Hefur barist fyrir dóttur sína í mörg ár og stefnir nú ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. september 2019 15:07 Sigurður Oddsson hefur árum saman reynt að fá kostnað vegna tannréttinga dóttur sinnar endurgreiddan frá Sjúkratryggingum, án árangurs. Skjáskot/Stöð 2 Faðir stúlku með skarð í gómi, sem barist hefur við að fá greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga dóttur sinnar, hyggst stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina. Sigurður lýsti baráttu sinni við kerfið í viðtali við Stöð 2 í apríl. Hann sagðist ítrekað hafa fengið þau svör frá Sjúkratryggingum að staða dóttur hans væri ekki nógu slæm, þrátt fyrir að hann hafi sýnt fram á að hún væri með skarð í harða gómi og ætti samkvæmt reglum því að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga.Viðtalið við Sigurð frá því í apríl má horfa á í spilaranum hér að neðan.Þann 29. apríl síðastliðinn sendi Umhyggja - félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar. Sigurður segir í samtali við Vísi að ekkert hafi þokast í málinu síðan. Nú sé mælirinn fullur og því sé dómsmál í burðarliðnum. „Réttur er með málið og sér um þetta fyrir mig, Umhyggja er líka með í því. Þetta er bara mál dóttur minnar, við erum annars þrír foreldrar saman í þessu en hin eru að bíða eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd Sjúkrasjóðs. Þetta er barátta við gamalt risaeðlukerfi,“ segir Sigurður. Hann segir að markmiðið með stefnunni sé að bakkað verði með umrædda reglugerð. „Heilbrigðisráðuneytið fékk allan ágúst til að svara okkur, það kom ekkert svar, þannig að mitt mál er í undirbúningi að fara fyrir dóm. Þetta er sanngirnissjónarmið hjá okkur. Við viljum að börnin fái að njóta vafans en ekki stofnunin.“ Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Faðir stúlku með skarð í gómi, sem barist hefur við að fá greiðsluþátttöku Sjúkratrygginga Íslands vegna tannréttinga dóttur sinnar, hyggst stefna íslenska ríkinu vegna málsins. Börn sem fæðast með skarð í vör eða gómi þarfnast margvíslegrar heilbrigðisþjónustu, meðal annars tannréttinga. Árið 2010 var gerð breyting á reglugerð sem varð til þess að þessi börn með skarð í vör eða gómi féllu ekki lengur undir greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, nema í allra alvarlegustu tilfellunum.Sjá einnig: Börnum með klofinn góm mismunað í kerfinu Um áramótin tók gildi breyting á reglugerð sem átti að tryggja að þessi börn fengju styrk frá Sjúkratryggingum vegna tannréttinga. Þrátt fyrir þetta hefur stofnunin haldið áfram að synja umsóknum. Sigþrúður Sigurðardóttir, dóttir Sigurðar Oddssonar, er fædd 2006 og er ein þeirra barna sem hefur ítrekað verið synjað um greiðsluþátttöku í gegnum tíðina. Sigurður lýsti baráttu sinni við kerfið í viðtali við Stöð 2 í apríl. Hann sagðist ítrekað hafa fengið þau svör frá Sjúkratryggingum að staða dóttur hans væri ekki nógu slæm, þrátt fyrir að hann hafi sýnt fram á að hún væri með skarð í harða gómi og ætti samkvæmt reglum því að njóta greiðsluþátttöku vegna tannréttinga.Viðtalið við Sigurð frá því í apríl má horfa á í spilaranum hér að neðan.Þann 29. apríl síðastliðinn sendi Umhyggja - félag langveikra barna frá sér opinbera áskorun til heilbrigðisráðherra, félags- og barnamálaráðherra, Sjúkratrygginga Íslands, þingmanna og velferðarnefndar, þar sem skorað var á hlutaðeigandi að tryggja öllum börnum sem fæðast með skarð í gómi lögbundna heilbrigðisþjónustu vegna nauðsynlegrar tannréttingameðferðar. Sigurður segir í samtali við Vísi að ekkert hafi þokast í málinu síðan. Nú sé mælirinn fullur og því sé dómsmál í burðarliðnum. „Réttur er með málið og sér um þetta fyrir mig, Umhyggja er líka með í því. Þetta er bara mál dóttur minnar, við erum annars þrír foreldrar saman í þessu en hin eru að bíða eftir úrskurði hjá úrskurðarnefnd Sjúkrasjóðs. Þetta er barátta við gamalt risaeðlukerfi,“ segir Sigurður. Hann segir að markmiðið með stefnunni sé að bakkað verði með umrædda reglugerð. „Heilbrigðisráðuneytið fékk allan ágúst til að svara okkur, það kom ekkert svar, þannig að mitt mál er í undirbúningi að fara fyrir dóm. Þetta er sanngirnissjónarmið hjá okkur. Við viljum að börnin fái að njóta vafans en ekki stofnunin.“
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45 Mest lesið Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Innlent Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Innlent Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Innlent Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Sjá meira
Börn með skarð í gómi fá tannréttingar ekki greiddar Sjúkratryggingar Íslands hafa ítrekað synjað börnum með skarð í gómi um greiðsluþátttöku vegna tannréttinga, þrátt fyrir að reglugerð kveði á um annað. Faðir stúlku sem hefur barist við kerfið í mörg ár segir sorglegt að börnin fái ekki að njóta vafans. 29. apríl 2019 19:45