Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. september 2019 14:37 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Steingrímur J. Sigfússon tókust á á þingi undir liðnum fundarstjórn forseta. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag.Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á samráðsfund um fyrirhugaðar endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú í dag. Á sama tíma stóð til að ræða tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki á Alþingi. Humgmyndir eru uppi hjá ríki og sveitarfélögum að innheimta veggjald af stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins og ræða átti þær hugmyndir við þingmenn svæðisins í dag.Vísir/VilhelmHvassyrtur Steingrímur Undir liðnum fundarstjórn forseta kváðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og viðruðu óánægju með það að fundurinn í ráðuneytinu væri boðaður á sama tíma og þingfundur stæði yfir. Þar á meðal var Þorgerður Katrín. Til snarpra orðaskipta kom á milli hennar og Steingríms sem stýrði þingfundi.„Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu við og af virðingu við Alþingi Íslendinga?,“ sagði Þorgerður Katrín og var heitt í hamsi. „Það er boðaður fundur á eftir uppi í ráðuneyti sem gengur út á það að hækka skatta á Suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn Suðvesturhornsins frá þinginu á meðan?“Þá tók Steingrímur til máls og mæltist til þessað skattamál yrðu rædd þegar þau væru á dagskrá þingsins, sem væri á eftir.„Af hverju er ekki færi á að ræða þau?“ skaut þá Þorgerður Katrín inn í ræðu Steingríms.„Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta,“ svaraði Steingrímur.„Ég vil fá það skriflegt,“ sagði Þorgerður Katrín þá áður en Steingrímur náði orðinu aftur, nokkuð hvassyrtur.„Forseti stendur ekki orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur.„Það er málfrelsi hér í þinginu,“ skaut Þorgerður Katrín inn í áður en Steingrímur svaraði með orðunum „Ekki í frammíköllum við forseta.“Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata.Vísir/VilhelmFundinum að lokum frestað Næst tók til máls Halldóra Mogensem þingmaður Pírata, sem sagðist vera hissa á framkomu Steingríms. „Ég verð að viðurkenna að það fýkur dálítið í mig þegar ég sé forseta koma svona fram. Það er ítrekað verið að segja okkur hvernig og hvar við megum tjá okkur í þessum þingsal og það er óþolandi. Ég er þá búin að koma því frá,“ sagði Halldóra og óskaði eftir því að þingfundi yrði frestað svo þingmenn gætu farið á samráðsfund samgönguráðherra. Steingrímur svaraði Halldóru með því að taka undir gagnrýni þingmanna á tímasetningu samráðsfundarins og sagði „ómögulegt að ráðuneyti boði stóran hluta þingmanna á fund á þingfundartíma“ og við það myndi hann gera athugasemdir. Að lokum kom fram í máli Steingríms að hann hefði farið fram á það að þeim boðum yrði komið á framfæri við samgönguráðuneytið að fresta ætti samráðsfundinum, sem hefjast átti klukkan þrjú. Alþingi Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag.Sigurður Ingi Jóhansson, samgönguráðherra, hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á samráðsfund um fyrirhugaðar endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu klukkan þrjú í dag. Á sama tíma stóð til að ræða tekjuskatt og sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki á Alþingi. Humgmyndir eru uppi hjá ríki og sveitarfélögum að innheimta veggjald af stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins og ræða átti þær hugmyndir við þingmenn svæðisins í dag.Vísir/VilhelmHvassyrtur Steingrímur Undir liðnum fundarstjórn forseta kváðu nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar sér hljóðs og viðruðu óánægju með það að fundurinn í ráðuneytinu væri boðaður á sama tíma og þingfundur stæði yfir. Þar á meðal var Þorgerður Katrín. Til snarpra orðaskipta kom á milli hennar og Steingríms sem stýrði þingfundi.„Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu við og af virðingu við Alþingi Íslendinga?,“ sagði Þorgerður Katrín og var heitt í hamsi. „Það er boðaður fundur á eftir uppi í ráðuneyti sem gengur út á það að hækka skatta á Suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn Suðvesturhornsins frá þinginu á meðan?“Þá tók Steingrímur til máls og mæltist til þessað skattamál yrðu rædd þegar þau væru á dagskrá þingsins, sem væri á eftir.„Af hverju er ekki færi á að ræða þau?“ skaut þá Þorgerður Katrín inn í ræðu Steingríms.„Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta,“ svaraði Steingrímur.„Ég vil fá það skriflegt,“ sagði Þorgerður Katrín þá áður en Steingrímur náði orðinu aftur, nokkuð hvassyrtur.„Forseti stendur ekki orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur.„Það er málfrelsi hér í þinginu,“ skaut Þorgerður Katrín inn í áður en Steingrímur svaraði með orðunum „Ekki í frammíköllum við forseta.“Halldóra Mogensen, formaður þingflokks Pírata.Vísir/VilhelmFundinum að lokum frestað Næst tók til máls Halldóra Mogensem þingmaður Pírata, sem sagðist vera hissa á framkomu Steingríms. „Ég verð að viðurkenna að það fýkur dálítið í mig þegar ég sé forseta koma svona fram. Það er ítrekað verið að segja okkur hvernig og hvar við megum tjá okkur í þessum þingsal og það er óþolandi. Ég er þá búin að koma því frá,“ sagði Halldóra og óskaði eftir því að þingfundi yrði frestað svo þingmenn gætu farið á samráðsfund samgönguráðherra. Steingrímur svaraði Halldóru með því að taka undir gagnrýni þingmanna á tímasetningu samráðsfundarins og sagði „ómögulegt að ráðuneyti boði stóran hluta þingmanna á fund á þingfundartíma“ og við það myndi hann gera athugasemdir. Að lokum kom fram í máli Steingríms að hann hefði farið fram á það að þeim boðum yrði komið á framfæri við samgönguráðuneytið að fresta ætti samráðsfundinum, sem hefjast átti klukkan þrjú.
Alþingi Tengdar fréttir Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25 Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Sjá meira
Undrast veggjöld á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins Framkvæmdastjóri FÍB segir að verði hugmyndirnar að veruleika geti íbúar á ákveðnum svæðum búist við aukakostnaði á bilinu 30-40 þúsund krónum á mánuði. 12. september 2019 13:25
Engin tala verið ákveðin í veggjöldum innan höfuðborgarsvæðisins Bíleigendur eru margir hverjir ekki tilbúnir til þess að greiða veggjöld á stofnbrautum innan höfuðborgarsvæðisins en hugmyndir eru uppi um að nota þá leið til þess að fjármagna samgöngur og samgöngubætur. 12. september 2019 17:38