Hagfræðingur sem gerði gagn Þorvaldur Gylfason skrifar 19. september 2019 08:00 Reykjavík – Ég hitti hann fyrst á fundi í Tennessee 1985. Hann hét Martin Weitzman og var þá rösklega fertugur prófessor í hagfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) en hann færði sig nokkrum árum síðar yfir í Harvard-háskóla hinum megin við Charles-ána sem rennur í gegnum Boston. Það sást langar leiðir að þar fór mikill töffari og hann var þegar þetta var í þann veginn að verða heimsfrægur fyrir kenningu sem New York Times kallaði í forustugrein eitt merkasta framlag hagfræðings í 50 ár. Leiðarahöfundur blaðsins átti við að tæp 50 ár voru þá liðin frá því er faðir þjóðhagfræðinnar, John Maynard Keynes, hafði lagt til leið til að girða fyrir djúpar efnahagskreppur. Stígum á bensíngjöfina ef hagkerfið lendir í lægð, sagði Keynes, og stígum á bremsuna til að sporna gegn ofþenslu. Þessi einfalda uppskrift útheimti vandlegan rökstuðning og er enn í fullu gildi og dugði eftirminnilega til að aftra fjármálakreppunni í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu fyrir áratug frá því að leiða af sér nýja langvinna heimskreppu. Svo fór ekki. Hagfræði gerir gagn sé vel með hana farið.Hlutaskipti Hugmynd Weitzmans sem New York Times mærði svo mjög og með réttu fjallaði um einfalda leið til að vinna bug á atvinnuleysi samfara verðbólgu sem héldust þá í hendur bæði í Ameríku og Evrópu. Weitzman sagði: Ófullkomin samkeppni á vörumarkaði – fákeppni! – leiðir af sér hærra verð en ella og meðfylgjandi offramboð á vörum og þjónustu svo að seljendur þurfa að bítast um viðskiptavini, t.d. með auglýsingum. Vöruskortur þekkist því varla. Líku máli gegnir um vinnumarkað þar sem ófullkomin samkeppni leiðir af sér hærri laun en ella og meðfylgjandi offramboð vinnuafls og þá um leið atvinnuleysi. Weitzman lagði til einfalda lausn á vandanum: hlutaskipti. Semji launþegar við fyrirtækin um hlut frekar en, eða til viðbótar við, föst laun verða launin ívið lægri en ella, já, en allir fá vinnu. Íslendingar þekkja þetta. Atvinnuleysi er nær óþekkt meðal íslenzkra sjómanna enda hafa hlutaskipti lengi tíðkazt í sjávarútvegi. Atvinnuleysi þekkist varla heldur í Japan þar eð mörg fyrirtæki þar greiða starfsmönnum bæði föst laun og hlut. Hugmynd Weitzmans náði ekki fram að ganga sem almennt úrræði á vinnumarkaði einkum vegna andstöðu þeirra sem myndu þurfa að sætta sig við ívið lægri laun til hagsbóta fyrir heildina.Veiðigjald Martin Weitzman heimsótti Ísland sem ráðgjafi auðlindanefndar undir forustu dr. Jóhannesar Nordal 1998-2000 og kynnti nefndinni margþætt og sumpart nýstárleg rök fyrir veiðigjaldi sem hagkvæmu og réttlátu fiskveiðistjórnarúrræði. Hann sagði ákvörðun veiðigjalds þó ekki eiga heima í höndum stjórnmálamanna heldur óháðra aðila líkt og sjálfsagt þykir t.d. að dómstólar og nú orðið einnig seðlabankar séu óháðir stjórnmálahagsmunum. Skömmu síðar, 2002, var veiðigjald leitt í lög en þó aðeins að nafninu til og þá þannig að Alþingi ákveður gjaldið. Hálfur sigur vannst. Fullnaðarsigur bíður þess að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána með ákvæðinu um auðlindir í þjóðareigu sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Síðustu ár fjallaði Martin Weitzman einkum um hlýnun loftslags og undirstrikaði hættuna á að mjög ólíklegir atburðir geta gerzt þrátt fyrir allt. Slíkir atburðir eru kenndir við svarta svani. Hann taldi að loftslag gæti hlýnað hratt, m.a. vegna losunar metans úr freðmýrum jarðar, því hann kunni einnig efnafræði. Weitzman hafði löngu fyrr skipað sér í röð fremstu umhverfishagfræðinga heims og fór víða til að reyna að sýna almenningi og stjórnvöldum fram á nauðsyn markvissra aðgerða gegn vánni. Hann kom í þessu skyni m.a. aftur til Íslands 2008. Sjálfum sér samkvæmur lagði hann megináherzlu á þörfina fyrir að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið með skilvirkri gjaldheimtu. Hlýnun loftslags og ofveiði til sjós eru hliðstæð verkefni og útheimta hliðstæðar varnir. Um þetta eru nú orðið nær allir umhverfishagfræðingar á einu máli og ekki bara þeir. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lýst stuðningi við gjaldheimtu til að draga úr hlýnun loftslags. Skömmu áður en þó ekki fyrr en eftir hrun hafði AGS tekið af skarið og mælt opinskátt með hækkun veiðigjalds hér heima og síðan andmælt lækkun þess. Nú er rödd Martins Weitzman hljóðnuð. Hann lézt fyrir skömmu 77 ára að aldri en hann skilur eftir sig þakkláta samstarfsmenn, vini og aðdáendur um allan heim. Ég er einn þeirra. Hann hélt sig fjarri hamagangi heimsins og kaus heldur að vinna sín verk með hægð. Hann var afburðasnjall hagfræðingur og fjallaði helzt um þau efnahagsmál sem honum þóttu allra brýnust. Atvinnuleysi, óhagkvæmni, ranglæti og umhverfisspjöll að ekki sé talað um heimsvá voru sem eitur í beinum hans. Ævistarf hans allt vitnar um að hann hafði hjartað á réttum stað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorvaldur Gylfason Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Reykjavík – Ég hitti hann fyrst á fundi í Tennessee 1985. Hann hét Martin Weitzman og var þá rösklega fertugur prófessor í hagfræði í Tækniháskólanum í Massachusetts (MIT) en hann færði sig nokkrum árum síðar yfir í Harvard-háskóla hinum megin við Charles-ána sem rennur í gegnum Boston. Það sást langar leiðir að þar fór mikill töffari og hann var þegar þetta var í þann veginn að verða heimsfrægur fyrir kenningu sem New York Times kallaði í forustugrein eitt merkasta framlag hagfræðings í 50 ár. Leiðarahöfundur blaðsins átti við að tæp 50 ár voru þá liðin frá því er faðir þjóðhagfræðinnar, John Maynard Keynes, hafði lagt til leið til að girða fyrir djúpar efnahagskreppur. Stígum á bensíngjöfina ef hagkerfið lendir í lægð, sagði Keynes, og stígum á bremsuna til að sporna gegn ofþenslu. Þessi einfalda uppskrift útheimti vandlegan rökstuðning og er enn í fullu gildi og dugði eftirminnilega til að aftra fjármálakreppunni í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu fyrir áratug frá því að leiða af sér nýja langvinna heimskreppu. Svo fór ekki. Hagfræði gerir gagn sé vel með hana farið.Hlutaskipti Hugmynd Weitzmans sem New York Times mærði svo mjög og með réttu fjallaði um einfalda leið til að vinna bug á atvinnuleysi samfara verðbólgu sem héldust þá í hendur bæði í Ameríku og Evrópu. Weitzman sagði: Ófullkomin samkeppni á vörumarkaði – fákeppni! – leiðir af sér hærra verð en ella og meðfylgjandi offramboð á vörum og þjónustu svo að seljendur þurfa að bítast um viðskiptavini, t.d. með auglýsingum. Vöruskortur þekkist því varla. Líku máli gegnir um vinnumarkað þar sem ófullkomin samkeppni leiðir af sér hærri laun en ella og meðfylgjandi offramboð vinnuafls og þá um leið atvinnuleysi. Weitzman lagði til einfalda lausn á vandanum: hlutaskipti. Semji launþegar við fyrirtækin um hlut frekar en, eða til viðbótar við, föst laun verða launin ívið lægri en ella, já, en allir fá vinnu. Íslendingar þekkja þetta. Atvinnuleysi er nær óþekkt meðal íslenzkra sjómanna enda hafa hlutaskipti lengi tíðkazt í sjávarútvegi. Atvinnuleysi þekkist varla heldur í Japan þar eð mörg fyrirtæki þar greiða starfsmönnum bæði föst laun og hlut. Hugmynd Weitzmans náði ekki fram að ganga sem almennt úrræði á vinnumarkaði einkum vegna andstöðu þeirra sem myndu þurfa að sætta sig við ívið lægri laun til hagsbóta fyrir heildina.Veiðigjald Martin Weitzman heimsótti Ísland sem ráðgjafi auðlindanefndar undir forustu dr. Jóhannesar Nordal 1998-2000 og kynnti nefndinni margþætt og sumpart nýstárleg rök fyrir veiðigjaldi sem hagkvæmu og réttlátu fiskveiðistjórnarúrræði. Hann sagði ákvörðun veiðigjalds þó ekki eiga heima í höndum stjórnmálamanna heldur óháðra aðila líkt og sjálfsagt þykir t.d. að dómstólar og nú orðið einnig seðlabankar séu óháðir stjórnmálahagsmunum. Skömmu síðar, 2002, var veiðigjald leitt í lög en þó aðeins að nafninu til og þá þannig að Alþingi ákveður gjaldið. Hálfur sigur vannst. Fullnaðarsigur bíður þess að Alþingi staðfesti nýju stjórnarskrána með ákvæðinu um auðlindir í þjóðareigu sem 83% kjósenda lýstu sig fylgjandi í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012. Síðustu ár fjallaði Martin Weitzman einkum um hlýnun loftslags og undirstrikaði hættuna á að mjög ólíklegir atburðir geta gerzt þrátt fyrir allt. Slíkir atburðir eru kenndir við svarta svani. Hann taldi að loftslag gæti hlýnað hratt, m.a. vegna losunar metans úr freðmýrum jarðar, því hann kunni einnig efnafræði. Weitzman hafði löngu fyrr skipað sér í röð fremstu umhverfishagfræðinga heims og fór víða til að reyna að sýna almenningi og stjórnvöldum fram á nauðsyn markvissra aðgerða gegn vánni. Hann kom í þessu skyni m.a. aftur til Íslands 2008. Sjálfum sér samkvæmur lagði hann megináherzlu á þörfina fyrir að draga úr losun koltvísýrings út í andrúmsloftið með skilvirkri gjaldheimtu. Hlýnun loftslags og ofveiði til sjós eru hliðstæð verkefni og útheimta hliðstæðar varnir. Um þetta eru nú orðið nær allir umhverfishagfræðingar á einu máli og ekki bara þeir. Alþjóðabankinn og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafa lýst stuðningi við gjaldheimtu til að draga úr hlýnun loftslags. Skömmu áður en þó ekki fyrr en eftir hrun hafði AGS tekið af skarið og mælt opinskátt með hækkun veiðigjalds hér heima og síðan andmælt lækkun þess. Nú er rödd Martins Weitzman hljóðnuð. Hann lézt fyrir skömmu 77 ára að aldri en hann skilur eftir sig þakkláta samstarfsmenn, vini og aðdáendur um allan heim. Ég er einn þeirra. Hann hélt sig fjarri hamagangi heimsins og kaus heldur að vinna sín verk með hægð. Hann var afburðasnjall hagfræðingur og fjallaði helzt um þau efnahagsmál sem honum þóttu allra brýnust. Atvinnuleysi, óhagkvæmni, ranglæti og umhverfisspjöll að ekki sé talað um heimsvá voru sem eitur í beinum hans. Ævistarf hans allt vitnar um að hann hafði hjartað á réttum stað.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar