Efast um lögmæti niðurstöðu Hæstaréttar Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 22:56 Omar segir mikilvægt að Demókrataflokkurin beiti sér fyrir mannúðlegri innflytjendalöggjöf. Vísir/Getty Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Ilhan Omar, þingmaður Demókrataflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, segir niðurstöðu Hæstaréttar þar í landi vera siðferðilega og lagalega ranga að sínu mati. Niðurstaða réttarins frá því í síðustu viku gerir stjórnvöldum kleift að koma í veg fyrir að stór hluti hælisleitenda fái hæli í landinu. Úrskurður lægra dómstigs hafði komið í veg fyrir að reglurnar tækju gildi á meðan önnur dómsmál vegna þeirra standa yfir. Samkvæmt reglunum sem um ræðir getur fólk ekki sótt um hæli í Bandaríkjunum, hafi það lagt leið sína í gegnum önnur ríki á leiðinni til Bandaríkjanna án þess að sækja um hæli í einu þeirra ríkja fyrst.Sjá einnig: Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Úrskurður Hæstaréttar þýðir í raun að ríkisstjórnin geti byrjað að framfylgja reglunum en dómsmál um lögmæti reglanna standa enn yfir. Mannréttindasamtök og aðrir aðilar hafa höfðað mál gegn ríkisstjórninni á grundvelli þess að reglurnar séu ekki samræmi við innflytjendalöggjöf Bandaríkjanna. Líklegt þykir að Hæstiréttur muni fjalla aftur um málið þegar meðferð þess lýkur á neðri dómstigum. Dómararnir Sonia Sotomayor og Ruth Bader Ginsburg skiluðu sératkvæði og sögðu ríkisstjórn Trump vera „í enn eitt sinn“ að fara gegn hefðbundnum venjum og starfsreglum varðandi hælisleitendur.Hvatning fyrir Demókrataflokkinn að beita sér enn frekar Í viðtali við Face the Nation sagði Omar það vera lagalegan rétt fólks að sækja um hæli og það væri ekkert launungarmál að rétturinn hafi haft rangt fyrir sér áður. Demókratar ættu því að líta á þessa niðurstöðu réttarins sem enn frekari hvata til þess að berjast fyrir auknum rétti hælisleitanda og frjálslyndari löggjöf. „Nú höfum við tækifæri sem löggjafar að tryggja að við séum að skapa innflytjendalöggjöf sem er mannúðleg og sanngjörn,“ sagði Omar. Hún væri þó sannfærð um að þau mál sem samflokksmenn hennar næðu í gegn í fulltrúadeildinni, þar sem Demókrataflokkurinn er í meirihluta, myndu mæta mikilli andstöðu í öldungadeild þingsins þar sem Repúblikanaflokkurinn hélt sínum meirihluta í síðustu kosningum. Hún segir mörg mál einfaldlega vera í höndum Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikanaflokksins í öldungadeildinni, sem stendur. Þau hefðu hlotið efnislega meðferð í fulltrúadeildinni og verið samþykkt en það sé undir öldungadeildinni komið hvort þau fari í gegn. „[Frumvörpin] munu hafa jákvæð áhrif á hvernig innflytjendakerfi okkar er háttað,“ sagði Omar.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30 Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22 Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira
Dauði förufólks á landamærunum engin nýmæli Íslenskur dósent segir að eftir að byrjað var að reisa múra á landamærum Mexíkó og Bandaríkjanna á 10. áratugnum hafi förufólk og hælisleitendur hrakist á hættulegri slóðir til að komast yfir þau til norðurs. 2. júlí 2019 10:30
Ríkisstjórn Trump má beita reglu sem nánast stöðvar hælisumsóknir Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur komist að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Donald Trump má beita reglum sem koma munu í veg fyrir að flestir hælisleitendur og farandfólk frá Mið-Ameríku fái hæli eða landvistarleyfi í Bandaríkjunum. 11. september 2019 23:22
Tekjulágir innflytjendur ólíklegri til að fá landvistarleyfi vegna nýrra laga Ríkisstjórn Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, hyggst gera löglegum innflytjendum það erfiðara fyrir að framlengja landvistarleyfi sitt eða að fá græna kortið. 12. ágúst 2019 20:42