Tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum upp á skólastyrk Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. september 2019 09:30 Spánverjinn Coque Lopez keppir í rafíþróttum. Getty/Jack Thomas Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe Rafíþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira
Fjölmargir íslenskir íþróttamenn hafa komist til Bandaríkjanna á skólastyrk í gegnum tíðina vegna færni sinnar í íþróttum eins og fótbolta eða körfubolta. Nú geta öflugir íslenskir tölvuleikjaspilarar átt möguleika á því að fara sömu leið. Rafíþróttir er samheiti yfir skipulagða keppni í tölvuleikjum en það að spila tölvuleiki hefur lengi ekki eiga neitt skylt við íþróttir. Það er hins vegar mikið breytt í dag, bæði hér á landi og erlendis. Íslenskar rafíþróttir eru nú komnar undir einn hatt síðan að Rafíþróttasamtök Íslands voru stofnuð. Rafíþróttasamtök Íslands bauð upp á keppni í rafíþróttum á Reykjavíkurleikunum fyrr á þessu ári í samstarfi við Íþróttabandalag Reykjavíkur sem var stærsti rafíþróttaviðburður Íslands frá upphafi. En aftur af Bandaríkjunum og ástæðunni fyrir pælingum um mögulega skólastyrki fyrir íslenska tölvuleikjaspilara. Skólastyrkjum fyrir rafíþróttafólk hefur nefnilega fjölgað gríðarlega í bandarískum háskólum eins og sjá má hér fyrir neðan.200 schools now offer esports scholarships, giving gaming students a total of $15 million. https://t.co/hxxpXemBtO — Darren Rovell (@darrenrovell) September 18, 2019Þar kemur fram að tvö hundruð bandarískir háskólar bjóða nú rafíþróttamönnum skólastyrk og setja samtals alls fimmtán milljónir Bandaríkjadala í þá styrki eða 1,8 milljarði íslenskra króna. Vöxturinn hefur verið gríðarlegur á undanförnum árum en fyrir aðeins tveimur árum voru skólarnir 60 og upphæðin fjórar milljónir dollara. Árið 2014, fyrir aðeins fimm árum, var aðeins einn skóli sem bauð upp á skólastyrk fyrir rafíþróttafólk. Robert Morris University steig fyrsta skrefið árið 2014 en árið eftir voru skólarnir orðnir þrír og tveimur árum seinna voru þeir fimmtán. Í ár hefur skólunum síðan fjölgað um 140 eða úr 60 upp í 200. Rafíþróttir eru í miklum vexti í heiminum og vel heppnað heimsmeistaramót í Fortnite tölvuleiknum fyrr á þessu ári er gott dæmi um það. Hinn sextán ára gamli Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí og vann sér inn 3 milljónir Bandaríkjadala eða 372 milljónir íslenskra króna. Það gæti því orðið erfitt fyrir foreldra að halda því fram árið 2019 að börnin þeirra hafi ekkert upp úr tölvuleikjaspili í framtíðinni. Krakkarnir geta nú bæði unnið til stórra peningaverðlauna á rafíþróttamótum og einnig tryggt sér verðmæta skólastyrki.Kyle Giersdorf vann heimsmeistaratitilinn í Fortnite í lok júlí.Getty/Mike Stobe
Rafíþróttir Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Coote dómari í enn verri málum „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Popovich fékk heilablóðfall Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Keflavík semur við leikmann sem hefur skorað tvö stig í úrslitaeinvígi NBA Sjá meira