það gert opinbert að Katrín Tanja mun halda ræðu á ESPN W Women + Sports fundinum í október. ESPN W Women + Sports ráðstefnan um konur í íþróttum fer nú fram í tíunda sinn og má nálgast helstu upplýsingar um hana með því að smella hér. Katrín Tanja verður þar í góðum hópi fyrirlestra eða með öðrum konum sem hafa látið til sín taka í bandarísku íþróttalífi. Meðal þeirra er Julie Foudy, fyrrum heimsmeistari með bandaríska fótboltalandsliðinu, WNBA-meistarinn og formaður leikmannasamtaka WNBA Nneka Ogwumike og Robin Roberts önnur af umsjónarmönnum sjónvarpsþáttarins Good Morning America.Katrin Davidsdottir is the first-ever CrossFit specific athlete to be featured in ESPN’s The Magazine annual “The Body Issue!” Learn more about Katrin and her journey to becoming a two-time Crossfit champion in her new book, DOTTIR! https://t.co/mh2nGrbqZ7 — St. Martin's Press (@StMartinsPress) September 4, 2019 Katrín Tanja mun halda fyrirlestur sinn mánudaginn 21. október næstkomandi en ráðstefnan fer fram á Newport Beach í Kaliforníu. Fyrirlestur Katrínar verður á fyrsta degi ráðstefnunnar sem mun alls taka þrjá daga. Katrín Tanja verður síðan á pallborði með Becky Lynch og Monica Puig. Monica Puig varð Ólympíumeistari í tennis í Ríó 2016 en Becky Lynch er mjög þekkt fjölbragðaglímukona og ríkjandi WWE meistari. Katrín er líka búin að gera margra ára samning við NOBULL en hún var eins og flestir vita fyrsti CrossFit íþróttamaðurinn sem fær að vera með í ESPN’s Body Issue. Frægð hennar eykst því með hverjum degi í Bandaríkjunum og virðist okkar kona vera fremst meðal jafningja þegar kemur að sýnileika bestu CrossFit kvenna heimsins í stærstu fjölmiðlunum Bandaríkjanna. Hér fyrir neðan má sjá kappaksturskonuna Danica Patrick á ESPN Women ráðstefnunni fyrir ári síðan.One of the most recognizable athletes in sports - THE @DanicaPatrick - is now live with @HannahStormESPN from the #espnWsummithttps://t.co/PZdvMl73NJ — espnW (@espnW) October 2, 2018
CrossFit Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp Handbolti „Það féll ekki mikið með okkur“ Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Okkur sjálfum að kenna“ Enski boltinn Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn United missti frá sér sigurinn í lokin Enski boltinn Fleiri fréttir Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ „Það féll ekki mikið með okkur“ „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ United missti frá sér sigurinn í lokin „Missum þetta klaufalega frá okkur“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Snæfríður Sól í sjötta sæti á EM Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Hilmar með fínan leik í bikarsigri 41 árs þjálfari lést eftir fall á heimili sínu Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Hættir við að kæra Conor McGregor fyrir nauðgun Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Í vinnunni þegar hann fékk óvænt gleðitíðindi Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag „Eina leiðin til að lifa af“ Big Ben í kvöld: Þorlákur, Gummi Gumm og Gunni Birgis í beinni Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Slógu Íslandsmet um tæpa sekúndu og Símon á inni fyrir öðru meti Stóð uppi sem sigurvegari á krefjandi ári: „Var búið að vera svo erfitt“ Sjá meira