Fyrsta skrefið í rétta átt hjá Víkingi Kristinn Páll Teitsson skrifar 16. september 2019 07:30 Sölvi fagnaði bikarmeistaratitli í fimmta sinn á ferlinum um helgina en nú með uppeldisfélagi sínu, átján árum eftir að hann steig fyrstu skref sín með meistaraflokki Víkings. Fréttablaðið/Valli „Þessi er í efsta sæti, sá langstærsti á ferlinum, það er engin spurning. Enginn af hinum titlunum kemst í nálægð við þennan, að ná að vinna titilinn fyrir framan fjölskylduna og fólkið í hverfinu,“ segir Sölvi Geir Ottesen brosandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurður út í tilfinninguna að vinna bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu, Víkingi Reykjavík, um helgina. Sölva féll sá heiður í skaut að lyfta bikarnum í leikslok eftir verðskuldaðan 1-0 sigur Víkings á FH. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sölva á ferlinum en hann varð tvívegis bikarmeistari með Djurgården, bikarmeistari með FC Kaupmannahöfn í Danmörku og með Jiangsu Sainty í Kína. Með þessu tókst Víkingi að brjóta þykkan ís og vinna sinn fyrsta titil í knattspyrnu í 28 ár eða frá því að Víkingar urðu Íslandsmeistarar árið 1991. Sölvi er einn þriggja leikmanna sem komu við sögu í gær sem voru fæddir þegar Víkingur vann síðast titil en hinir eru Þórður Ingason og Halldór Smári Sigurðsson. Enginn leikmaður liðsins var fæddur þegar Víkingur vann fyrri bikarmeistaratitil sinn árið 1971, ekki heldur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari félagsins. „Ég og Halldór Smári munum lítið eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1991, Kári man eitthvað eftir þessu en það var löngu kominn tími á þetta. Maður er í þessu til að vinna titla en ekki bara til að vera með. Fyrir leikmennina í hópnum sem hafa ekki unnið titla á ferlinum er þetta frábær reynsla, að fá að upplifa það að taka við titli.“ Sölvi var einn þriggja leikmanna yfir þrítugt í liði Víkings og hrósaði yngri leikmönnum liðsins. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru búnir að taka út heilmikinn þroska frá því í byrjun móts og taka skref upp á við. Núna er það undir okkur komið að byggja ofan á þetta og halda áfram í staðinn fyrir að láta líða langan tíma á milli titla. Núna er markmiðið sett á að enda tímabilið af krafti og bæta stigamet félagsins í efstu deild, það verður gulrótin okkar það sem eftir lifir tímabilsins. Svo verður hópurinn styrktur og við stefnum hærra,“ segir fyrirliðinn og tekur undir að titlar séu lím sem haldi leikmannahópum saman. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi mörgum hjá félaginu, þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér. Það hættulegasta í stöðunni er að menn verði saddir og sofni á verðinum. Á næsta ári þurfa allir að gera betur og þá getum við kannski gert atlögu að þeim stóra. Þetta eru flottir strákar og með réttri kænsku eru allir möguleikar opnir fyrir þetta félag. Við ætlum að koma í veg fyrir að jafn langt líði næst á milli titla hjá félaginu.“ Í aðdraganda leiksins var nafn Kára Árnasonar helst í umræðunni eftir að miðvörðurinn meiddist í landsleik Íslands í síðustu viku. Aðspurður út í hlutdeild Kára í titlinum fer Sölvi fögrum orðum um félaga sinn. „Hann á stóran þátt í því að koma okkur í þennan leik og í hálfleik hjálpaði hann til, talaði við menn og lét vel í sér heyra. Hann lagði sitt af mörkum í þessum titli,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það var ekki hægt að gera neitt í þessum meiðslum, þau komu upp og þá kom næsti maður inn. Auðvitað var það fúlt fyrir Kára en hann fékk að fara á HM og EM svo að það er ekki hægt að vorkenna honum of mikið,“ segir Sölvi léttur að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Mjólkurbikarinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
„Þessi er í efsta sæti, sá langstærsti á ferlinum, það er engin spurning. Enginn af hinum titlunum kemst í nálægð við þennan, að ná að vinna titilinn fyrir framan fjölskylduna og fólkið í hverfinu,“ segir Sölvi Geir Ottesen brosandi í samtali við Fréttablaðið, aðspurður út í tilfinninguna að vinna bikarmeistaratitilinn með uppeldisfélagi sínu, Víkingi Reykjavík, um helgina. Sölva féll sá heiður í skaut að lyfta bikarnum í leikslok eftir verðskuldaðan 1-0 sigur Víkings á FH. Þetta er fimmti bikarmeistaratitill Sölva á ferlinum en hann varð tvívegis bikarmeistari með Djurgården, bikarmeistari með FC Kaupmannahöfn í Danmörku og með Jiangsu Sainty í Kína. Með þessu tókst Víkingi að brjóta þykkan ís og vinna sinn fyrsta titil í knattspyrnu í 28 ár eða frá því að Víkingar urðu Íslandsmeistarar árið 1991. Sölvi er einn þriggja leikmanna sem komu við sögu í gær sem voru fæddir þegar Víkingur vann síðast titil en hinir eru Þórður Ingason og Halldór Smári Sigurðsson. Enginn leikmaður liðsins var fæddur þegar Víkingur vann fyrri bikarmeistaratitil sinn árið 1971, ekki heldur Arnar Gunnlaugsson, þjálfari félagsins. „Ég og Halldór Smári munum lítið eftir Íslandsmeistaratitlinum árið 1991, Kári man eitthvað eftir þessu en það var löngu kominn tími á þetta. Maður er í þessu til að vinna titla en ekki bara til að vera með. Fyrir leikmennina í hópnum sem hafa ekki unnið titla á ferlinum er þetta frábær reynsla, að fá að upplifa það að taka við titli.“ Sölvi var einn þriggja leikmanna yfir þrítugt í liði Víkings og hrósaði yngri leikmönnum liðsins. „Þetta eru frábærir strákar í þessu liði og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir eru búnir að taka út heilmikinn þroska frá því í byrjun móts og taka skref upp á við. Núna er það undir okkur komið að byggja ofan á þetta og halda áfram í staðinn fyrir að láta líða langan tíma á milli titla. Núna er markmiðið sett á að enda tímabilið af krafti og bæta stigamet félagsins í efstu deild, það verður gulrótin okkar það sem eftir lifir tímabilsins. Svo verður hópurinn styrktur og við stefnum hærra,“ segir fyrirliðinn og tekur undir að titlar séu lím sem haldi leikmannahópum saman. Þjálfari Víkings, Arnar Gunnlaugsson, tekur í sama streng. „Þetta er fyrsta skrefið af vonandi mörgum hjá félaginu, þessir strákar eiga framtíðina fyrir sér. Það hættulegasta í stöðunni er að menn verði saddir og sofni á verðinum. Á næsta ári þurfa allir að gera betur og þá getum við kannski gert atlögu að þeim stóra. Þetta eru flottir strákar og með réttri kænsku eru allir möguleikar opnir fyrir þetta félag. Við ætlum að koma í veg fyrir að jafn langt líði næst á milli titla hjá félaginu.“ Í aðdraganda leiksins var nafn Kára Árnasonar helst í umræðunni eftir að miðvörðurinn meiddist í landsleik Íslands í síðustu viku. Aðspurður út í hlutdeild Kára í titlinum fer Sölvi fögrum orðum um félaga sinn. „Hann á stóran þátt í því að koma okkur í þennan leik og í hálfleik hjálpaði hann til, talaði við menn og lét vel í sér heyra. Hann lagði sitt af mörkum í þessum titli,“ segir Sölvi og heldur áfram: „Það var ekki hægt að gera neitt í þessum meiðslum, þau komu upp og þá kom næsti maður inn. Auðvitað var það fúlt fyrir Kára en hann fékk að fara á HM og EM svo að það er ekki hægt að vorkenna honum of mikið,“ segir Sölvi léttur að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Mjólkurbikarinn Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Sjá meira
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti