Gjaldþrot West Seafood á Flateyri: Fólk dofið yfir því hver staðan er eftir fyrri áföll Atli Ísleifsson skrifar 18. september 2019 13:15 Fiskvinnslufyrirtækið Kambur var á sínum tíma langstærsti vinnustaðurinn á Flateyri. Eigendur seldu hins vegar eigir félagsins árið 2007. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Þetta hefur verið sorgarsaga á Flateyri síðan Kambur lokaði þarna 2007,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða um ástandið á Flateyri. Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood, sem var með fimmtán manns í vinnu í byrjun árs en sjö um síðustu mánaðarmót, var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðum. Finnbogi segir að Verkalýðsfélag Vestfjarða hafi átt fund með starfsfólki á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Hann segir að fólk hafi borið sig vel og vonist til að hægt verði að finna trausta aðila til að koma að rekstri á staðnum. „En því miður er það þannig að þegar fólk er búið að ganga í gegnum svona erfið áföll, eins og raunin hefur verið á Flateyri síðan 2007, þá verður fólk svolítið dofið yfir því hve staðan er. Það er því miður staðan. Fólk ber sig hins vegar ótrúlega vel og það er frábært að sjá hvað er í raun mikill hugur í fólki. Hugsar að vonandi fari þetta af stað aftur og vonandi fái það vinnu aftur,“ segir Finnbogi.Fínt húsnæði, verkþekking og stutt á miðin Finnbogi segir að fólk sé ekki búið að glata voninni. Það sé ekki það sem hann heyri. „Auðvitað er það vonsvikið að þetta skuli fara svona. Það eru allir burðir þarna til að hægt sé að reka fína fiskvinnslu. Það eru flott fiskvinnsluhúsnæði á Flateyri – þó ekki endilega það sem West Seafood var að vinna í – en svo er góð verkþekking á staðnum, auk þess að fiskmiðin eru nú bara þarna í bakgarðinum.“Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.Enn er verið að taka saman kröfur félagsmanna, en Finnbogi segir að líklega séu launakröfur um ellefu milljónir króna, og lífeyrissjóðir og stéttarfélagsiðgjöld á fimmtu milljón. Einnig séu ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1. maí og út uppsaganarfrest. Laun, orlof og greiðslur í lifeyrissjóð falla undir ábyrgðasjóð launa en slíkt eigi ekki við um stéttarfélagsiðgjöldin.Var lofað vinnu eftir sumarlokun Finnbogi segir að flestir starfsmenn hafi séð í hvað stefndi eftir að fyrirtækinu var forðað frá gjaldþroti í mars. „Það hafði verið bras, bátur missti veiðileyfið, það var hráefnisskortur og lausafjárskortur,“ segir Finnbogi. West Seafood sagði í vor upp átta manns, en fimmtán manns höfðu þá starfað hjá fyrirtækinu. Hafi verið reynt að hafa þá sem búsettir voru í plássinu áfram í vinnu eins lengi og hægt var. „Það var hins vegar þannig að sagt var við þá sem sagt var upp í vor, að þeir myndu fá aftur vinnuna eftir sumarlokun. Það var búið að gefa undir fótinn með það. Það fólk skráði sig ekki atvinnulaust og hefur þá verið launalaust síðan í júní. Fyrirtækið átti ekki fyrir orlofi starfsmanna svo verkalýðsfélagið hljóp þar undir bagga. Starfsfólk fékk því einhver laun en ekki full.“ Finnbogi segir að eftir samtöl við fulltrúa Vinnumálastofnunar á Ísafirði sýnist starfsmönnum félagsins á öllu að þessi mannskapur sem þarna situr óbættur hjá garði, að hann er byrjaður að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Enda ekki að mörgu öðru að snúa á Flateyri eins og staðan er. Því miður.“ Byggðamál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
„Þetta hefur verið sorgarsaga á Flateyri síðan Kambur lokaði þarna 2007,“ segir Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða um ástandið á Flateyri. Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood, sem var með fimmtán manns í vinnu í byrjun árs en sjö um síðustu mánaðarmót, var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðum. Finnbogi segir að Verkalýðsfélag Vestfjarða hafi átt fund með starfsfólki á mánudaginn þar sem farið var yfir stöðuna. Hann segir að fólk hafi borið sig vel og vonist til að hægt verði að finna trausta aðila til að koma að rekstri á staðnum. „En því miður er það þannig að þegar fólk er búið að ganga í gegnum svona erfið áföll, eins og raunin hefur verið á Flateyri síðan 2007, þá verður fólk svolítið dofið yfir því hve staðan er. Það er því miður staðan. Fólk ber sig hins vegar ótrúlega vel og það er frábært að sjá hvað er í raun mikill hugur í fólki. Hugsar að vonandi fari þetta af stað aftur og vonandi fái það vinnu aftur,“ segir Finnbogi.Fínt húsnæði, verkþekking og stutt á miðin Finnbogi segir að fólk sé ekki búið að glata voninni. Það sé ekki það sem hann heyri. „Auðvitað er það vonsvikið að þetta skuli fara svona. Það eru allir burðir þarna til að hægt sé að reka fína fiskvinnslu. Það eru flott fiskvinnsluhúsnæði á Flateyri – þó ekki endilega það sem West Seafood var að vinna í – en svo er góð verkþekking á staðnum, auk þess að fiskmiðin eru nú bara þarna í bakgarðinum.“Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfjarða.Enn er verið að taka saman kröfur félagsmanna, en Finnbogi segir að líklega séu launakröfur um ellefu milljónir króna, og lífeyrissjóðir og stéttarfélagsiðgjöld á fimmtu milljón. Einnig séu ógreiddar orlofsgreiðslur frá 1. maí og út uppsaganarfrest. Laun, orlof og greiðslur í lifeyrissjóð falla undir ábyrgðasjóð launa en slíkt eigi ekki við um stéttarfélagsiðgjöldin.Var lofað vinnu eftir sumarlokun Finnbogi segir að flestir starfsmenn hafi séð í hvað stefndi eftir að fyrirtækinu var forðað frá gjaldþroti í mars. „Það hafði verið bras, bátur missti veiðileyfið, það var hráefnisskortur og lausafjárskortur,“ segir Finnbogi. West Seafood sagði í vor upp átta manns, en fimmtán manns höfðu þá starfað hjá fyrirtækinu. Hafi verið reynt að hafa þá sem búsettir voru í plássinu áfram í vinnu eins lengi og hægt var. „Það var hins vegar þannig að sagt var við þá sem sagt var upp í vor, að þeir myndu fá aftur vinnuna eftir sumarlokun. Það var búið að gefa undir fótinn með það. Það fólk skráði sig ekki atvinnulaust og hefur þá verið launalaust síðan í júní. Fyrirtækið átti ekki fyrir orlofi starfsmanna svo verkalýðsfélagið hljóp þar undir bagga. Starfsfólk fékk því einhver laun en ekki full.“ Finnbogi segir að eftir samtöl við fulltrúa Vinnumálastofnunar á Ísafirði sýnist starfsmönnum félagsins á öllu að þessi mannskapur sem þarna situr óbættur hjá garði, að hann er byrjaður að skrá sig á atvinnuleysisskrá. „Enda ekki að mörgu öðru að snúa á Flateyri eins og staðan er. Því miður.“
Byggðamál Ísafjarðarbær Sjávarútvegur Vinnumarkaður Tengdar fréttir West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fleiri fréttir Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Sjá meira
West Seafood á Flateyri gjaldþrota Fiskvinnslufyrirtækið West Seafood á Flateyri var úrskurðað gjaldþrota fyrr í mánuðinum. 17. september 2019 20:21