Crossfit goðsögnin hélt upp á stórafmæli sitt á pítsustað Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. september 2019 12:30 Anníe Mist Þórisdóttir. Mynd/Instagram/anniethorisdottir Crossfit konan Anníe Mist Þórisdóttir á stórafmæli í vikunni því hún heldur upp á þrítugsafmælið sitt á miðvikudaginn. Anníe Mist hélt hins vegar veisluna sína um helgina. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki aðeins fyrsti Íslendingurinn til að vinna heimsleikana í CrossFit heldur var hún fyrsta konan til að vinna þá tvisvar og fyrsta konan til að komast fimm sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir er sannkölluð goðsögn í crossfit heiminum og vinamörg og það var því góðmennt í afmælisveislunni. Staðsetning veislunnar vakti smá athygli og Anníe Mist hafði húmor fyrir því. Íþróttamenn eins og Anníe Mist Þórisdóttir eiga fáa „svindldaga“ þegar kemur að mataræði enda mega þeir ekkert slaka á ætli þeir að halda sér við toppinn í CrossFit heiminum. Það var því smá mótsögn að CrossFit goðsögn eins og Anníe Mist haldi upp á þrítugsafmælið sitt á pítsustað. Anníe Mist hélt nefnilega veisluna sína á Blackbox Pizzeria í Borgartúninu. Anníe gantaðist með staðsetninguna í færslu á Instagram síðunni sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramAs a kid I always dreamed of having my birthday party at a PIZZA place, at the age of 30 I made it happen @blackboxpizzeria ! I am so RICH!! Thank you from the bottom of my heart to everyone that were a part of making yesterday into what it was This was a night I will never forget... the most incredible performers and friends sang and entertained @jonjonssonmusic and @eythoringimusic omg they are good!! DJ @jonasoli Pizza - Ice cream - candy - games and LOUD sing alongs aaaalll night! I am so incredibly grateful for the people I have in my life! Excited for 100 more years with them A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 15, 2019 at 3:06pm PDT „Þegar ég var krakki þá dreymdi mig um að halda upp á afmælið mitt á pizza stað og ég lét loksins verða að því þegar ég var þrítug. Ég er svo rík. Hjartans þakkir til allra sem tóku þátt í að gera gærdaginn eins góðan og hann var,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta var kvöld sem ég gleymi aldri. Frábærir skemmtikraftar og vinir sem skemmtu sér saman. Jón Jónsson og Eyþór Ingi eru svo svo góðir,“ skrifaði Anníe Mist. Söngvararnir Jón Ragnar Jónsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson skemmtu í veislunni. Hún bauð gestum upp á pizzzu, ís og nammi í veislunni eða sannkallaðan svindl dag fyrir marga í veislunni sem eru á fullu í CrossFit. Þar á meðal var Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég er svo þakklát fyrir fólkið í mínu lífi. Spennt fyrir hundrað árum í viðbót með þeim,“ skrifaði Anníe Mist. CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira
Crossfit konan Anníe Mist Þórisdóttir á stórafmæli í vikunni því hún heldur upp á þrítugsafmælið sitt á miðvikudaginn. Anníe Mist hélt hins vegar veisluna sína um helgina. Anníe Mist Þórisdóttir var ekki aðeins fyrsti Íslendingurinn til að vinna heimsleikana í CrossFit heldur var hún fyrsta konan til að vinna þá tvisvar og fyrsta konan til að komast fimm sinnum á verðlaunapall á heimsleikunum í CrossFit. Anníe Mist Þórisdóttir er sannkölluð goðsögn í crossfit heiminum og vinamörg og það var því góðmennt í afmælisveislunni. Staðsetning veislunnar vakti smá athygli og Anníe Mist hafði húmor fyrir því. Íþróttamenn eins og Anníe Mist Þórisdóttir eiga fáa „svindldaga“ þegar kemur að mataræði enda mega þeir ekkert slaka á ætli þeir að halda sér við toppinn í CrossFit heiminum. Það var því smá mótsögn að CrossFit goðsögn eins og Anníe Mist haldi upp á þrítugsafmælið sitt á pítsustað. Anníe Mist hélt nefnilega veisluna sína á Blackbox Pizzeria í Borgartúninu. Anníe gantaðist með staðsetninguna í færslu á Instagram síðunni sinni eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramAs a kid I always dreamed of having my birthday party at a PIZZA place, at the age of 30 I made it happen @blackboxpizzeria ! I am so RICH!! Thank you from the bottom of my heart to everyone that were a part of making yesterday into what it was This was a night I will never forget... the most incredible performers and friends sang and entertained @jonjonssonmusic and @eythoringimusic omg they are good!! DJ @jonasoli Pizza - Ice cream - candy - games and LOUD sing alongs aaaalll night! I am so incredibly grateful for the people I have in my life! Excited for 100 more years with them A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) on Sep 15, 2019 at 3:06pm PDT „Þegar ég var krakki þá dreymdi mig um að halda upp á afmælið mitt á pizza stað og ég lét loksins verða að því þegar ég var þrítug. Ég er svo rík. Hjartans þakkir til allra sem tóku þátt í að gera gærdaginn eins góðan og hann var,“ skrifaði Anníe Mist. „Þetta var kvöld sem ég gleymi aldri. Frábærir skemmtikraftar og vinir sem skemmtu sér saman. Jón Jónsson og Eyþór Ingi eru svo svo góðir,“ skrifaði Anníe Mist. Söngvararnir Jón Ragnar Jónsson og Eyþór Ingi Gunnlaugsson skemmtu í veislunni. Hún bauð gestum upp á pizzzu, ís og nammi í veislunni eða sannkallaðan svindl dag fyrir marga í veislunni sem eru á fullu í CrossFit. Þar á meðal var Katrín Tanja Davíðsdóttir. „Ég er svo þakklát fyrir fólkið í mínu lífi. Spennt fyrir hundrað árum í viðbót með þeim,“ skrifaði Anníe Mist.
CrossFit Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Fleiri fréttir Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Sjá meira