Sveitarfélagið Odsherred, á Norður-Sjálandi, verður það fyrsta í Danmörku til að innleiða fjögurra daga vinnuviku. Um er að ræða þriggja ára tilraunaverkefni sem hefst strax í þessari viku. Hjá sveitarfélaginu starfa um 300 manns sem munu ekki vinna á föstudögum.
Styttingin nemur þó ekki heilum degi því að opnun á öðrum virkum dögum lengist í báða enda, þannig að vinna þarf einn dag í viku frá 7 til 19. Hefðbundin vinnuvika í Danmörku er 37,5 stundir en verður 35 hjá starfsmönnum Odsherred.
Samkvæmt Sören Kuhnrich, fulltrúa eins starfsmannafélagsins, eru starfsmenn fullir tilhlökkunar og hafa samskipti við bæjarstjórn um verkefnið hafi verið góð.
Fjórir dagar í vinnuvikunni
