Gjaldþrot West Seafood á Flateyri: Fólk dofið yfir því hver staðan er eftir fyrri áföll Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2019 13:15 Fiskvinnslufyrirtækið Kambur var á sínum tíma langstærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Eigendur seldu hins vegar eigir félagsins árið 2007. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta hefur verið sorgarsaga á Flateyri síðan Kambur lokaði þarna 2007,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða um ástandið á Flateyri. Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood, sem var með fimmtán manns í vinnu í byrjun árs en sjö um síðustu mánaðarmót, var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðum. Finnbogi segir að Verkalýðsfélag Vestfjarða hafi átt fund með starfsfólki á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Hann segir að fólk hafi borið sig vel og vonist til að hægt verði að finna trausta aðila til að koma að rekstri á staðnum. „En því miður er það þannig að þegar fólk er búið að ganga í gegnum svona erfið áföll, eins og raunin hefur verið á Flateyri síðan 2007, þá verður fólk svolítið dofið yfir því hve staðan er. Það er því miður staðan. Fólk ber sig hins vegar ótrúlega vel og það er frábært að sjá hvað er í raun mikill hugur í fólki. Hugsar að vonandi fari þetta af stað aftur og vonandi fái það vinnu aftur,“ segir Finnbogi.Fínt húsnæði, verkþekking og stutt á miðin Finnbogi segir að fólk sé ekki búið að glata voninni. Það sé ekki það sem hann heyri. „Auðvitað er það vonsvikið að þetta skuli fara svona. Það eru allir burðir þarna til að hægt sé að reka fína fiskvinnslu. Það eru flott fiskvinnsluhúsnæði á Flateyri – þó ekki endilega það sem West Seafood var að vinna í – en svo er góð verkþekking á staðnum, auk þess að fiskmiðin eru nú bara þarna í bakgarðinum.“Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.Enn er verið að taka saman kröfur félagsmanna, en Finnbogi segir að líklega séu launakröfur um ellefu milljónir króna, og lífeyrissjóðir og stéttarfélagsiðgjöld á fimmtu milljón. Einnig séu ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1. maí og út uppsaganarfrest. Laun, orlof og greiðslur í lifeyrissjóð falla undir ábyrgðasjóð launa en slíkt eigi ekki við um stéttarfélagsiðgjöldin.Var lofað vinnu eftir sumarlokun Finnbogi segir að flestir starfsmenn hafi séð í hvað stefndi eftir að fyrirtækinu var forðað frá gjaldþroti í mars. „Það hafði verið bras, bátur missti veiðileyfið, það var hráefnisskortur og lausafjárskortur,“ segir Finnbogi. West Seafood sagði í vor upp átta manns, en fimmtán manns höfðu þá starfað hjá fyrirtækinu. Hafi verið reynt að hafa þá sem búsettir voru í plássinu áfram í vinnu eins lengi og hægt var. „Það var hins vegar þannig að sagt var við þá sem sagt var upp í vor, að þeir myndu fá aftur vinnuna eftir sumarlokun. Það var búið að gefa undir fótinn með það. Það fólk skráði sig ekki atvinnulaust og hefur þá verið launalaust síðan í júní. Fyrirtækið átti ekki fyrir orlofi starfsmanna svo verkalýðsfélagið hljóp þar undir bagga. Starfsfólk fékk því einhver laun en ekki full.“ Finnbogi segir að eftir samtöl við fulltrúa Vinnumálastofnunar á Ísafirði sýnist starfsmönnum félagsins á öllu að þessi mannskapur sem þarna situr óbættur hjá garði, að hann er byrjaður að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Enda ekki að mörgu öðru að snúa á Flateyri eins og staðan er. Því miður.“ Byggðamál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
„Þetta hefur verið sorgarsaga á Flateyri síðan Kambur lokaði þarna 2007,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða um ástandið á Flateyri. Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood, sem var með fimmtán manns í vinnu í byrjun árs en sjö um síðustu mánaðarmót, var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðum. Finnbogi segir að Verkalýðsfélag Vestfjarða hafi átt fund með starfsfólki á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Hann segir að fólk hafi borið sig vel og vonist til að hægt verði að finna trausta aðila til að koma að rekstri á staðnum. „En því miður er það þannig að þegar fólk er búið að ganga í gegnum svona erfið áföll, eins og raunin hefur verið á Flateyri síðan 2007, þá verður fólk svolítið dofið yfir því hve staðan er. Það er því miður staðan. Fólk ber sig hins vegar ótrúlega vel og það er frábært að sjá hvað er í raun mikill hugur í fólki. Hugsar að vonandi fari þetta af stað aftur og vonandi fái það vinnu aftur,“ segir Finnbogi.Fínt húsnæði, verkþekking og stutt á miðin Finnbogi segir að fólk sé ekki búið að glata voninni. Það sé ekki það sem hann heyri. „Auðvitað er það vonsvikið að þetta skuli fara svona. Það eru allir burðir þarna til að hægt sé að reka fína fiskvinnslu. Það eru flott fiskvinnsluhúsnæði á Flateyri – þó ekki endilega það sem West Seafood var að vinna í – en svo er góð verkþekking á staðnum, auk þess að fiskmiðin eru nú bara þarna í bakgarðinum.“Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.Enn er verið að taka saman kröfur félagsmanna, en Finnbogi segir að líklega séu launakröfur um ellefu milljónir króna, og lífeyrissjóðir og stéttarfélagsiðgjöld á fimmtu milljón. Einnig séu ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1. maí og út uppsaganarfrest. Laun, orlof og greiðslur í lifeyrissjóð falla undir ábyrgðasjóð launa en slíkt eigi ekki við um stéttarfélagsiðgjöldin.Var lofað vinnu eftir sumarlokun Finnbogi segir að flestir starfsmenn hafi séð í hvað stefndi eftir að fyrirtækinu var forðað frá gjaldþroti í mars. „Það hafði verið bras, bátur missti veiðileyfið, það var hráefnisskortur og lausafjárskortur,“ segir Finnbogi. West Seafood sagði í vor upp átta manns, en fimmtán manns höfðu þá starfað hjá fyrirtækinu. Hafi verið reynt að hafa þá sem búsettir voru í plássinu áfram í vinnu eins lengi og hægt var. „Það var hins vegar þannig að sagt var við þá sem sagt var upp í vor, að þeir myndu fá aftur vinnuna eftir sumarlokun. Það var búið að gefa undir fótinn með það. Það fólk skráði sig ekki atvinnulaust og hefur þá verið launalaust síðan í júní. Fyrirtækið átti ekki fyrir orlofi starfsmanna svo verkalýðsfélagið hljóp þar undir bagga. Starfsfólk fékk því einhver laun en ekki full.“ Finnbogi segir að eftir samtöl við fulltrúa Vinnumálastofnunar á Ísafirði sýnist starfsmönnum félagsins á öllu að þessi mannskapur sem þarna situr óbættur hjá garði, að hann er byrjaður að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Enda ekki að mörgu öðru að snúa á Flateyri eins og staðan er. Því miður.“
Byggðamál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21 Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Erlent Fleiri fréttir Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Sjá meira
West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21