Sólveig Anna segir álagið á bráðamóttökunni vera skýrar afleiðingar nýfrjálshyggju Sylvía Hall skrifar 15. september 2019 15:42 Sólveig Anna gefur lítið fyrir tal pólitíkusa um eina þjóð. Hún segir stjórnvöld leyfa fámennum hópi að græða. Vísir/Vilhelm Pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur. Að hennar sögn náði álagið nýjum hæðum föstudaginn 13. september þegar 41 sjúklingur var lagður inn. Á móttökudeildinni eru aðeins 36 rúm fyrir hendi og því var lítið sem ekkert svigrúm fyrir starfsmenn að taka á móti nýjum sjúklingum sem þörfnuðust aðstoðar. Því mætti í raun segja að bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi einfaldlega verið óstarfhæf síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Á meðal þeirra sem hafa sýnt pistli Elínar athygli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni beinir hún orðum sínum að „pólitísku valdastéttinni sem leyfir því að gerast að 300 manneskjur skipti á milli sín 46 milljörðum“ og gefur lítið fyrir tal stjórnvalda um eina samheldna þjóð. „Það kostar að þykjast ekki geta gert neitt til að endurúthluta réttmætri eign samfélagsins, öllum þessum endalausu milljörðum sem forstjórar, fjárfestar, bankastjórar og útgerðarmenn gefa sjálfum sér. Það kostar að lifa eftir brauðmolahagfræðinni, það kostar að skipta kökunni ekki jafnt, það kostar að taka ekki af skarið, það kostar að bíða eftir því að auðstéttin kaupi sig endanlega fram fyrir allar raðirnar og allt álagið og smíði handa sjálfri sér heilbrigðiskerfi, skólakerfi, umönnunarkerfi hinna ríku,“ skrifar Sólveig Anna. Hún segir þetta vera skýrt merki um umönnunarkrísu, sem á ensku útleggst sem „crisis of care“. Hugtakið snýr að þeirri hugmynd að samfélög meti umönnunarstörf ekki til verðleika heldur séu álitin vera sjálfgefin og ókeypis. Þetta sé bein afleiðing „nýfrjálshyggjunnar og arðránsins“ eins og Sólveig Anna sjálf kemst að orði. „Það kostar að hafa Bjarna Ben sem fjármálaráðherra. Það kostar að leyfa græðginni að ráða för þegar samfélagsleg gildi eru ákvörðuð og það er alltaf “venjulega” fólkið sem ber þann kostnað. Alls staðar og alltaf.“ Heilbrigðismál Landspítalinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur hefur vakið mikla athygli í dag þar sem hún ræðir ástandið á bráðamóttöku Landspítalans undanfarnar tvær vikur. Að hennar sögn náði álagið nýjum hæðum föstudaginn 13. september þegar 41 sjúklingur var lagður inn. Á móttökudeildinni eru aðeins 36 rúm fyrir hendi og því var lítið sem ekkert svigrúm fyrir starfsmenn að taka á móti nýjum sjúklingum sem þörfnuðust aðstoðar. Því mætti í raun segja að bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi einfaldlega verið óstarfhæf síðastliðinn föstudag.Sjá einnig: Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Á meðal þeirra sem hafa sýnt pistli Elínar athygli er Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Í færslu á Facebook-síðu sinni beinir hún orðum sínum að „pólitísku valdastéttinni sem leyfir því að gerast að 300 manneskjur skipti á milli sín 46 milljörðum“ og gefur lítið fyrir tal stjórnvalda um eina samheldna þjóð. „Það kostar að þykjast ekki geta gert neitt til að endurúthluta réttmætri eign samfélagsins, öllum þessum endalausu milljörðum sem forstjórar, fjárfestar, bankastjórar og útgerðarmenn gefa sjálfum sér. Það kostar að lifa eftir brauðmolahagfræðinni, það kostar að skipta kökunni ekki jafnt, það kostar að taka ekki af skarið, það kostar að bíða eftir því að auðstéttin kaupi sig endanlega fram fyrir allar raðirnar og allt álagið og smíði handa sjálfri sér heilbrigðiskerfi, skólakerfi, umönnunarkerfi hinna ríku,“ skrifar Sólveig Anna. Hún segir þetta vera skýrt merki um umönnunarkrísu, sem á ensku útleggst sem „crisis of care“. Hugtakið snýr að þeirri hugmynd að samfélög meti umönnunarstörf ekki til verðleika heldur séu álitin vera sjálfgefin og ókeypis. Þetta sé bein afleiðing „nýfrjálshyggjunnar og arðránsins“ eins og Sólveig Anna sjálf kemst að orði. „Það kostar að hafa Bjarna Ben sem fjármálaráðherra. Það kostar að leyfa græðginni að ráða för þegar samfélagsleg gildi eru ákvörðuð og það er alltaf “venjulega” fólkið sem ber þann kostnað. Alls staðar og alltaf.“
Heilbrigðismál Landspítalinn Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32 Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir fimmtán ára stúlku Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Sjá meira
Föstudagurinn þrettándi á Bráðamóttökunni Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni. Ekkert okkar grunaði að nýtt og ömurlegt met yrði slegið þennan dag. 14. september 2019 17:32
Hjúkrunarfræðingur lýsir hörmungardegi á spítalanum föstudaginn þrettánda Hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi lýsir því þegar afar vafasamt met var slegið á deildinni í gær. Það gerðist þegar 41 sjúklingur lá á deildinni, sem hefur aðeins úr 36 rúmum að moða. 14. september 2019 18:43