Katrín fjallar um „þrálátustu meinsemd okkar tíma“ á vef CNN Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. september 2019 13:30 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur #MeToo-ráðstefnu í Hörpu klukkan hálf þrjú í dag. Vísir/vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga. MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra tekur kynferðisofbeldi gegn konum af erlendum uppruna á Íslandi sérstaklega til umfjöllunar í grein um #MeToo-hreyfinguna sem birtist á vef bandarísku fréttastofunnar CNN í morgun. Þá er einnig rætt við Katrínu um #MeToo á vef breska dagblaðsins Guardian í dag. Grein Katrínar á vef CNN er birt undir titlinum Gender inequality is one of the most persistent evils of our times (ísl. Kynjamisrétti er ein þrálátasta meinsemd okkar tíma). Tilefni skrifanna er alþjóðleg #MeToo-ráðstefna sem hefst í Hörpu síðdegis í dag. Katrín tekur #MeToo-hreyfinguna á Íslandi til umfjöllunar í grein sinni og rekur hvernig hreyfingin hafi einkum birst í reynslusögum kvennahópa úr hinum ýmsu stéttum samfélagsins.Sjá einnig: Konur af erlendum uppruna rjúfa þögnina: Sumum þolendum markvisst haldið í viðkvæmri stöðuKatrín segir reynslusögurnar hafa knúið þjóðina til að skoða sérstaklega þá samfélagskima þar sem „menning refsileysis“ hafi fengið að grassera, sérstaklega með tilliti til kvenna af erlendum uppruna. „Fyrir mörg okkar táknuðu vitnisburðir innflytjendakvenna og kvenna úr minnihlutahópum vendipunkt. Þær lýstu stigi fjölþættrar mismununar sem flest okkar höfðu vonað að fyrirfyndist ekki á Íslandi. Þær sýndu fram á það að þrátt fyrir að Ísland hafi náð framförum á sviði kynjajafnréttis, sem hlotið hefur viðurkenningu á alþjóðavettvangi, höfum við ekki tekist nægilega vel á við sniðmengi kynja-, kynþátta- og stéttaóréttlætis.“ Þá segist Katrín staðráðin í því að ríkisstjórn hennar leggi sitt af mörkum í #MeToo-baráttunni. „Við höfum endurskoðað lög og ferli, hraðað fyrirbyggjandi aðgerðum gegn kynferðis- og kynbundnu ofbeldi og áreitni og ráðist í ítarlega skoðun á hlutverki ríkisstjórnarinnar sem vinnuveitanda.“ Grein Katrínar má lesa í heild hér.Fyrir konurnar sem gátu ekki rofið þögnina Þá er rætt við Katrínu um áðurnefnda ráðstefnu í breska dagblaðinu Guardian. Þar segir Katrín að #MeToo-hreyfingin hafi svipt hulunni af kynferðislegri og kynbundinni áreitni sem konur í öllum samfélögum og heimshornum hafi orðið fyrir. „Við skuldum öllum þessum konum, konunum sem gátu ekki rofið þögnina og komandi kynslóðum, að setja málaflokkinn á stefnuskrár og knýja fram breytingar.“ Ráðstefnan verður sett klukkan hálf þrjú í Hörpu í dag og stendur yfir næstu tvo dag. Nú í haust verða tvö ár liðin frá því að #MeToo-bylgjan hófst þar sem konur um allan heim greindu frá kynferðislegu ofbeldi og kynbundinni og kynferðislegri áreitni. Yfir 800 manns hafa skráð sig til þátttöku á ráðstefnunni og er hún því með stærri ráðstefnum um #MeToo sem haldin hefur verið. Um áttatíu fyrirlesarar taka þátt í ráðstefnunni úr röðum fræðafólks, aktívista, stjórnmálamanna og sérfræðinga.
MeToo Tengdar fréttir Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24 Mest lesið Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Erlent Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Innlent Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Innlent Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Íslenskur maður á níræðisaldri lést á Fjarðarheiði Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Sjá meira
Leiða saman ólíka hópa á #metoo-ráðstefnu í Hörpu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur alþjóðlega ráðstefnu um Metoo-hreyfinguna í Hörpu í dag. 17. september 2019 11:24